Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 13
Pólski blaðamaðurinn
og rithöfundurinn Ryszard
Kapuscinski lést í Varsjá fyrir
réttri viku, 75 ára að aldri, eftir
að hafa gengist undir hjartaað-
gerð. Hann hefur oft verið nefnd-
ur til sögunnar á síðustu árum
sem líklegur viðtakandi Nóbels-
verðlaunanna.
Kapuscinski er ekki mikið
þekktur hér á landi en nýtur mik-
illa vinsælda í mörgum Evrópu-
löndum. Hann skrifaði á þriðja
tug bóka á ferli sínum sem hófst
á seinni hluta sjötta áratugarins
þegar hann var fréttaritari
pólsku fréttastofunnar PAP í
Afríku. Þekktasta verk hans
fjallaði um fall stjórnar Haile
Selassies í Eþíópíu og kom út
árið 1978.
Árið 1998 gaf hann út greina-
safn um Afríku þar sem lesand-
inn fær óvenjulega innsýn inn í
samfélög margra landa álfunnar.
Hann segir meðal annars sögu af
því þegar hann kom í þorp eitt í
Afríku þar sem lítil börn þyrptust
að honum. Kapuscinski taldi að
börnin væru að biðja hann um
peninga eða mat. Svo var ekki
því þau vildu biðja hann um rit-
föng svo þau þyrftu ekki að
skrifa með fingrunum í sandinn.
Slíkar lýsingar lituðu skrif hans
afar innilegum blæ og urðu til
þess að einn þekktasti heimspek-
ingur Spánar, Fernando Savater,
kallaði hann „mikinn mannvin“.
Kapuscinski varð vitni að 27
stjórnarbyltingum á ferli sínum
sem blaðamaður, var við víglín-
una í tólf stríðum og var fjórum
sinnum dæmdur til dauða.
Vitni að 27 stjórnarbyltingum
Hagnaður tölvuleikja-
fyrirtækisins Nintendo hefur
stóraukist, og er góð sala á
leikjatölvunni Nintendo Wii sögð
helsta ástæðan. Leikjatölvan, sem
kom út í lok seinasta árs, hefur
selst í rúmlega þremur milljónum
eintaka um allan heim.
Hagnaður fyrirtækisins
seinustu níu mánuði ársins 2006
var tæplega helmingi meiri en á
sama tíma á seinasta ári. Wii
hefur notið þess orðspors að vera
„skemmtileg“ leikjatölva, en
leikjum hennar er stjórnað með
stýripinna sem skynjar hreyf-
ingu. Spilarar sveifla honum um
eins og veiðistöng, hafnabolta-
kylfu, sverði eða tennisspaða allt
eftir því sem við á.
Vinsældir Wii
auka hagnað
Tveir
grímuklæddir menn óku á
fleygiferð inn um aðalinngang
stórverslunarinnar Illum í
Kaupmannahöfn, stefndu þar
rakleiðis að skartgripadeildinni
og gerðu tvær tilraunir til að aka
þar á öryggisgrind en óku síðan,
þegar það mistókst, beina leið út
úr versluninni hinum megin í
húsinu. Engu var stolið en
skemmdir urðu töluverðar.
Þetta gerðist á sunnudags-
kvöldið. Skömmu síðar fann
lögreglan skemmdan bíl í
nokkurra kílómetra fjarlægð, en
mennirnir tveir voru ófundnir í
gær.
Óku bifreið inn
í verslunina
Efnt verður til þinghalds
á vegum sprotafyrirtækja á
föstudag þar sem fulltrúar allra
þingflokka, bæði þingmenn og
ráðherrar, ræða framtíð íslenskra
sprota- og hátæknifyrirtækja. Á
þinginu verður fjallað um stöðu
og starfsskilyrði sprota- og
hátæknifyrirtækja. Sprotaþing
2007 markar upphaf Sprotavett-
vangs sem hefur störf í kjölfarið.
Á þinginu verður fylgt verklagi
Alþingis, tillögur kynntar, ræddar
í þingnefndum sem skipaðar verða
fulltrúum þingflokka til nánari
umfjöllunar eða afgreiðslu. Þing-
nefndirnar skila svo endanlegum
tillögum í formi lagafrumvarps,
þingsályktunar eða reglugerðar-
breytinga áður en þingheimur
greiðir um þær atkvæði.
Þinghald eins
og á Alþingi