Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 56

Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 56
BLS. 10 | sirkus | 9. FEBRÚAR 2007 FYRSTI ÞÁTTUR ÍSLANDS Í DAG UNDIR RITSTJÓRN STEINGRÍMS SÆVARRS ÓLAFSSONAR VAR SÝNDUR Í GÆR. KOLLEGI HANS ÞÓRHALLUR GUNNARSSON HEFUR RITSTÝRT KASTLJÓSI SJÓN- VARPSINS VIÐ AFAR GÓÐAR UNDIRTEKTIR. SIRKUS DRÓ UPP NÆRMYND AF ÞESSUM TVEIMUR MÖNNUM SEM BERJAST MUNU Á ÖLDUM LJÓSVAKANS Á NÆSTU MISSERUM. ÞÓRHALLUR GUNNARSSON Þeir sem þekkja Þórhall best segja að hann sé gífurlega ákveðinn og fylginn sér og að þeir gerist ekki þrjóskari. ÞETTA EIGA ÞEIR SAMEIGINLEGT: Það er margt líkt með þeim Steingrími Sævari og Þórhalli Gunnarssyni. Báðir eru þeir eldklárir og myndarlegir ungir menn auk þess sem þeir eru báðir í sporðdrekamerkinu og blóðheitir stuðningsmenn Liverpool. Vinir þeirra segja þá báða hafsjó fróðleiks og að þeir séu vinir vina sinna. Það er ljóst að Ísland í dag og Kastljósið hafa yfir tveimur af bestu fjölmiðla- mönnum landsins að ráða og öruggt að samkeppnin milli þáttanna verður hörð enda Þórhallur og Steingrímur metnaðarfullir menn. Þ órhallur Gunnarsson ólst upp í Kópavogi og gekk í Digranesskóla og Víghólaskóla. Næst lá leið hans í íþróttadeild héraðsskól- ans á Laugarvatni og þaðan í Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ. Eftir stutt stopp á atvinnu- markaðinum eftir stúdentspróf ákvað Þórhallur að skella sér í leiklistarnám en Þórhallur starfaði hjá Leikfélagi Akureyrar og var fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið frá 1996-2000. Árið 1998 steig Þórhallur sín fyrstu skref í útvarpi með vini sínum Fjalari Sigurðarsyni í þættinum Glataðir snillingar á Rás 2. Eftir þá frumraun lá leið hans ásamt Súsönnu Svavarsdóttur í sjónvarpsþáttinn Titring og þaðan í Innlit/Útlit ásamt Völu Matt. Þórhallur starfaði sem leikari meðfram fjölmiðlunum en þegar samningi hans við Borgarleikhúsið lauk lagði hann land undir fót og skellti sér til Bretlands á skólabekk. Þegar hann kom heim aftur með masters- gráðu í sjónvarpsfréttamennsku frá Gold- smiths College-háskólanum í London hóf Þórhallur störf í Íslandi í bítið á Stöð 2 og þaðan lá leiðin yfir í Ísland í dag þangað til honum bauðst að ritstýra dægurmálaþættin- um Kastljósi. Hrókur alls fagnaðar Þeir sem þekkja Þórhall best segja að hann sé gífurlega ákveðinn og fylginn sér og að þeir gerist ekki þrjóskari. Allir sem blaðið talaði við voru þó sammála um að félags- skapur Þórhalls væri eftirsóknarverður enda ávallt hrókur alls fagnaðar. Þórhallur hafi verið vinamargur sem barn og unglingur og tekist að halda sambandi við gömlu vinina í gegnum árin. „Maður hefur hlegið mikið í kringum Þórhall enda ótrúlegt hvað hann getur geiflað sig og grett þannig að hann verður óþekkjanlegur,“ segir Vilborg, systir Þórhalls, og bætir við að leiðin sem Þórhallur hafi valið sér í lífinu hafi ekki komið henni mikið á óvart. „Hann á auðvelt með að heilla fólk og er með góðan talanda. Hann hefur hæfileika á þessu sviði.“ Hamingjusamur með Brynju Áhugamál Þórhalls eru leiklist, golf, lestur góðra bóka og matur. Hann er giftur Brynju Nordquist flugfreyju og saman mynda þau flott par sem lendir oft á síðum glanstímaritanna enda með glæsilegasta fólki landsins. Þau Brynja eiga ekki barn saman en Þórhallur á eina dóttur frá fyrra hjónabandi. Þeir sem eru honum næstir segja að Þórhallur sé í rauninni heimakær fjölskyldumaður. Svava Johansen, kennd við Sautján, er góð vinkona Þórhalls og Brynju og Svava ber Þórhalli góða söguna. „Það er alltaf gaman að vera í kringum Þórhall. Hann er mjög opinn karakter, skemmtilegur og vel inni í öllum málum þótt hann sé oft svona dreyminn og glottandi á svipinn sem gerir hann bara sjarmerandi. Hann er vel gefinn, duglegur, mikill húmoristi og hefur endalaust gaman af samræðum sem er ein ástæða þess hvers vegna hann blómstrar í starfi sínu,“ segir Svava og bætir við að Þórhallur sé heppin með konu. Sjálf er Brynja ánægð með sinn mann. „Okkur hefur liðið afskaplega vel saman þessi 13 ár sem við höfum búið saman. Mér líður vel með honum og er hamingjusöm kona,“ segir Brynja. Getur virkað stífur Reynir Traustason ritstjóri er vinur Þórhalls og segir gott að vinna með honum. Þórhallur sé afar ákveðinn en skemmtilegur. „Hann er atvinnumaður sem vinnur skipulega og nýtir tímann vel. Hann getur samt virkað stífur en sem betur fer er hægt að ná til hans með rökum. Þótt við höfum starfað saman vinnum við meira hvor í sínu lagi og oftar en ekki leita ég ráða hjá honum ef ég vil heyra álit sem ég tek mark á.“ indiana@ frettabladid.is S teingrímur Sævarr Ólafsson, eða Denni eins og hann er jafnan kallaður, gekk í Langholtsskóla og Verzlunarskóla Íslands þar sem hann ritstýrði m.a. Verzlunarskóla- blaðinu. Árið 1985 hóf hann störf sem blaðamaður á Degi á Akureyri og ári seinna réði hann sig á Tímann. Árið 1988 hóf hann störf á fréttastofu Bylgjunnar en ári seinna hélt hann til Noregs og gekk í Blaðamanna- háskólann í Osló. Þegar heim var komið starfaði Steingrímur á Stöð 2 til ársins 2000 en næstu ár þar á eftir einkenndust af ráðgjöf í markaðs- og kynningarverkefnum þar sem hann starfaði meðal annars sem talsmaður nokkurra stærstu fyrirtækja landsins og sem PR-maður áberandi stjórnmálamanna og þar á meðal forsætis- ráðherra. Vinur vina sinna Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari er einn besti vinur Steingríms. „Við vorum báðir mjög áberandi í Verzló og líklega mun vinsælli á meðal nemendanna en kennar- anna enda vorum við miklir gárungar. Við höfum alltaf haft svipuð áhuga- mál og skoðanir þótt við séum ekki á sama stað í pólitík,“ segir Gunnar og bætir við að Steingrímur standi sig vel í öllu sem hann taki sér fyrir hendur. Annar góður vinur Steingríms er Þór Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri. Þór og Gunnar eru sammála um að betri vinur sé ekki auðfundinn en að Denni sé alls ekki allra. „Hann er vinur vina sinna og það er virkilega hægt að treysa á hann,“ segir Gunnar og Þór tekur undir þau orð og bætir við að Steingrímur sé hress og kátur. „Hann hefur gott skopskyn en á það til að taka sjálfan sig heldur hátíðlega og hann er snyrtipinni fram í fingurgóma,“ segir Þór. Gunnar segir Steingrím ekki leiðast athygli og telur að bloggfærslur hans hafi svalað þeirri þörf á meðan hann var fjarri kastljósi fjölmiðlanna. „Hann er hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kemur og þarf eins og ég alltaf að trana sér fram.“ Þór segir Steingrím afar drífandi einstakling. „Hann er hug- myndaríkur og greiðvikinn og hörkudugleg- ur í vinnu. Hann situr ekki á skoðunum sínum og því veit maður hvar maður hefur hann. Við höfum ekki alltaf verið sammála í gegnum tíðina en við þolum það báðir.“ Fjölskyldumaður þrátt fyrir annríki Steingrímur Sævarr er þrátt fyrir annríki mikill fjölskyldumaður en hann og kona hans, Kristjana Sif Bjarnadóttir, eiga þrjú börn. Áhugamál hans, utan fjölskyldunnar, eru lestur, stangaveiði, vinnan og svo bloggið en Steingrímur hefur látið gamminn geisa um menn og málefni og hefur bloggsíða hans verið ein sú vinsælasta í áraraðir. Eftir nokkurra ára fjarveru úr fjölmiðlum er Steingrímur Sævarr kominn aftur í sviðljósið. Vinir hans telja að hann eigi eftir að standa sig vel enda eigi hann vel heima í forgrunninum. „Ég held að hann sé hárréttur maður í þetta. Hann er góður stjórnandi og hefur metnað fyrir þessu verkefni. Eins og menn hafa séð á vefsíðu hans þá er hann vel tengdur og Ísland í dag á án vafa eftir að njóta þess á næstunni. Blaðamannastéttin má vera ánægð með að hafa endurheimt Denna í sínar raðir,“ segir Þór Jónsson um vin sinn. indiana@ frettabladid.is STEINGRÍMUR SÆVARR „Hann hefur gott skopskyn en á það til að taka sjálfan sig heldur hátíðlega og hann er snyrtipinni fram í fingurgóma,“ segir einn félaga Steingríms um hann. EINVÍGIÐ HAFIÐ nærmynd sirkus

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.