Fréttablaðið - 09.02.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 09.02.2007, Síða 46
 9. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið hola í höggi VISSIR ÞÚ ... að kylfingurinn frægi Ben Hogan svaraði þegar hann var spurður hvernig hægt væri að bæta sig í golfi: „Slá kúluna nær holunni“ ... að margir japanskir kylfingar kaupa sér tryggingu fyrir „holu í höggi“? Það er vegna þess að í Japan tíðkast að gefa vinum sínum gjafir til að samfagna mikilli gæfu. Algengt er að slík „heppni“ geti kostað mann allt að 650.000 krónur. ... að metið í hraðasta hring í golfi liða (18 holur) var sett á Tatnuck- golfvellinum í Worcester hinn 9. september árið 1996? Hringurinn tók 9 mínútur og 28 sekúndur. ... að stærsta sandgryfja heims er á sjöundu holu Pine Valley-golf- vallarins? Hann var lagður árið 1912 og er af mörgum talinn erfiðasti golfvöllur heims. ... að eini maðurinn sem spilað hefur golf á tunglinu er Alan Shepard? Kúlan hefur aldrei fundist. ... að þrjár golfkúlur eru á tunglinu? ... að Rudyard Kipling fann upp snjógolf þegar hann bjó í Vermont í Bandaríkjunum á síðasta áratug 19. aldar? Hann málaði golfkúlurnar sínar rauðar svo hann fyndi þær í snjónum. ... að Arnold Schwarzenegger borgaði 772.500 dollara fyrir golfkylfur John F. Kenne- dys á uppboði árið 1996? ... að kjarninn í golfkúlu er fylltur með hun- angi sem er einnig notað í frostlög? ... að Bandaríkjamenn eyða 630 milljón dölum árlega í golfkúlur? .. að búnar eru til tólf nýjar golf- holur á degi hverjum? ... að fram til ársins 1850 voru golfkúlur úr leðri og troðnar fiðri? ... að Wayne Levi er eini atvinnukylfingurinn sem unnið hefur golfmót með lit- aðri (appelsínugulri) kúlu? Það afrek vann hann á opna hawaiiíska meistaramótinu. ... að kínverska golfsambandið held- ur því fram að golf eigi uppruna sinn í Kína á annarri eða þriðju öld f. Kr? Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands, segir að miklar framkvæmdir standi yfir á golfvöllum víða um land. Verið er að bæta og breyta, fjölga brautum og byggja nýja velli. „Til að fullnægja eftirspurninni þarf fleiri golfvelli. Það er verið að fjölga golfvöllum og aðra er verið að stækka. Við þyrftum að bæta við einum golfvelli á hverju ári til að halda í við þróunina. Tíundi hver Íslendingur iðkar golf með einum eða öðrum hætti, helm- ingurinn af þeim hópi er í golf- klúbbum en aðrir stunda golf nokkrum sinnum á ári,“ segir Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ. „Margir klúbbar eru með langa biðlista en síðan eru laus pláss á öðrum golfvöllum sem liggja aðeins fyrir utan þéttbýlið. Æ fleiri eru farnir að leggja á sig smá keyrslu til að losna við langar raðir og biðlista. Það hefur aðeins náð að létta af klúbbunum á Reykjavíkursvæðinu, það er nefnilega ekki langt að sækja golf- ið,“ segir Jón Ásgeir. Það er ljóst að verið er að vinna í því eftir fremsta megni að fjölga golfvöllum á landinu og er greini- lega mikið í gangi í þeim efnum. Fréttablaðið fékk Jón Ásgeir til að renna yfir það helsta sem er að gerast. „Það á að stækka níu holu golf- völl sem er í Öndverðarnesi í átján holur. Það er verið að vinna í því og stefnt að því að þar verði hægt að spila sumarið 2008. Í Grímsnes- inu er verið að vinna við golfvöll á Minni-Borg sem er einkaframtak. Þar er verið að byggja sumarbú- staði og meiningin er að selja hlutabréf í þessum pakka, bæði í golfvellinum og gistiaðstöðu. Það á að vera komið á kortið 2009,“ segir Jón Ásgeir. „Það er verið að stækka völlinn í Mosfellsbæ upp í átján holur. Það er ekki alveg vitað hvenær það klárast en það tafðist eitthvað í kerfinu. Strax í maí verður tekinn í notkun nýr völlur í Borgarnesi. Það var verið að stækka hann úr tólf holum upp í átján holur og í vor verður hægt að spila hann í fullri stærð,“ segir Jón Ásgeir. Síðan er verið að leggja niður golfvöll í Hafnarfirði þar sem það stendur til að fara að byggja á Set- berginu. Golfklúbburinn þar ætlar sér að byggja nýjan golfvöll en ekki er enn komin endanleg stað- setning á hann,“ segir Jón. Endur- bætur standa yfir á Norðurland- inu. „Á Akureyrarvelli eru heilmiklar endurbætur í gangi. Þar er verið að byggja upp nýjar flatir og markvisst verið að vinna í því að laga þann völl. Ég held að þeim lagfæringum eigi að vera lokið eftir eitt og hálft ár.“ Á Seltjarnarnesinu er verið að finna leiðir til að stækka völlinn þar úr níu holum upp í átján. „Það er komið vilyrði frá bæjarstjórn- inni fyrir því og reikna má með því að vinna sé að fara í gang þar. Ég vonast til þess að það verkefni fari í gang síðar á þessu ári eða á því næsta. Það er oft erfitt að setja upp tímaáætlun hvað varðar svona framkvæmdir því við búum nátt- úrulega við ákveðið veðurfar og hitastig hér á landi,“ segir Jón Ásgeir. „Það hafa verið umræður um að byggja golfvöll í Viðey. Í fyrra- sumar voru hugmyndir varðandi það kynntar en eins og með marga aðra hluti þá gerist það hægt. Það hefur einnig verið rætt um að byggja golfvöll í Kollafirði og verður spennandi að sjá hvað þar gerist,“ segir Jón Ásgeir. „Tveir nýir golfvellir voru teknir í gagnið á síðasta ári. Það var völlur í Borgarfirði sem heitir Glanni, níu holu völlur sem er rétt hjá Bifröst. Síðan var golfklúbb- urinn Geysir sem er í Haukadal að opna níu holu völl hjá sér,“ segir Jón Ásgeir Eyjólfsson og greini- legt er að nóg er að gerast í golf- heiminum. - egm Þyrfti nýjan golfvöll á hverju ári Marga golfvelli er verið að stækka úr níu holum og upp í átján. Þá bætast nokkrir golfvellir við í ár, sérstaklega úti á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Síðasta sumar voru kynntar þær hugmyndir að reisa golfvöll í Viðey. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Til stendur að leggja niður einn golfvöll í Hafnarfirði þar sem byggja á í Setberginu. SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.