Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Á móti stelpum? Skynjar líðan páfa-
gauka
Tónlistin aftur orðin að áhugamáli
Höldum óhreinindum
á mottunni
R
V
62
17
A
Rekstrarvörur
1982–200725ára
Sigþóra Gunnarsdóttir
Sölumaður í verslun RV
…fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm
…hindrar að gólfið innandyra verði hált
…heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu
gólfmottukerfið
Úti- og innimottur
fyrir íslenskar aðstæður
Margt býr
í Margréti
Það má búast við spennandi
leik í dag þegar íslenska
landsliðið í handknattleik
mætir því danska í átta liða
úrslitum á HM í Þýska-
landi. Danir búsettir hér
á landi halda með sínum
mönnum og úti í Danmörku
undirbúa Íslendingafélögin
sig fyrir leikinn.
Danir og Íslendingar hafa löngum
eldað grátt silfur saman þótt vissu-
lega sé stutt í vinskapinn. Gremja
í garð Dana eftir áralanga einokun
virðist seint ætla að eldast af
Íslendingum og að sama skapi
eiga Danir erfitt með að horfa upp
á umsvif íslenskra kaupsýslu-
manna innan helgustu véa Dana. Í
dag verður spennan í hámarki
milli þjóðanna sem þó þykjast
vera vinir inn við beinið.
Ernst Hemmingsen ræðismaður
Dana á Íslandi var heldur betur
kominn í keppnisskap fyrir leik-
inn þegar blaðamaður sló á þráð-
inn í danska sendiráðið. „Ég er nú
búinn að búa á Íslandi í rúm 30 ár
en að sjálfsögðu held ég með
mínum mönnum í leiknum,“ segir
Ernst og bætir því við að hann
verði ekkert voðalega tapsár þótt
Íslendingarnir vinni. „Íslenska
liðið leikur vel svo það er enginn
skömm fyrir Dani þótt þeir tapi.
Þetta eru í rauninni lík lið og ég á
von á að leikurinn verði spenn-
andi. Þessi lið spila hraðan og
skemmtilegan handbolta og það er
erfitt að gera upp á milli þeirra
þótt ég haldi að sjálfsögðu með
Dönunum.“
Ernst segir að ekki sé mikill
samgangur milli Dana búsettra á
Íslandi og á því ekki von á að þeir
hópi sig saman til að fylgjast með
leiknum. „Danir eru svo góðir
vinir Íslendinga að þeir horfa bara
á leikinn með þeim. Ég hef ekki
orðið var við að það sé mikill rígur
milli þjóðanna. Ég hugsa að sam-
bandið sé bara gott enda erum við
frekar lík,“ segir Ernst sem sjálf-
ur ætlar að horfa á leikinn heima í
stofu. „Konan mín er íslensk og
börnin halda með Íslandi en samt
á ég ekki von á neinum slagsmál-
um fyrir framan sjónvarpið,“
segir Ernst og hlær.
Ernst spáir því að Danir vinni
leikinn naumlega. „Ætli þetta fari
ekki 28-29 eða 30-31 fyrir mínum
mönnum,“ segir hann bjartsýnn
og bætir því við að Danir séu með
betri taugar og nái líklega að vinna
Íslendingana á því.
Fjölmargir Íslendingar eru búsett-
ir í Danmörku og búast má við því
að hrópin „Áfram Ísland“ heyrist
víða um landið. Dagmar María
Hrólfsdóttir, formaður Íslend-
ingafélagsins í Sönderborg, á von
á skemmtilegri stemningu þar á
bæ enda ætla Íslendingarnir á
svæðinu að hittast og horfa á leik-
inn saman. „Við erum með hús-
næði hérna og ætlum að hittast
þar og fylgjast með leiknum,“
segir Dagmar. „Það er mikil
stemning fyrir þessum leik og
þegar okkur varð ljóst að við
myndum mæta Dönum datt okkur
auðvitað fyrst í hug að skella
okkur bara í hópferð á leikinn í
Þýskalandi enda örstutt að skreppa
þangað. Svo kom í ljós að það var
uppselt svo við ákváðum að að rífa
upp smá stemningu hérna heima,“
segir Dagmar og bætir því við að
einnig sé mikill áhugi fyrir leikn-
um meðal Dana. „Mér hefur verið
strítt svolítið í vinnunni í dag og
Danirnir þykjast vera búnir að
vinna þetta fyrirfram. Annars er
rígurinn ekki mikill og þetta er
allt í góðu,“ segir Dagmar sem er
bjartsýn á að Íslendingar vinni
leikinn. „Ég held þetta verði
spennandi leikur og það á örugg-
lega eftir að vera mjótt á munun-
um. Ætli við vinnum þetta ekki
bara með einu eða tveimur mörk-
um.“
Bræður munu berjast
Gremju Íslendinga í garð Dana
má að sjálfsögðu rekja til þeirra
ára þegar Ísland var undir danska
stjórn komið. Fullveldi fengum
við árið 1918 og árið 1944 vorum
við með öllu laus við danska
stjórn. Sögur af möðkuðu mjöli
lifa þó enn meðal þjóðarinnar
sem leit á það sem stórsigur að
heimta handritin heim úr danskri
helju árið 1971. Tilhugsunin um
að íslenski þjóðararfurinn væri
geymdur á danskri grund var
óbærileg.
Danir hafa löngum viljað eigna
sér íslenska listamenn. Þannig
vill ekki nokkur Dani viðurkenna
að myndhöggvarinn Bertel Thor-
valdsen sé í raun bóndasonur úr
Skagafirði og íslensku ætterni
Edvards C.J. Eriksen, sem gerði
styttuna af litlu hafmeyjunni,
hefur aldrei verið haldið á lofti.
Hin síðari ár hafa
Danir og Íslend-
ingar mýkst í
þessum málum
og deila nú sam-
eiginlegum eignarrétti á lista-
manninum Ólafi Elíassyni sem er
bæði íslenskur og danskur.
Íslensk skólabörn
hafa kynslóð eftir
kynslóð bölvað því
að þurfa að læra
dönsku í skóla.
Námið virðist þó
gagnlegt því mikill
fjöldi Íslendinga
sækir sína
framhaldsmenntun til
Danmerkur. Í dag búa um
8.000 Íslendingar í Dana-
veldi og þar af eru um
3.000 í námi. Þar að auki
fljúga bæði Icelandair og
Iceland Express
með fullar flugvél-
ar af Íslendingum
til Kaupmanna-
hafnar á hverjum
degi. Danmörk er
því kannski ekki
svo slæm eftir
allt saman.
Umsvif Íslendinga
Danskt þjóðarstolt
var sært og kramið þegar íslensk-
ir kaupsýslumenn réðust inn í
danskt viðskiptalíf og hrifsuðu til
sín öll helstu verðmæti Dana. Ill-
ums og Magasin Du Nord eru nú í
eigu Íslendinga og aldrei að vita
hvenær Tívolíið og konungshöll-
in bætast í hópinn.
Spennan milli þjóðanna
tveggja hefur oft fengið
útrás í ýmsum kapp-
leikjum. Mörgum er
ekki liðinn úr minni
knattspyrnuleikurinn á
Parken árið 1967 sem
lauk með tölunum 14-2
Dönum í vil. Niðurlæg-
ingin var algjör fyrir
Íslendinga.
Eilífðarbarátta milli þjóðanna