Fréttablaðið - 09.02.2007, Side 4

Fréttablaðið - 09.02.2007, Side 4
Við höldum með þér! Er ekki kominn tími á ný þurrkublöð? Þú færð Champion-þurrkublöð með 50% afslætti ef þú kemur á næstu Olís-stöð og lætur fylla bílinn af eldsneyti. 50% afsláttur af Champion-þurrkublöðum þegar þú lætur fyll’ann! Rússar hóta því að segja upp samingi við NATO um hefðbundinn herafla í Evrópu vegna þess að NATO hefur ekki viljað staðfesta breytingar á samningnum, sem gerðar voru árið 1999 til að laga hann að aðstæðum eftir hrun Sovétríkj- anna. NATO-ríkin vilja hins vegar ekki staðfesta samninginn fyrr en Rússar hafa dregið herlið sitt frá Transnistríu, héraði í Moldóvu, sem er eitt af fyrrverandi Sovétlýðveldunum. Rússar segja ekkert kveðið á um í samningnum að þeir þurfi að hverfa með her sinn á brott frá Transnistríu. Rússland hótar samningsslitum Kári Stefánsson, stjórn- arformaður og forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar (ÍE), segir að setja þurfi ný lög um iðnaðar- njósnir á Íslandi. Þetta segir Kári aðspurður um dóminn sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðju- daginn yfir fyrrverandi starfs- manni ÍE, Jesus Sainz, sem var dæmdur í tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir brot á höfundarlögum, en hann afritaði 29 skrár af netþjóni ÍE í heimilda- leysi. Gögnin eru talin vera tuga, ef ekki hundraða milljóna dala virði. Þetta var í fyrsta skipti í íslenskri réttarsögu sem sakfellt var fyrir brot af þessu tagi og í fyrsta skipti sem maður er dæmd- ur til fangelsisvistar fyrir brot á höfundalögum. Lögmaður Sainz, Erla Svanhvít Árnadóttir, segir að dómnum verði áfrýjað. Kári segir að lögin um iðnaðar- njósnir á Íslandi séu gersamlega ónýt. „Sainz var sakfelldur á grundvelli laga um höfundarrétt, en það sem hann gerði voru iðnað- arnjósnir. Eitt af því sem þetta mál leiðir í ljós er að við getum ekki tekist á við svona lagað. Við þurfum að setja ný lög sem ná utan um þetta. Það er mjög mikil- vægt í samfélagi sem reynir að byggja upp þekkingariðnað, til þess þurfum við að hafa einhverja leið til að verja hugverk manna,“ segir Kári. Þórir Haraldsson, lögmaður ÍE, segir að íslensk löggjöf sé ófull- komin að því leyti að eina ákvæðið sem verndi upplýsingar fyrir- tækja sem einstaklingar hafa aðgang að í starfi sé höfundarlög. Hann segir að í öðru ákvæði, sem er í lögum um eftirlit með ólögleg- um viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, verði sá sem stelur gögnum að hafa afhent samkeppn- isaðila upplýsingarnar. „Sam- kvæmt þeim lögum er tilraun eða hlutdeild í þessa átt ekki refsi- verð, en Sainz hafði ekki afhent öðru fyrirtæki gögnin. Þess vegna gat dómurinn ekki vísað í þetta ákvæði,“ segir Þórir. Íslensk lög eru takmörkuð að mati Þóris af því að verndun slíkra upplýsinga er ábótavant. Að mati Þóris geng- ur þetta ekki í landi þar sem reynt er að byggja upp þekkingariðnað. Hann telur að setja þurfi sér- stök lög sem kveði á um að sá sem stelur gögnum hafi ekki þurft að afhenda þau til samkeppnisaðila til að brot hans teljist refsivert. Segir þörf á lögum um iðnaðarnjósnir Kári Stefánsson segir að þau lög sem ná yfir iðnaðarnjósnir séu ónýt. Dómur yfir starfsmanni ÍE varpar ljósi á þörfina á lagabreytingu segir Kári. Lögmaður ÍE telur að herða þurfi lögin því að Íslendingar vilji byggja upp þekkingariðnað. Samfylkingin vill að beðið verði með að byggja álver í Helguvík og stækka Straums- víkurver þar til lokið er ramma- áætlun um náttúruvernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, upplýsti þetta þegar hún mælti fyrir tillögu flokksins til þingsályktunar um að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Í henni komi fram tillögur um skipulag verndarsvæða og áætlun um virka verndun þeirra og nýtingu sem samrýmist náttúruvernd. Er áætluninni ætlað að skapa samstöðu og sátt um náttúru- vernd. Frekari álverum verði frestað Stjórnvöld ríkja gera ekki nóg til að hafa uppi á barna- níðingum á internetinu að mati Terry Davis, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Davis segir að óska beri aust- urrískum yfirvöldum til ham- ingju með að hafa flett ofan af risavöxnum alþjóðlegum barna- klámhring sem meira en tvö þús- und einstaklingar í 77 löndum tengdust, en slík tilvik gerist of sjaldan. Aðeins 18 af 46 löndum í Evr- ópu hafa staðfest sáttmála Evr- ópuráðsins um netglæpi sem er alþjóðlegt tæki til að taka á glæp- um sem framdir eru á netinu. „Staðreyndin er sú að á meðan glæpamenn hafa verið fljótir að nýta sér tækifærin sem netið býður upp á hafa yfirvöld – stjórn- völd, löggjafar og lögregla – setið eftir. Í netheimum eru engin landamæri og ríkisstjórnir okkar þurfa annaðhvort að bæta alþjóð- lega samvinnu, eða sætta sig við að vera ávallt einu skrefi á eftir glæpamönnunum.“ Davis bendir enn fremur á að sáttmálinn fylli í mörg þau göt sem eru til staðar og lagalegar gloppur. Af Norðurlöndunum hafa Ísland, Danmörk og Noregur stað- fest sáttmálann. Þjóðir utan Evr- ópu mega einnig gerast aðilar að sáttmálanum og hafa Kína, Japan, Suður-Afríka og Bandaríkin stað- fest sáttmálann. Glæpamenn oft skrefi á undan Tryggvi Lárusson, sem er á þrítugsaldri, var í gær dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir stórfelldan innflutn- ing á amfetamíni. Tryggvi var ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir að hafa staðið að innflutningi á hátt í átta kílóum af amfetamíni í júní og júlí 2004 en efnin voru flutt inn frá Hollandi. Tryggva var gefið að sök að hafa lagt á ráðin um innflutning- inn, annast kaup á efninu og hafa ætlað að taka á móti þeim á Íslandi. Fíkniefnin fundust við leit tollvarða í Sundahöfn í Reykjavík. Dómur Hæstaréttar er samhljóða dómi Héraðsdóms. Sex ára fangelsi fyrir smygl Sainz var sakfelldur á grundvelli laga um höfundarrétt, en það sem hann gerði voru iðnaðarnjósnir. Eitt af því sem þetta mál leiðir í ljós að við getum ekki tekist á við svona lagað.“ Í Reykjavík voru dagblöð, tímarit og auglýsinga- póstur árið 2006 27 prósent af heimilissorpinu. „Góðu fréttirnar eru að árið 2006 sendi Sorpa 8.400 tonn af dagblöðum og tímaritapappír til endurvinnslu í Svíþjóð og ætti sá pappír að duga til að framleiða 36 milljónir af klósettrúllum, segir Gyða Björnsdóttir, fræðslufull- trúi SORPU. Umbúðir úr sléttum pappa, til dæmis fernur og morgunkornspakkar, fara líka til endurvinnslu í Svíþjóð. „Íslendingar nota um 4 milljónir pítsukassa á ári. Væri þeim staflað myndu þeir ná 240 kílómetra hæð,“ segir Gyða. Um 2.640 tonn af bylgjupappa fóru til Svíþjóðar í endurvinnslu árið 2006. Dugar í 36 millj- ón klósettrúllur Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem grunaður er um brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Verjandi mannsins kærði úrskurð- inn til Hæstaréttar. Maðurinn hefur játað á sig tvö rán og tilraun til ráns. Talið er að maðurinn tengist sextán málum alls sem eru til rannsóknar hjá sýslumanni. Í dómi Héraðsdóms kom fram að mat lögreglu væri að hann héldi áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus. Samkvæmt úrskurðinum skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi til 2. mars. Grunaður um aðild 16 brotum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.