Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 39

Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 39
 { heiti sérblaðs } 7 Álfrún Tinna Guðnadóttir er fjög- urra ára nemi í leikskólanum Sól- stöfum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum? Leika. Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn í leikskólanum? Pitsa. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú ert ekki í leikskólan- um? Fara í ballett. Ég á ballettskó og kjól. Áttu einhver systkini? Já, Rökkva, hann er lítill. Fékkstu eitthvað fínt í jólagjöf? Já, brúna tösku. Á balletskó og kjól Una Mist Óðinsdóttir er fimm ára nemi í leikskólanum Sólstöfum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum? Ég veit það ekki. Áttu einhver systkini? Ég á einn bróður sem er stærri en ég. Hann er tíu ára. Leikið þið ykkur saman? Stundum. Hann leikur oftast við vini sína. En átt þú einhverja vini sem þú leikur við? Já, Sæsól og Sunnevu. Ertu í einhverjum íþróttum? Já ég er í íþróttaskóla. Það er gaman. Áttu einhver dýr? Nei, en bróðir minn á mús. Hún er í búri og er svona ljósbrún á litinn. Hvað ætlarðu að gera þegar þú verður stór? Ég ætla að verða kennari í skóla. Hlakkar þú til að byrja sjálf í skóla? Já, ég ætla að fara í sama skóla og bróðir minn. Gaman í íþróttaskólanum Sunneva Embla Guðrúnardóttir er fjögurra ára nemi í leikskólanum Sólstöfum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum? Lita, leika mér úti og leika mér inni og föndra og sauma. Ég sauma á blað í gatið og aftur í gat og aftur í gat og aftur í gat og það verður flott, segir Sunneva brosandi. Áttu góða vini í leikskólanum? Já, eina góða vinkonu sem heitir Sæsól. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú ert ekki í leikskólan- um? Leira. Áttu einhver systkini? Já, bara eitt. Sem er lítill. Sem er strákur og hann heitir Ásgeir Máni. Hann er líka með tennur, litlar. Hann er sætur og hann er með pínu hár. Ég er búin að klippa hárið mitt. Mamma mín klippti það. Áttu einhver dýr? Nei, Ásgeir Máni er hræddur við kisu og hund og svoleiðis og fugla. Hann hefur samt ekki séð fugla. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór? Já, fimm ára. Langar þig að segja eitthvað að lokum? Já, ég vil segja að ég á mörg föt, mörg glös og tvo bursta heima hjá mér, einn litlan og einn stóran. Svo á ég fullt af skálum og fullt af mat og fullt af nammi. Líka fullt af dóti handa mér og fullt af dóti handa Ásgeiri Mána. Skemmtilegast að saumaSkoðar pöddur í smásjá Kara Lind Johnsdóttir er fimm ára og er í leikskólanum Sólstöfum. Ertu búin að vera lengi í þessum leikskóla? Já. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum? Kannski lita. En hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú ert ekki í leikskól- anum? Bara að bývaxa kerti. Áttu einhver systkini? Já tvö. Eina litla systur og eina stóra. Hefurðu einhvern tímann farið í ferðalag til útlanda? Já, ég held það. Áttu einhver dýr? Nei, en pabbi minn hefur einu sinni átt dýr. Fékkstu eitthvað skemmtilegt í jóla- gjöf? Já, ég fékk smásjá. Er ekki gaman að nota hana? Jú, ég skoða pöddur og svoleiðis. Ætlarðu kannski að verða vísinda- kona þegar þú verður stór? Já. – Vel lesið Dreift til rúmlega 80% heimila Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband við Örn Geirsson | 5505844 | orn.geirsson@365.is Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni *Gallup maí 2006

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.