Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 80
Hádegisverðarfundur ÍSÍ H ád eg is ve rð ar fu n du r Íþróttir barna og unglinga Föstudaginn 19. janúar heldur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hádegisverðarfund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal undir yfirskriftinni „Íþróttir barna og unglinga“. Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri Fræðslusviðs ÍSÍ mun fjalla um stefnu ÍSÍ, sérhæfingu, íþróttaskóla o.fl. Fundurinn hefst kl. 12:00 og mun standa til kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis. Hægt er að kaupa hádegisverð hjá café easy sem staðsett er á jarðhæð Íþróttamiðstöðvarinnar Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is 5 Hornamaðurinn snjalli Stefan Kretzschmar er nánast búinn að afskrifa þátttöku sína á HM en hann var kallaður í hópinn á dögunum. Kretzschmar er meiddur og verður ekki búinn að ná sér fyrir mótið. Hann hefur gríðarlega trú á þýska liðinu á HM og telur liðið geta náð alla leið í úrslitaleikinn. „Ég hef fulla trú á liðinu og tel að liðið eigi að stefna á úrslitaleikinn. Þetta er hörkulið sem þarf ekki að bera virðingu fyrir neinum,“ sagði Kretzschmar sem hefur leikið 218 landsleiki. Þýskaland get- ur farið í úrslit Hinn magnaði mark- vörður Króata, Vlado Sola, er meiddur á öxl og mun ekki leika með Króötum í riðla- keppni HM. Lino Cervar landsliðsþjálf- ari er engu að síður með Sola í landsliðshópi sínum og hann vonast til að Sola verði með lið- inu síðar í keppninni. Sola meiddur Vináttulandsleikur: Frammistaða íslenska landsliðsins gegn Tékkum í gær gefur ekki góð fyrirheit fyrir heimsmeistarakeppnina sem hefst eftir tæpa viku. Strákarnir voru heillum horfnir nánast allan leik- inn og náðu engan veginn að sýna sitt rétta andlit fyrir framan fjöl- marga og mjög jákvæða stuðn- ingsmenn liðsins. Tveggja marka tap, 27-29, var niðurstaðan. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleikinn en Ísland var þó ávallt skrefi á undan og leiddi með einu marki í leikhléi, 16-15. Vörn Íslands í fyrri hálf- leiknum var mjög slök og fyrir aftan fann Roland Eradze sig engan veginn en hann varði fimm skot í hálfleiknum. Stuðningsmenn landsliðsins vonuðust til þess að liðið myndi sýna betri frammistöðu í síðari hálfleik en því fór víðs fjarri. Þess í stað versnaði leikur liðsins til mikilla muna og þá sérstaklega sóknarleikurinn sem var hvorki fugl né fiskur. Tékkar tóku frum- kvæðið og lönduðu tiltölulega áreynslulausum sigri en þeir náðu mest fjögurra marka forystu í hálfleiknum. Það sem olli mestum vonbrigð- um í leik íslenska liðsins í gær var hversu andlaus og þunglamalegur leikur liðsins var. Liðið náði aldrei upp almennilegri stemningu í sínum leik en samt voru allar aðstæður fyrir hendi – fjöldi áhorfenda og góð stemning. Varn- arleikurinn var ágætur á köflum í síðari hálfleik, Birkir Ívar og Ásgeir Örn áttu fína innkomu og Guðjón Valur var ágætur. Þar með eru jákvæðu hlutirnir upptaldir. Það er verulegt áhyggjuefni hversu fá mörk liðið skorar utan af velli og ekki er það síður áhyggjuefni hversu ragar skytt- urnar eru að skjóta á markið. Ólaf- ur Stefánsson hlífir öxlinni við hvert tækifæri og ef hann nær ekki að koma með skotógnun er liðið í vondum málum. Snorri var nokkuð mistækur og svo kemur lítið sem ekkert framlag af bekkn- um. Logi byrjaði ágætlega í vinstri skyttunni en Arnór var ragur við að skjóta á markið eins og í Dan- mörku. Það var Markús Máni ekki en skot hans voru slök en hvorug- ur þeirra náði að skora í leiknum. Með öðrum orðum þá voru flestir í liðinu ólíkir sjálfum sér í leiknum og þeir vita það manna best sjálfir að þeir geta miklum mun betur. Það er vonandi að strákarnir nái að rífa sig upp og sýni sitt rétta andlit í dag. Til að það gerist verða leikmenn að mæta mikið betur stemmdir til leiks en þeir gerðu í gær. Íslenska handboltalandsliðið olli fjölmörgum áhorfendum í Laugardalshöll miklum vonbrigðum í gær með slakri frammistöðu gegn Tékkum. Fátt gekk upp hjá stemningslausu íslensku liði og Tékkar unnu sanngjarnan sigur, 27-29. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðuna,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðs- þjálfari þungur á brún. „Vörnin í fyrri hálfleik var dauð og engin barátta. Það var eins og þetta væri eitthvert skylduverkefni. Við erum varla að skora mark utan af velli og það er risaáhyggjuefni.“ Það var engu líkara en leik- menn liðsins væru þungir í leikn- um eftir mikið álag. „Við erum búnir að æfa mikið en það afsakar samt ekki þessa frammistöðu. Óli segist vera að batna í öxlinni en það verður ekki litið fram hjá því að hann hlífir öxlinni mikið en við vonumst til að hann verði orðinn góður þegar við komum til Þýska- lands. Það verður að koma ógnun að utan og ljósi punkturinn var frammistaða Ásgeirs undir lokin en við bíðum eftir að kvikni á Arn- óri hinum megin,“ sagði Alfreð en hvað gerir hann í dag? „Ég ætlast til þess að menn sýni meiri stemningu. Svo verður að koma vörn og öguð sókn.“ Leikurinn mikil vonbrigði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.