Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 24
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Seðlabankinn víkur sér ekki undan því að hækka stýrivexti enn frekar versni verðbólguhorfur, að sögn Davíðs Oddssonar seðlabanka- stjóra. Bankastjórnin kynnti í gær ákvörðun sína um að stýrivextir skuli vera óbreyttir í 14,25 pró- sentum enn um sinn. „Verðbólga hefur hjaðnað og verðbólguhorfur til skamms tíma batnað og eru nú betri en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Verðbólga er þó enn sem fyrr langt yfir verðbólgumarkmiði bankans,“ segir Davíð og telur núverandi vexti kunna að duga til þess að verðbólgumarkmiði verði náð á ásættanlegum tíma. Davíð segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hversu hratt stýri- vextir verði lækkaðir þegar efna- hagslegar forsendur heimili slíkar aðgerðir. „Bankinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um að vaxta- lækkunarferill sé hafinn heldur horfir til þess að enn er víða undir- liggjandi þrýstingur og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum,“ segir hann. Helst er horft til þess að gríðarleg- ur viðskiptahalli feli í sér að stöð- ugleiki krónunnar sé háður vilja alþjóðlegra fjárfesta og lánar- drottna til að fjármagna hann. „Reynslan sýnir að jafnvel hófleg- ar breytingar á alþjóðlegum fjár- málaskilyrðum geta valdið veru- legum sveiflum á gengi gjaldmiðla. Leiddu slíkar breytingar til lækk- unar á gengi krónunnar myndu verðbólguhorfur versna á ný.“ Þá telur Davíð ekki hægt að leggja mál upp með þeim hætti að bankinn óttist að fara inn í næstu uppsveiflu með hátt stýrivaxta- stig. „Bankinn vill auðvitað gjarn- an hafa náð markmiðum sínum þegar og ef til nýrrar uppsveiflu kemur,“ segir hann, en bendir á að fyrst og fremst sé bankinn að fást við horfurnar eins og þær blasi við nú. Þannig er til dæmis ekki tekið tillit til stækkunar álversins í Straumsvík, enda eiga Hafnfirð- ingar enn eftir að kjósa um hana. „Það gæti hins vegar verið hag- fellt fyrir efnahagslífið okkar að næsta uppsveifla kæmi á hófleg- um hraða,“ segir Davíð. Seðlabankinn birtir næstu ákvörðun um stýrivexti 29. mars, samhliða birtingu þjóðhags- og verðbólguspár í Peningamálum, efnahagsriti bankans. Versni horfur hækka vextir aðalfundur össurar hf. á dagskrá fundarins verða: Reykjavík 9. febrúar 2007 Stjórn Össurar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um allt að 200.000.000 hluti, án forgangsréttar hlutahafa. 3. Tillaga um að heimila stjórn að kaupa eigin bréf félagsins. 4. Tillaga að starfskjarastefnu skv. 79.gr.a. hlutafélagalaga. 5. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, mun vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík, viku fyrir aðalfund. Reikningar og önnur gögn verða einnig birt á heimasíðu félagsins sem er www.ossur.com. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 8:15. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:30. Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn á Grand Hótel við Sigtún, Reykjavík, föstudaginn 23. febrúar 2007 og hefst hann kl. 8:30. Vi› hjálpum fólki a› njóta sín til fulls Exista hagnaðist um 37,4 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnað- ur félagsins saman um rúman fjórð- ung milli ára. Á síðasta ársfjórðungi skilaði félagið 13,1 milljarði króna í hagnað sem var meira en tvöfalt betri niðurstaða en greiningardeild- ir Glitnis og Landsbankans höfðu reiknað með. Fjárfestingastarfsemi Exista skilaði 23,5 milljörðum króna í hagn- að á árinu en rekstrarstarfsemin 13,9 milljörðum. Arðsemi eigin fjár var rúm 27 prósent á síðasta ári. Síðasta ár var viðburðaríkt en félagið var skráð á markað og óx gríðarlega með kaupum á VÍS eign- arhaldsfélagi. Í árslok voru eignir félagsins 416 milljarðar króna og höfðu vaxið um 157 prósent á árinu. Eignarhlutur félagsins í Kaupþingi, Bakkavör og Flögu stóð í 195,4 milljörðum í árs- lok. Eigið fé var 179 milljarðar sem var 87 prósenta aukning. Eiginfjár- hlutfall var því um 43 prósent í lok árs. Exista hefur óskað eftir leyfi til ársreikningaskrár að gera reikn- inga félagsins upp í evrum. Þá ætlar stjórn félagsins að óska eftir heim- ild til aðalfundar að sækja um skrán- ingu á hlutabréfum félagsins í evrum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu heimildar verði hún veitt. Að sögn stjórnenda Exista er útlitið bjart fyrir þetta ár. Félagið hefur ákveðið að bakfæra skatt- skuldbindingu upp á tæpa 4,5 millj- arða króna og tekjufæra hana á fyrsta ársfjórðungi. Langt umfram spár Exista leysir upp 4,5 milljarða skattaskuldbindingu og tekjufærir hana. Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista er orðið stærsti hluthafinn í Sampo Group, stærsta fjármálafyrirtæki Finnlands og stærsta tryggingafé- lagi Norðurlanda. Virði 15,48 pró- senta hlutar er metið á tæpa 170 milljarða króna (1,9 milljarðar evra). Þetta eru stærstu kaup Íslendinga á erlendum vettvangi. Fyrir kaupin átti finnska ríkið stærstan hlut í Sampo, alls 13,6 pró- sent. Ætla má að gengishagnaður Existu sé þegar orðinn um níu millj- arðar króna, miðað við lokagengi Sampo í Kauphöllinni í Helsinki í gær. Exista hækkaði um 6,3 prósent í viðskiptum gærdagsins og jókst markaðsvirði félagsins um 17,3 milljarða króna. Aö sögn Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns félagsins, hefur engin ákvörðun verið tekin um frek- ari kaup í Sampo. „Við sjáum þessa eign sem lang- tímaeign. Sampo er fyrirtæki sem er alveg eins og Exista, það selur tryggingar og fjárfestir.“ Sampo Group er með 360 milljarða króna í árleg iðgjöld af vátrygginga- og líf- tryggingastarfsemi. Sampo stendur annars vegar af IF, stærsta vátrygg- ingafélagi á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, og Sampo Life sem starfar á sviði líftrygginga og lífeyrissparnaðar. Þá á félagið 1.800 milljarða króna í fjárfestingaeign- um. Exista keypti 9,5 prósent af Exa- fin BV, dótturfélagi í óbeinni eigu Tchenguiz Family Trust. Fer bresk/ íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz fyrir félögunum en hann hefur verið í miklum viðskiptum við Kaupþing á síðustu misserum. Exista fjármagnar kaupin með lánsfé, reiðufé, eigin hlutabréfum og útgáfu nýs hlutafjár. Tchenguiz Family Trust eignast þannig tæp- lega fimm prósenta hlut í Existu gangi kaupin eftir, sem eru háð blessun fjármálayfirvalda í Finn- landi og á Íslandi. Robert Tchenguiz tekur sæti í stjórn Existu í vor. Lýður Guðmundsson stjórnarfor- maður fagnar aðkomu Tchenguiz að félaginu, enda sé þarna um reyndan fjármálamann að ræða. „Mikil og verðmæt þekking færist inn í stjórn félagsins,“ segir Lýður. Fyrir kaupin áttu dótturfélög Existu 4,3 prósent í Sampo og þá keypti félagið 1,6 prósent til viðbót- ar. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar verður um fjörutíu prósent eftir kaupin en við árslok nam eiginfjár- hlutfall 46 prósentum. Samkvæmt hemildum Fréttablaðsins hefur Exista verið að hlaða byssurnar að undanförnu með lántökum og öflun nýrra lánalína. Exista fjárfestir í Sampo, stærsta tryggingafélagi Norðurlanda, fyrir 170 milljarða króna. Þetta eru stærstu kaup íslenskra fyrirtækja erlendis. Robert Tchenguiz tekur sæti í stjórn Existu í vor.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.