Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 31
Með því að ná tökum á sykurneyslu má sigrast á fitupúkanum segir Þorbjörg Haf- steinsdóttir. Þriðjudaginn 6. febrúar næstkomandi munu Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti og Oscar Umahro Cadogan halda fyrirlestur þar sem fjallað verður um hvernig megi losna við tvo hvimleiða púka – fitu og sykurpúkana. Með fyrirlestrinum munu þau leitast við að leið- beina fólki um hvernig hægt er að breyta mat- aræðinu til betri vegar og með því ná að losna við aukakílóin. „Til að losna við fitupúkann er best að byrja á því að ná tökum á sykurpúkan- um fyrst,“ segir Þorbjörg og bætir því við að sykur breytist í fitu og þar með sé skynsamleg- ast að ráðast fyrst á þann garð. „Ef maður getur stjórnað sykurneyslu sinni þá getur maður rekið fitupúkann út og þar af leiðandi grennst án þess að þessir hvimleiðu púkar vaxi og dafni aftur,“ segir hún og hlær. Á námskeiðinu munu Þorbjörg og Umahro leið- beina fólki um hvernig er hægt að breyta mat- aræðinu á skynsamlegan hátt. Hvaða venjum er æskilegt að láta af og hvað á þá að borða í staðinn. „Margir eru hræddir við að þetta sé hreint ógerlegt og óskaplega leiðinlegt, en það er mikill misskilningur. Ef vilji er til þess að breyta lifnaðarháttum þá verður það skemmti- legt viðfangsefni,“ segir Þorbjörg. Námskeiðið verður haldið í Heilsuhúsinu við Lágmúla og stendur frá 19 til 22. Boðið verður upp á blóðsykursvænar veitingar og verðið á námskeiðinu er 4.900 kr. Skráning fer fram í síma 6928489. Barist við sykur- og fitupúkana Nú er hægt að vera á göngu- skíðum í Ásbyrgi um helgar. Um síðustu helgi voru lagðar skíðagöngubrautir í Ásbyrgi. Hægt er að fara tvo hringi, annan um það bil tveggja kílómetra lang- an og hinn um það bil átta kíló- metra langan. Brautirnar byrja báðar við Gljúfrastofu og er stefnt að því að þær verði lagðar allar helgar í vetur eða á meðan nægur snjór er til staðar. Í byrjun febrúar er svo fyrir- hugað að vera með skíðagöngu- kennslu í Ásbyrgi í samstarfi við Skíðasamband Íslands og verður hægt að fá allan búnað lánaðan á staðnum. Á skíðum í Ásbyrgi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.