Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 30
Skólanestið slær ekki alltaf í
gegn hjá krökkunum enda að
mörgu að huga. Nestið þarf að
vera hollt og fjölbreytt en líka
skemmtilegt.
Nestið þarf að vera hollt og nær-
ingarríkt, en matur þarf líka að
vera fjölbreyttur og spennandi til
að börnin njóti þess að borða nestið
sitt.
Það er ágætis regla að setja
alltaf grænmeti eða ávexti í nestið
ásamt brauðmat eða mjólkurmat.
Það er hægt að blanda saman
eplum og papriku einn daginn,
blómkál og jarðarber þann næsta
og eða peru og gulrætur.
Brauðið ætti að vera gróft og
fjölkorna og stundum er gaman að
fá með rúgbrauð og eða grófa
pönnuköku. Sem álegg er hægt að
nota grænmeti, heimatilbúna berja-
sultu án sykurs, kjúkling og fisk
eða kotasælu, skinku og ost. Stund-
um er gaman að fá áleggið í sér
boxi og litla skeið með. Einnig er
hægt að senda með gróft pasta,
kjötbollur eða lítið salat til að gera
eitthvað nýtt. Lykillinn er oft að
skammtarnir séu litlir og viðráðan-
legir og að maturinn sé fjölbreytt-
ur.
Það er alltaf gaman að opna
nestisboxið með mynd af brosandi
karli á brauðinu þar sem munnur-
inn er úr papriku, augun úr gúrku
og hárið úr osti og skinku.
Eða fá miða frá mömmu
eða pabba sem standa á
leynileg skilaboð. Vatn
er best til drykkjar
og það ber að varast
sykraða drykki.
Drykkjarflaskan
þarf að halda
köldu og gott ráð
er að frysta vatn
í hálfri flösku og setja síðan vatn
út í að morgni.
Sumar skólatöskur eru með
kælihólf að framan sem er mjög
gott. Bestu nestisboxin þola vel
uppþvottavél og leka ekki. Einnig
er kjörið að fá með sér ævin-
týralegar servíettur og
litrík hnífapör til að
gera máltíðina að
skemmtilegri upplif-
un.
Börnin hafa oft
gaman af því að
baka og matreiða
nesti með foreldr-
um sínum. Þau eru
oft stolt af því að
koma með nesti sem
þau hafa bakað eða gert
sjálf. Síðast en ekki síst
þarf að senda með stóran
skammt af kærleika í nestis-
boxi því þaðan kemur besta bragð-
Skólanestið getur verið svo gott
Við Fjöruborðið
Eyrarbraut 3 • 825 Stokkseyri • S. 483 1550
www.fjorubordid.is • ifno@fjorubordid.is
PANTAÐU Í SÍMA
WWW.JUMBO.IS
554 6999
SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI
ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA