Fréttablaðið - 30.01.2007, Page 24

Fréttablaðið - 30.01.2007, Page 24
Svokölluð Vinaleið þjóðkirkjunnar hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Sitt sýnist hverjum og ljóst er að ekki ríkir sátt um aðkomu trúarstofnun- ar á borð við þjóðkirkjuna inn í grunnskólana. Þar sem ég er áhugamaður um trúmál og samfélag hlust- aði ég með athygli á þáttinn Ísland í bítið en séra Jóna Hrönn Bolladóttir var viðmælandi þáttarins. Mig rak í rogastans við málflutning Jónu Hrannar enda sjald- an sem ég hef heyrt ómálefnalegri svör við ágætum spurningum. Mér blöskraði þegar hún tiltók nýlega líkamsárás þriggja pilta sem dæmi um nauðsyn á því að koma á Vinaleið. Þarna er Jóna Hrönn að nota hræðilega árás og harmleik máli sínu til stuðnings. Ég ákvað í framhaldi að hripa niður nokkra punkta sem ég tel að eigi erindi við sem flesta sem áhuga hafa á vinaleiðinni. 1: -Trúarstofnanir eiga ekkert erindi inn í grunn- skóla landsins! Að mínu mati skiptir engu máli þótt um 85% landsmanna tilheyri þjóðkirkjunni. Yfir 50.000 manns á landinu tilheyra öðrum söfnuðum. Það eru u.þ.b fjórir nemendur í hverjum bekk. 2: -Ef trúarstofnun á borð við þjóðkirkjuna er gefið færi á að vera með starfsmann inni í skólunum, þá er útilokað að banna öðrum trúfélögum hið sama. Það sést vel hvað Vinaleið er vond hugmynd ef við ímyndum okkur að eitthvað annað trúfélag en þjóð- kirkjan standi fyrir henni. Hvernig líst fólki á að full- trúi mormóna leitist eftir trúnaðarsamtölum við börnin okkar? 3: -Fylgjendur Vinaleiðar hafa bent á að ekki sé um trúboð að ræða heldur þjónustu sem er valkvæð. Þetta er ekki rétt. Biskup sjálfur hefur bent á að í vinaleið felist „stórkostlegt sóknarfæri“. Margir prestar hafa einnig viðurkennt það enda skilgreinir þjóðkirkjan sig sem boðandi kirkju. Ef vinaleið er ekki trúboð, má þá ekki hver sem er sinna vinaleið? 4: -Vinaleiðir hafa alltaf staðið til boða í öllum kirkjusóknum landsins! Kirkjurnar eru miklu eðli- legri staður fyrir Vinaleiðir en inni í skólunum. Hvers vegna að færa þessa þjónustu inn í skólana með þeirri ólgu sem því fylgir? Er þetta það sem þjóðkirkjan vill? Að sundra og kljúfa? 5: -Það er afar óþægileg staða fyrir foreldra að þurfa að mótmæla einhverju í skólastarfinu. Ég á dóttur á grunnskólaaldri sem býr í Garðabæ og fer í Flataskóla á næsta ári. Það setur hana strax í óþægi- lega aðstöðu að ég andmæli Vinaleiðinni. Það er óþverraverk að setja okkur feðg- inin í þessa stöðu. 6: -Það starf sem skóladjákni á að inna af hendi er þegar til stað- ar! Skólasálfræðingar, kennarar og annað starfsfólk skólanna hafa unnið þetta starf með sóma. Jóna Hrönn sagði að guðfræðingar og prestar hefðu mikla menntun á þessu sviði og tiltók trúarlífsfé- lagsfræði sem dæmi. Nú er það svo að ég er með BA-próf í guð- fræði (með fyrstu einkunn) og lauk við trúarlífsfélagsfræði fyrir tveimur árum. Í þessum áfanga er ekkert sem viðkemur sáluhjálp eða vinnu með börnum. Trúarlífsfélagsfræði fjallar m.a. um til- gang og virkni trúarbragða í samfélögum og hefur ekkert að gera með sáluhjálp. Það sætir furðu að Jóna Hrönn tiltekur þennan áfanga sem réttlætingu fyrir Vinaleið. 7: -Þau lönd þar sem fulltrúar trúfélags eru inni í menntastofnunum eru aftarlega á merinni í fjölmörg- um efnum. Gott dæmi um svona kerfi er Íran! Svona lagað finnst ekki neins staðar nema hugsanlega í einkaskólum. 8: -Í siðareglum kennara kemur fram að kennarar mega ekki mismuna nemendum vegna trúarbragða. Ég get ekki séð að Vinaleið samræmist þessari grein. Hvernig á kennari að geta horft upp á það þegjandi að fulltrúi eins trúfélags, einnar kirkjudeildar, starfi innan um nemendur sína? Vinaleið setur starf kenn- ara í uppnám. Vinaleiðin á heima í kirkjunum og söfnuðunum og þar sem Vinaleiðar er óskað. Trúaruppeldi á ekki að vera hlutverk grunnskóla, það er bannað með lögum og það er siðlaust. Samt fetar þjóðkirkjan þá leið að stíga inn í skuggann, inn á gráa svæðið. Það er óskilj- anlegt að virðuleg stofnun á borð við þjóðkirkjuna skuli ryðjast inn í skólana og valda usla og óeiningu. Það er mér gersamlega óskiljanlegt. Höfundur er BA í guðfræði frá Háskóla Íslands. Í siðareglum kennara kemur fram að kennarar mega ekki mismuna nemendum vegna trúar- bragða. Ég get ekki séð að Vinaleið samræmist þessari grein. Siggi er 17 ára og er í menntaskóla. Hann er rosalega mikill syk- urfíkill. Um níuleytið á morgnana fer hann að verða órólegur ef hann hefur ekki fengið sykur í einhverju formi. Verður orkulaus og geðvondur, jafnvel örlar á höf- uðverk ef það dregst fram að hádegi að fá eitthvað sem inniheld- ur sykur. „Sykur, sykur“ hvíslar sykurpúkinn á öxlinni á honum. Best finnst Sigga að fá sér gos- drykk strax kl. átta áður en hann fer í fyrsta tíma og ekki seinna en í fyrstu frímínútunum um níuleyt- ið. Umm, yndisleg tilfinning þegar gosið leikur um tennurnar og renn- ur mjúklega niður hálsinn. „Rop, rop, ahhh.“ Eftir að hafa hangið í tölvunni fram eftir í gær og vakn- að dauðþreyttur í morgun hressist hann allur við. Finnur hvernig orkan streymir um líkamann. Syk- urpúkinn er sæll og glaður. Siggi hefur aldrei verið mikið fyrir að borða morgunmat, hefur ekki lyst svona snemma dags, er að borða snakk fram eftir á kvöldin. Löngu- frímínútur. Farinn að finna fyrir smáhungri. Best að fá sér gos og snúð enda ódýrari en samlokan. Mjúkur og sætur, ætti að duga fram að hádegi. Siggi brosir til Möggu sem gengur framhjá. Tenn- urnar eru súkkulaðibrúnar eftir glassúrinn og hann skolar honum niður með gosinu. „Rop rop ahh.“ Siggi er hættur að geispa og hann og strákarnir tala saman um nýj- ustu myndina sem þeir „download- uðu“ og World of Warcraft sem þeir spila á netinu. Í hádeginu er Siggi orðinn svangur en það er lítið inni á debetkortinu. „Shit.“ Tvö snickers og hálfs lítra gosdós bestu kaupin. Helmingi ódýrara en langloka. Siggi situr í setustofunni með strákun- um og snickers-in renna ljúflega niður með gosinu og sykurpúkinn strýkur á sér magann alveg að springa. Tíminn flýgur og bjallan hringir inn í tíma. Siggi stendur upp og gengur í átt að skólastofunni. Skyndilega finn- ur hann fyrir verk í kjálkanum. Það er eins og sé verið að stinga prjón í gegnum höfuðið á honum og inn í tennurnar. Siggi hættir við að fara í tíma. Verkurinn ágerist og Siggi er ráðþrota en smám saman rennur upp fyrir honum ljós. Hann tekur upp gemsann og hringir. „Mamma, þetta er Siggi. Ég held ég sé kominn með tann- pínu.“ Kæra ungmenni. Hann Siggi er ekki í góðum málum og neyslu- venjur hans eru slæmar. Tennur okkar eru dýrmætar og engar tannlækningar trompa hönnun skaparans. Þær þurfa að endast alla ævi og ekki er sjálfsagt að gera við þær eða skipta út eins og varahlut í bíl. Sælgætisneysla og gosdrykkja er skaðleg tönnunum og ávísun á tannskemmdir. Þú tapar tönnum, peningum og fal- legu brosi. Segðu sykurpúkanum stríð á hendur. Sveltu hann í hel. Ekki láta hann stjórna lífi þínu. Farðu reglulega til tannlæknis og láttu skoða tennur þínar. Fáðu kennslu í munnhirðu og leiðbein- ingar um mataræði.Tannlæknirinn og tannfræðingurinn taka vel á móti þér og fræða þig um allt sem þú þarft að vita til að halda tönnum þínum heilum og heilbrigðum. Höfundur er tannfræðingur. Íslenski unglingur- inn og sykurpúkinn Eitt helsta kosninga-loforð Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar vorið 2006 var, að bæta ætti aðbúnað og aðstöðu aldraðra. Það skýtur því nokkuð skökku við, þegar fréttir berast af því í upp- hafi nýs árs, að Reykjavík undir stjórn Sjálfstæðisflokksins sé að hækka öll þjónustugjöld aldraðra. Þetta eru hrein svik á kosningalof- orði. Gjöld vegna félagsstarfs, fæðis, veitinga og þjónustugjalda í þjónustuíbúðum aldraðra hækkuðu að jafnaði um 8,8 prósent 1. janúar 2007. Jafnframt hækkaði verð á frístundastarfi eldri borgara um tæp tíu prósent. Þessi hækkun er meiri en verðbólguhækkunin. Eldri borgara munar verulega um 8,8 til tíu prósenta hækkun, þegar haft er í huga hve lífeyrir eldri borgara er lágur. Þessi hækkun á þjónustu- gjöldum getur því hæglega leitt til þess, að það dragi úr þátttöku aldr- aðra í félagsstarfinu í Reykjavík. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ætlað að efna kosningaloforð sitt við aldraða hefði átt að lækka þjón- ustugjöldin og auðvelda með því öldruðum að taka þátt í félagsstarf- inu. En Sjálfstæðisflokkurinn fer í öfuga átt. Hann hækkar þjónustu- gjöldin. Á sama tíma berast fréttir af því utan úr heimi, að matarverð hér á landi sé 62 prósentum hærra en nemur meðaltali í löndum Evrópu- sambandsins. Er þetta meiri munur en áður var talað um. Munurinn á verði kjöts og brauðs er enn meiri, eða sjötíu til áttatíu prósent! En nú er ljóst, að væntanleg lækk- un matvælaverðs hér, sem taka á gildi 1. mars nk., hrekkur skammt til þess að brúa þetta mikla bil á mat- vælaverði hér og í löndum ESB. Verslunin segir, að verð matvæla hér muni aðeins lækka um tíu pró- sent. Undanfarið hefur verð innfluttra matvæla hækkað í matvöruverslunum. Inn- flytjendur segja, að verðið hafi hækkað við innkaup erlendis. Margir óttast hins vegar, að kaup- menn séu að hækka vörurnar nú vegna væntanlegrar lækkunar 1. mars! Hið háa matvælaverð hér og hækk- anir á því bitna þungt á öllu lág- launafólki og ekki síst á öldruðum. Um þriðjungur aldraðra eða um tíu þúsund manns hafa aðeins rúmar hundrað þúsund krónur í tekjur á mánuði. Hið geysiháa matvæla- verð hér á landi bitnar þungt á þessum hluta aldraðra. Verulegur árangur í því að lækka matvæla- verðið næst ekki án mikillar lækk- unar landbúnaðarvara. Það þarf að lækka verulega tolla á innfluttum landbúnaðarvörum og auka sam- keppni á þessu sviði. Einnig þarf að lækka verð á lyfjum. Hið geysi- háa lyfjaverð bitnar þungt á öldr- uðum. Undanfarið hefur verð á ýmsum nýjum lyfjum, svo sem krabbameinslyfjum, stórhækkað. Hefur þessi hækkun komið mjög illa við aldraða. Höfundur er viðskiptafræðingur. Borgin hækkar þjón- ustugjöld aldraðra Vinaleið setur skólastarf í uppnám Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ætlað að efna kosningaloforð sitt við aldraða hefði átt að lækka þjónustugjöldin. Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 Hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.