Fréttablaðið - 09.02.2007, Side 72

Fréttablaðið - 09.02.2007, Side 72
„Bardaginn varir jafn lengi og mér sýnist. Þá rota ég andstæðinginn.“ Forseti með minnihluta atkvæða Haukur Ingibergsson, lagahöfundur og forstjóri Fasteignamats ríkisins, er sextugur í dag. Hann ætlar að troða upp með Dans- hljómsveitinni Klassík í kvöld og hefur boðið vinum og vandamönnum í veisluna. „Við hjónin ætlum að biðja fólk að hafa dansskóna með svo að það geti hreyft sig og rifjað upp dansspor- in,“ segir Haukur, sem er kvæntur Birnu Bjarnadóttur. Eiga þau alls sex börn. „Við félagarnir leggjum áherslu á að spila danslög fyrir dansfólk. Við höfum mörg af vinsælustu lögum síð- ustu sex áratuga á efnisskránni sem eru orðin klassísk í vitund fólks.“ Haukur hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist. Spilaði hann m.a. á sínu fyrsta balli aðeins þrettán ára. „Með framhalds- og háskólanámi vann ég fyrir mér með spilamennsku, vinnu í diskótekum og hljómplötugagnrýni fyrir Morgunblaðið. Ég var 26 ára þegar ég fór fyrst í dagvinnustarf og síðan þá hef ég spilað flest ár eitthvað á skemmtunum mér og vonandi öðrum til ánægju,“ segir Haukur. Hefur hann samið á annan tug laga sem hafa komið út á plötum, þar á meðal hið ódauðlega „17. júní“. Haukur hefur verið forstjóri Fast- eignamatsins í sjö ár og segir það mik- inn heiður að fá að leiða stofnunina. „Fasteignaskráning hófst 1097 þegar skattlagning fasteigna hófst með til- komu tíundarinnar. Stofnunin byggir því á 900 ára arfleifð en þarf jafn- framt að vera í fararbroddi á upplýs- ingaöld. Fasteignir eru verðmætasta eignasafn landsmanna og það er mik- ilvægt að þær séu vel og vandlega skráðar.“ Haukur er hvergi smeykur við að komast á sjötugsaldurinn. „Ég er hraustur, við góða heilsu, á stóra fjöl- skyldu og er í skemmtilegu starfi í hópi mjög hæfra samstarfsmanna. Ég á gefandi áhugamál og er svo heppinn að hafa fæðst og búið á Íslandi. Það er ekki hægt að hugsa sér að lífið leiki betur við mann. Allur aldur hefur sinn sjarma og hvert tímabil hefur sinn blæ. Fólk verður að nýta það besta úr hverju aldursskeiði sem kostur er á,“ segir hann. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjart- kærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Jóhönnu Sveinsdóttur Hverfisgötu 99a, 101 Reykjavík. Ólafía Sigurjónsdóttir Egill Hallgrímsson Sóley Linda Egilsdóttir Hallgrímur Davíð Egilsson Sigrún Sigurjónsdóttir Frank R. Veeneklaas Jóhanna Noraly Veeneklaas Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eggert Reynarð Pálsson frá Ólafsfirði, lést að dvalarheimilinu Hornbrekku Ólafsfirði laugardaginn 3. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 10. febrúar og hefst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á dvalarheimilið Hornbrekku Ólafsfirði. Mikael Gestur Mikaelsson Minný Kristbjörg Eggertsdóttir Ari Sigþór Eðvaldsson Margrét Ólöf Eggertsdóttir Pétur Guðmundsson barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Reykjavík sími 587 1960 www.mosaik.is LEGSTEINAR TILBOÐSDAGAR allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Halldóra Sigrún Ólafsdóttir frá Lambavatni, Gullsmára 8, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut að morgni 6. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15.00. Halldór Viðar Pétursson Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir Ágúst Pétursson Elín Huld Halldórsdóttir Gunnar Theodór Þorsteinsson Pétur Már Halldórsson Sigurlína Margrét Magnúsdóttir Sigrún Halla Halldórsdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Teitur Kjartansson Vörðum, Landsveit, áður bóndi í Flagbjarnarholti, lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, þriðjudaginn 6. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Brynjólfur Teitsson Guðrún Þorleifsdóttir Margrét Teitsdóttir Kristrún Kjartans Aðalbjörn Þór Kjartansson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Sigurður Sigurðsson Torfufelli 31, Reykjavík, er látin. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Halla Margrét Ottósdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir og systir, Björg Haraldsdóttir Breiðvangi 18, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, mánudaginn 12. febrúar kl. 11.00. Jóhann Petersen Katrín Þórhildur Jóhannsdóttir Halldór Þórður Haraldsson Ástbjörg Guðrún Haraldsdóttir Friðrik Haraldsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug, við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jónasar Grétars Sigurðssonar múrarameistara, Akureyri, sem lést á líknardeild Landakots miðvikudaginn 24. janúar. Fyrir hönd ættingja og annarra ástvina, dætur hins látna. Okkar ástkæra og yndislega Ragna Dagmar Sölvadóttir Snægili 23, Akureyri lést á heimili sínu aðfaranótt 6. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Guðmundur Logi Óskarsson Tinna Dögg Guðmundsdóttir Bjarki Runólfsson Rakel Ósk Guðmundsdóttir Andrea Rut Guðmundsdóttir Baldvina Gunnlaugsdóttir Anton Sölvason, Margrét Sölvadóttir Gunnlaugur Sölvason, María Sölvadóttir Egill Sölvason, Guðfinna Sölvadóttir og systkinabörn hinnar látnu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.