Fréttablaðið - 09.02.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 09.02.2007, Síða 10
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Sextán ára maður hefur verið dæmdur í fjögurra ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að drepa mann í nóvember síðastliðinum. Hann stakk mann í bakið með hnífi á bílastæði við Skautahöllina í Laugardal í Reykjavík. Héraðsdómur Reykja- víkur kvað upp dóminn í gær. Við yfirheyrslur kom í ljós að maðurinn hefði farið inn á spjalls- íðu á internetinu til að kynnast einhverjum til að drepa. Hann sagði að hann hefði langað til að vita hvernig það væri að stinga mann og drepa og fórnarlambið hefði verið sá fyrsti sem hann kynntist á netinu. Maðurinn hitti fórnarlambið þrisvar sinnum. Í þriðja skiptið sem þeir hittust fóru þeir á rúnt- inn á bíl fórnarlambsins og stopp- uðu við Skautahöllina í Laugar- dalnum þar sem árásarmaðurinn fór út að reykja á meðan maðurinn kastaði af sér vatni. Árásarmaður- inn læddist aftan að fórnarlamb- inu þar sem hann stóð og pissaði, stakk hann í bakið með hnífi og hljóp í burtu. Maðurinn hélt fyrst að árásar- maðurinn hefði kýlt sig og fór aftur inn í bifreiðina. Þá fann hann fyrir sárinu á bakinu á sér. Hann hringdi í vin sinn sem fór með honum á slysadeild. Læknir á slysadeildinni taldi að áverkarnir á baki mannsins væru lífshættu- legir og að hann hefði sloppið ótrú- lega vel. Við rannsókn hjá sérfræðingi kom fram að árásarmaðurinn hefði ekki sýnt nein merki iðrunar því sökum greindarskorts væri hann ófær um að skilja hvað fælist í því. Þegar hann gekkst undir greindarpróf kom í ljós að greind hans er 73 stig sem er á jaðri þess að vera fötlun vegna greindar- skerðingar. Maðurinn gat ekki staðfest að hann myndi ekki reyna að drepa aftur. Mati sérfræðings- ins er að hugsun árásarmannsins sé eins og hjá litlu barni en að hann sé ekki geðveikur. Sérfræð- ingurinn taldi að taka ætti tillit til vanþroska mannsins þegar dómur yrði kveðinn upp í málinu. Við ákvörðun dómsins var litið til þess hversu ungur maðurinn er og vanþroskaður, að hann hefði ekki áður hlotið dóm og að hann hefði játað brot sitt og sagt hrein- skilningslega frá atvikum. Hins vegar þótti dómnum að manndráp- stilraun hans hefði verið fólsku- leg. Auk fjögurra ára fangelsis- dómsins var manninum gert að greiða fórnarlambinu 600 þúsund krónur í skaðabætur sem og tæpar 2,4 milljónir í málskostnað. Langaði að drepa mann Sextán ára maður dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir manndrápstilraun. Stakk mann í bakið. Sá dæmdi er á jaðri þess að vera andlega fatlaður. Norður-Kórea féllst í gær á að taka fyrstu skrefin í áttina að því að hætta allri kjarnorkuvinnslu, náist um það samkomulag á fundum ríkjanna sex sem hófust á ný í Kína í gær eftir langt hlé. Öll áhersla er lögð á að ná samkomulagi um þessi fyrstu skref á fundunum, en Kim Kye Gwan, fulltrúi Norður-Kóreu, sagðist þó hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn vegna þess að enn eigi eftir að leysa mörg deiluatriði. Niðurstaða viðræðnanna fari mjög eftir því hver afstaða Bandaríkjanna verði. „Fyrsti dagur viðræðnanna var góður,“ sagði hins vegar Christopher Hill, fulltrúi Bandaríkjamanna á fundunum. „Við vonumst til þess að geta sent frá okkur einhvers konar sameiginlega yfirlýsingu hérna.“ Hann sagði viðræðurnar hafa gengið betur en síð- ast, en tók þó fram að fyrsta skrefið í ferðalagi væri oft erfiðasta skrefið. Þátttakendur í viðræðunum eru fulltrúar frá Norð- ur- og Suður-Kóreu, Japan, Kína, Rússlandi og Banda- ríkjunum. Viðræður sex-ríkjahópsins hafa staðið yfir með hléum frá árinu 2003 en borið lítinn árangur. Markmið þeirra er að fá Norður-Kóreumenn til þess að hætta við kjarnorkuvinnslu nema undir alþjóðlegu eftirliti. Skylda á ríkisfjölmiðla til að fjalla um prófkjör stjórnmálaflokka, segir Kristrún Heimisdóttir, lögmaður og varaþing- maður Samfylkingar. Kristrún reifaði þessa hugmynd á umræðufundi í Háskóla Íslands á miðvikudag, þar sem rædd voru lög um fjármál stjórnmála- flokka. Þetta væri ein möguleg leið til að takmarka áhrif auglýsinga og greiða leið nýliða til áhrifa, segir Kristrún, en henni finnst þetta umhugsunarvert í ljósi þess að í prófkjörum eigi almenningur mest tækifæri til beinna áhrifa á stjórnmál. Fjölmiðlar fjalli um prófkjör Icelandair vann alþjóðlegu Technology For Marketing (TFM) verðlaunin fyrir best hannaða vefsvæði ársins. Verðlaunin voru afhent við athöfn í London á þriðjudagskvöld. TFM er stærsta og virtasta alþjóðasýningin í Bretlandi á sviði markaðs-, sölu- og auglýsingatækni og hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði. „Vefurinn gegnir lykilhlutverki í öllu sölu- og markaðsstarfi Ice- landair. Þessi verðlaun staðfesta að endurnýjaður vefur okkar og öflug markaðsetning á netinu hefur vakið verðskuldaða athygli,“ segir Gunn- ar Már Sigurfinnsson framkvæmda- stjóri. Icelandair með besta vefinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.