Fréttablaðið - 09.02.2007, Síða 53
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 11hola í höggi fréttablaðið
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr
GKG, hefur unnið sér inn keppnisrétt á Opna
Indónesíumótinu sem fram fer á Damai Indah-vell-
inum í Jakarta í næstu viku. Þetta verður fyrsta
mót hans á Evrópumótaröðinni í ár.
Birgir Leifur hefur verið við æfingar á Matal-
ascanas á Spáni í vikunni. Hann flýgur heim til
Lúxemborgar um helgina en heldur þaðan til
Indónesíu á mánudag.
Margir góðir kylfingar verða með á
mótinu. Frægastur þeirra er líklega Daninn
Thomas Björn. Heildarverðlaun á mótinu
eru um 70 milljónir króna en enski kylfingur-
inn Simon Dyson sigraði á Indónesíumótinu í
fyrra.
www.golf.is
GOLFSÝNING Í FÍF-
UNNI Í undirbúningi er sýning-
in Golf á Íslandi 2007 sem haldin
verður í Fífunni í Kópavogi 20. til
22. apríl næstkomandi.
Á síðasta ári sýndu yfir 30
fyrirtæki og 3.500 gestir mættu
til að skoða það sem til er af
útbúnaði og græjum fyrir kylf-
inga auk þess sem kynning var á
ýmiss konar þjónustu sem í boði
er fyrir kylfinga.
Sýningin í ár verður enn
stærri og verður haldin sameig-
inlega með Ferðasýningunni
2007 og sýningunni Sumar
2007. Samstarfsaðilar sýning-
anna eru Ferðamálasamtök
Íslands, Golfsamband Íslands og
Samtök ferðaþjónustunnar og
mun Golfsambandið skipuleggja
fyrirlestra, kennslu og möguleika
til golfiðkunar á Íslandi.
www.golf.is
Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í fyrsta mótinu sínu í Evrópumótaröðinni í
næstu viku.
Sýningin Golf á Íslandi 2007 verður
haldin sameiginlega með Ferða-
sýningunni 2007 og Sumar 2007 í
Fífunni í Kópavogi.
Birgir Leifur á Opna
Indónesíumótið
VOLCANO OPEN Opnað
hefur verið fyrir skráningu í
Icelandair Volcano Open sem
fram fer í Vestmannaeyjum 5.
til 8. júlí í sumar. Mótið hefur
stækkað ár frá ári og var uppselt
á það í fyrra.
Keppt verður í tveimur
forgjafaflokkum, 14,4 og undir
og síðan 14,5 til 28. Glæsileg
verðlaun eru í boði, m.a. ferða-
verðlaun frá Icelandair. Nándar-
verðlaun eru í boði á öllum par
3 brautum seinni daginn og 50
Evrópuferðir fyrir þann eða þá
sem fara holu í höggi á 17. holu.
Kvennamót verður haldið
samhliða aðalmóti á laugardeg-
inum.
Skráning fer fram á golf.is og
golf@eyjar.is
Mynd frá Íslandsmótinu í höggleik í
Vestmannaeyjum. 2003.
Fjölmargir spennandi golfvellir eru í grennd við Halifax og út með ströndinni
og þátttakendum gefst tækifæri til að leika á þremur af þessum völlum.
Gist verður á hinu glæsilega hóteli Lord Nelson, fjögurra stjörnu hóteli
miðsvæðis í Halifax. Sjá nánar um ferðina á www.icelandairgolfers.is
Íslensk fararstjórn: Logi Bergmann Eiðsson.
ICELANDAIR GOLFERS
Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar kylfingum að leggja stund á
íþrótt sína á völlum erlendis. Félagar í klúbbnum geta ferðast ótakmarkað
með Icelandair án þess að greiða sérstakt gjald fyrir golfsettið.
+ Nánari upplýsingar og skráning í Icelandair Golfers
er á heimasíðu klúbbsins, www.icelandairgolfers.is
* Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 4 nætur, 3 golfhringir og íslensk fararstjórn.
GOLFFERÐ TIL HALIFAX Í NOVA SCOTIA 17. – 21. MAÍ
VERÐ FRÁ 79.000 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI
GOLFSTRAUMURINN
LIGGUR ÚT
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
61
27
0
2
/0
7
MADRID
MINNEAPOLIS
– ST. PAUL
ORLANDO BOSTON
HALIFAX
GLASGOW
LONDON
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
OSLÓ
BERLÍN
FRANKFURT
MÜNCHEN
MÍLANÓ
AMSTERDAM
BARCELONA
MANCHESTER
PARÍS
NEW YORK
BALTIMORE –
WASHINGTON
REYKJAVÍK
AKUREYRI BERGEN
GAUTABORG