Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 14

Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 14
Víða um heim búa börn við neyðarástand án vitundar flestra annarra jarðarbúa. Því minna sem viðkomandi svæði er í fréttum, því erfiðara er að finna það fé sem þarf til að koma þeim til aðstoðar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna þarf rúmlega 43 milljarða til að aðstoða börn og konur á neyðar- svæðum víða um heim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barna- hjálparinnar, Humanitarian Action Report 2007, sem kynnt var í gær. Neyðarsvæðin eru 33 talsins, ýmist vel þekkt svæði eins og Darf- ur og hins vegar lönd á borð við Haítí, Eritreu og Mið-Afríku-lýð- veldið, sem ekki er fjallað mikið um í fjölmiðlum. Náttúruhamfarir og átök taka sinn toll af lífi barna og kvenna víða um heim og í mörgum tilvik- um vantar sárlega fjármagn til að sinna brýnni neyðaraðstoð. Gert er ráð fyrir að rúmlega fimmtungur af umbeðnu fé til neyðaraðstoðar verði varið til verkefna í Súdan, þar á meðal til Darfur-héraðs. Ótryggt ástand og átök ógna lífi um fjögurra milljóna manna, þar af 1,8 milljónum barna. Helmingur af þeim tveimur milljónum sem hafa þurft að flýja heimili sín í Súdan eru börn. Nærri tveimur þriðju fjárins verður varið til neyð- araðstoðar í Afríku. Skýrslan vekur athygli á svo- kallaðri falinni neyð barna. Í Kól- umbíu eru börn þvinguð af heimili sínu með ofbeldi eða þau látin berj- ast. Há tíðni HIV/alnæmis og við- varandi fátækt veldur því að börn í Sambíu búa við fátæklegustu aðstæður í heimi. Fleiri börn í Chad flýja nú til nágrannaríkja í leit að betra lífi. Ofbeldi og átök á Haítí veldur því að dánartíðni barna þar er ein sú hæsta í Rómönsku Amer- íku. „Mörg neyðartilfellanna þar sem UNICEF starfar eru gleymd og grafin vegna þess að þau eru ekki lengur talin neyð samkvæmt skilningi almennings,“ sagði Dan Toole, yfirmaður neyðaraðstoðar UNICEF, þegar skýrslan var kynnt í New York í dag. „Neyðinni er ekki lokið þó svo umfjöllun fjölmiðla sé lokið, hvort sem það er í Darfur eða á Haítí. Eins lengi og börn búa við neyðarástand, þá mun UNICEF hjálpa.“ Á árinu 2006 aflaði UNICEF 513 milljónum dala (tölur frá 1. nóv.) til neyðaraðstoðar á 53 svæðum. Skyndileg og óvænt neyð nær að fanga athygli almennings fremur en sú neyð sem er viðvarandi eins og greint er frá í skýrslunni. Því fengu svæði sem búa við viðvar- andi falið neyðarástand aðeins 37% fjármagnsins. Allt í allt gat UNI- CEF fjármagnað 49% af því sem samtökin þurftu til neyðaraðstoðar á árinu 2006. Falin neyð barna víða um heim 15% handbolta- afsláttur til 5. febrúar Fataskápar fyrir fötin þín, tilsniðnir eftir máli án aukakostnaðar. www.innval.is Hamraborg 1 Kópavogi s: 554 4011 Opið laugardag Rýmingarsala

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.