Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 60

Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 60
BLS. 14 | sirkus | 9. FEBRÚAR 2007 J á, ég get staðfest það að ég ætla að flytja til London,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálms- dóttir, í samtali við Sirkus. Halla, sem er kynnir í X-Faktor-þáttunum á Stöð 2, mun halda af landi brott um leið og þáttunum lýkur og hyggur á landvinninga á breskri grund. „Ég er ævintýragjörn ung stelpa og það væri hreinlega heimskulegt af mér að nýta ekki þetta tækifæri sem mér býðst,“ segir Halla en hún er ekki ókunnug London. Þar dvaldi hún um fjögurra ára skeið, 2001 til 2005, fyrst í þriggja ára leiklistarnámi og síðan við vinnu. „Ég er með umboðsmann og upptökustjóra og er gríðarlega heppin að hafa náð í slíka menn. Það fá fæstir umboðsmenn til að starfa fyrir sig þarna úti þannig að möguleikar mínir á að komast að aukast verulega. Það er hins vegar ekkert í hendi og ég býst við að þurfa að berjast í bökkum fyrst um sinn og harka,“ segir Halla og hlær. Aðspurð sagðist Halla fyrst og fremst ætla að einbeita sér að því að syngja og leika en útilokaði ekki áframhaldandi feril í sjónvarpi. „Ég vann hjá BBC og ITV áður en ég kom heim og það er ekki útilokað að ég heyri í þeim aftur,“ segir Halla sem ætlar þó ekki að loka neinum dyrum á Íslandi. „Ég verð með annan fótinn á Íslandi þótt ég flytji út. Möguleik- arnir eru bara meiri ef ég er með bækistöð úti.“ helgin X-FAKTOR-KYNNIRINN HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR SÖÐLAR UM: ÆTLAR AÐ FREISTA GÆFUNNAR Í LONDON „Það er bara ekkert spennandi að gerast um helgina. Um síðustu helgi fór ég á árshátíð og í kveðjupartí svo ég held ég taki því bara rólega núna. Ætli maður sitji ekki bara uppi í sófa og lesi skólabækurnar, svo ég horfi fram á rólega og notalega helgi. Eða það vona ég.“ Sigrún Bender, fyrrverandi fegurðardrottning „Ætli ég noti ekki helgina til að tæma vinnuherbergi svo hægt verði að koma yngsta afsprenginu fyrir í sínu eigin herbergi. Þetta hefur nú staðið til í nokkra mánuði en hefur ekki komist til framkvæmda. En nú verð ég að kýla á þetta, úr því að þetta er komið í blöðin.“ Sigrún Elsa Smáradóttir pólitíkus „Ég verð örugglega bara að læra um helgina og kíki kannski á kaffihús. Ég er í Menntaskólanum í Hamrahlíð og það er svolítið mikið að gera svo helgin verður örugglega bara róleg.“ Anna Katrín Guðbrandsdóttir söngkona „Ég fer í partí á föstudagskvöldið en svo er sýning á Sælueyjunni á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn ætla ég að fá mér eitthvað gott að borða og fara í göngutúr með manninum mínum og slaka á og njóta dagsins en sunnudagar eru í uppáhaldi hjá mér.“ Elma Lísa Gunnars- dóttir leikkona Hvað á að gera um helgina? „Ég mæli eindregið með nuddi. Það er þvílík heilun á líkama og sál og eitt það fallegasta sem maður getur gert fyrir fólk. Sjálf er ég alveg nuddsjúk. Eins mæli ég með tónlist Bobs Marley sem mér finnst hafa mikil heilunará- hrif.“ Sessý söng- kona „Ég mæli með leikritinu Elíf hamingja sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þetta er millistéttardrama en er alveg spreng- hlægilegt, kómískt og skemmtilegt og leikararnir fara á kostum. Ég hló allavega mikið og væri til í að fara aftur.“ Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona „Ég mæli með bókinni Spámanninum. Þessi bók klikkar aldrei og ég glugga reglulega í hana en ég hef átt hana örugglega í tíu ár. Spámaðurinn er ein af þessum bókum sem er alltaf hugljúf og falleg og á alltaf vel við.“ Védís Hervör Árnadóttir söngkona „Ég mæli með tónlistarkonunni Elínu Eyþórsdóttur. Ég fór á tónleika Pick Nick þar sem Elín hitaði upp og varð alveg heilluð af þessari ungu stelpu. Það er hægt að kíkja á hana á myspace.com/ elineyj.“ Margrét Kristín Sigurðardóttir söngkona KOMIN MEÐ ENSKAN UMBOÐSMANN Halla Vilhjálmsdóttir segist ekki hafa getað sleppt tækifærinu fyrst hún fékk enskan umboðsmann. LONDON KALLAR Halla ætlar að freista gæfunnar í stórborginni. Við mælum með Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus Þ essi stelpa hefur mikið talent,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona um hina 16 ára Guðbjörgu í X-Factor. Sigga hefur horft á þáttinn með öðru auganu og segir að Guðbjörg sé án efa á meðal bestu keppendanna. „Hún á eftir að verða enn betri, þessi stelpa er rétt að byrja. Hún hefur greinilega sungið mikið, er lagviss og músíkölsk og það er greinilegt að hún hefur fengið flotta guðsgjöf,“ segir Sigga og bætir við að henni lítist einnig vel á systurnar frá Hveragerði. „Þær eru þrusu hressar og svo er færeyski strákurinn og Alan mjög góðir líka. Ég held að Alan sé líka bara rétt að byrja líkt og Guðbjörg.“ Aðspurð hvort hún telji að Guðbjörg standist álagið sem þættinum fylgi segist Sigga trúa því. „Keppninni fylgir töluvert álag en ég trúi að Guðbjörg höndli það þótt hún sé aðeins 16 ára.“ Siggu líst vel á þáttinn, segir umgjörðina og sviðið glæsilegt. Hins vegar sakni hún þess ekki að sitja í dómarasætinu. „Það er margt líkt með þessum þætti og Idol-inu en það er margt ólíkt líka. Ég sakna ekki dómarasætisins enda hafði ég gert þetta í þrjú ár og fannst tími kominn að breyta til. Hins vegar er ég ekkert allt of sátt við þá sem tók við af mér.“ indiana@frettabladid.is Guðbjörg er á meðal þeirra bestu GUÐBJÖRG HILMARSDÓTTIR „Hún á eftir að verða enn betri, þessi stelpa er rétt að byrja. Hún hefur greinilega sungið mikið, er lagviss og músíkölsk og það er greinilegt að hún hefur fengið flotta guðsgjöf,“ segir Sigga Beinteinsdóttir um Guðbjörgu. SIGGA BEINTEINS, SÖNGKONA „Ég sakna ekki dómarasætisins enda hafði ég gert þetta í þrjú ár og fannst tími kominn að breyta til. Hins vegar er ég ekkert allt of sátt við þá sem tók við af mér.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.