Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 36
fréttir Heyrst hefur BLS. 2 | sirkus | 9. FEBRÚAR 2007 Leigja tómt hús á 1,8 milljónir Forsvarsmenn Ölgerðarinnar virðast ekki þurfa að horfa í aurinn. Fyrirtækið leigir nefnilega tæplega 800 fermetra húsnæði í Tryggva- götu, sem áður hýsti Gauk á Stöng, fyrir 1,8 milljónir á mánuði. Sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að það er tómt og skilar því engum tekjum fyrir Andra Þór Guðmundsson, forstjóra og aðra eigendur fyrirtækisins. Heimir til Icelandair Heimir Jónasson, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, var ekki lengi án vinnu en hann hætti sem kunnugt er hjá Stöð 2 um áramótin. Heimir hefur þegar hafið störf hjá Icelandair þar sem hann tók við atburðastjórnun fyrir fyrirtækið. Hans hlutverk er að þróa og móta stefnu fyrir framtíðina. Fimmta inn í Nylon Þetta vita ekki allir, en önnur systranna í söngflokknum Hara, sem tekur þátt í X-faktor, var nálægt því að komast inn í Nylon-flokk Einars Bárðarsonar á sínum tíma. Yngri systirin Hildur var næst í röðinni á eftir þeim Klöru, Emilíu, Steinunni Camillu og Ölmu og því hársbreidd frá frægð og frama víðar en á Íslandi. Dreymir um flugfreyjuna Og meira af Nylon, því þrátt fyrir mikið annríki ákvað Klara Elíasdótt- ir, söngkona ársins 2006 á Hlustendaverð- launakeppni FM 957, að sækja um sem flugfreyja hjá Icelandair skömmu fyrir jól. Hana hefur dreymt um að verða flugfreyja frá unga aldri en þurfti að draga umsókn sína til baka að þessu sinni vegna skuldbindinga Nylon- flokksins. Hún útilokar þó ekki að sækja um á nýjan leik þegar um hægist. T ónlistarmaðurinn Jón Jósep Sæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi, mun ef að líkum lætur starfa sem flugþjónn í vélum Icelandair í sumar. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum sótti Jónsi um starf flugþjóns fyrir jól þegar það var auglýst. Hann komst í gegnum inntökuprófin, skriflegt og munnlegt, og mun sækja fimm vikna langt námskeið ásamt 50 öðrum til að öðlast réttindi sem flugþjónn. Jónsi sagði í samtali við Sirkus að þetta þýddi ekki að hann væri hættur að syngja. „Ég á nú reyndar enn eftir að fá þessa vinnu. Ég þarf að standast þetta námskeið til að komast í gegn. Ég mun síðan sinna tónlistinni meðfram þessari vinnu ef allt gengur upp. Annars vil ég sem minnst um þetta ræða af virðingu við vinnuveit- endur mína,“ sagði Jónsi sem óttast að þetta nýja starf hans hleypi af stað einhverjum fjölmiðlasirkus. „Ég sótti um þetta á mínum forsendum og vona að ég hafi verið tekinn inn á jafnréttisgrundvelli,“seg- ir Jónsi. Jónsi verður flugfreyja TEKIÐ Á LOFT Jónsi mun án efa skila sínu hlutverki með sóma í vélum Icelandair í sumar. SIRKUSMYND/STEFÁN L íkamlegt form skiptir gríðarlegu máli þegar árin færast yfir,“ segir Óskar Einarsson kórstjóri en Óskar hefur líklega aldrei verið í jafn góðu líkamlegu formi og einmitt í dag. „Biblían segir okkur að fara vel með líkamann,“segir Óskar sem hefur verið mjög trúaður frá blautu barns- beini. „Ég var alltaf í fótbolta og handbolta þegar ég var yngri og spila reglulega badminton. Síðustu tvö árin hef ég svo stundað líkamsræktina markvisst. Ég var kannski með meira hlaupaþol þegar ég yngri og var í boltanum en í dag er ég í alhliða góðu formi og líklega því besta sem ég hef komist í,“ segir Óskar sem verður fertugur í vor. Óskar starfar sem kórstjóri Gospelkórs Fíladelfíu og kennir í FÍH auk þess sem hann spilar með Gospelkór Reykjavíkur en sveitina stofnaði hann í félagi við aðra fyrir Kristnihátíðina á Þingvöllum árið 2000. Hljómsveitin hefur bæði spilað með Sálinni og Stuðmönnum og þótt Óskar segir þá reynslu hafa verið skemmtilega tilbreytingu finnst honum mest gaman að spila gospeltónlist með trúuðu fólki. „Það er ekkert skemmtilegra en að vera með góðri hljómsveit sem syngur af tilfinn- ingu og meinar það sem hún syngur og syngur jafnvel af eigin reynslu.“ Kona Óskars, hin norska Bente, er einnig á fullu í ræktinni. „Lífið er mun léttara þegar maður er í góðu formi og konan mín er í þessu á fullu líka. Við höfum bæði æft íþróttir síðan við vorum krakkar. Þetta er okkar lífsstíll, rétt eins og trúin er okkar lífsstíll. Ég vil halda sálinni hreinni og líkamanum í góðu formi,“ segir Óskar brosandi og bætir við að honum líði mun betur andlega og líkamlega þegar líkaminn sé í góðu formi. Óskar hefur keppt í keppninni Þrekmeistaranum. Hann keppti þó ekki síðast en stefnir ótrauður á að taka þátt næsta vor. „Þetta eru tíu þrautir þar sem keppt er við klukkuna og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert og ég skora á alla þá sem halda að þetta sé ekkert mál að prófa,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann sé líklega bestur í róðrinum og armbeygjun- um en hann getur tekið tíu til fjórtán armbeygjur á annarri hendinni. „Ég er bestur í því sem þarfnast snerpu en þarf að bæta mig í axlarpressu og hlaupinu.“ Aðspurður um fitness-keppnir segist hann ekki hafa áhuga á þeim. „Fitness er ekki fyrir mig. Að mínu mati snýst það of mikið um að upphefja líkamann og því hef ég ekki áhuga á þótt ég hafi enga fordóma gagnvart þeim sem það velja. Ég gæti ekki hugsað mér lífið án hreyfingar, ekkert frekar en án guðs og ég þakka fyrir að hafa heilsuna til að geta hreyft mig því það eru alls ekki allir svo heppnir.“ indiana@frettabladid.is ÓSKAR EINARSSON KÓRSTJÓRI HEFUR ALDREI VERIÐ Í BETRA FORMI. ÞAKKA GUÐI FYRIR HEILSUNA Í GÓÐU FORMI Óskar gæti ekki hugsað sér lífið án hreyfingar og guðs. SIRKUSMYND/VALGARÐ REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007 NÝJAR OG SPENNANDI VÖRUR FYRIR JÓLIN. ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR Lokadagur útsölu er á morgun 27.01.07 50%-70% afsláttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.