Fréttablaðið - 09.02.2007, Síða 76
! Kl. 21.00Tónlistarfélag Mosfellsbæjar
stendur fyrir tónleikum með
söngkonunni Andreu Gylfadóttur
og Tríói Kjartans Valdemarssonar
í Hlégarði. Listafólkið mun flytja
fjölbreytta dagskrá, djass, blús,
þjóðlög og fleira.
Miðar eru seldir við innganginn.
Háskólinn á Bifröst hefur hafið
útgáfu á nýju tímariti sem hlotið
hefur heitið Tímarit um félagsvís-
indi. Tímaritið
verður vett-
vangur fyrir
fræðilegar
greinar um
ýmis svið
félagsvísinda,
svo sem við-
skiptafræði,
lögfræði, stjórn-
málafræði, hag-
fræði og önnur
fræðasvið. Í Tímariti um félags-
vísindi verða birtar greinar á
íslensku og ensku. Greinarnar
verða í fyrstu birtar á vef skólans,
www.bifrost.is, en verða síðan
prentaðar og gefnar út árlega.
Ritstjóri Tímarits um félags-
vísindi er dr. Grétar Þór Eyþórs-
son, prófessor og forstöðumaður
Rannsóknamiðstöðvar Háskólans
á Bifröst.
Nýtt tímarit
Breski gagnrýnandinn Hilary
French var hér á ferðinni í
vetur og sá Skuggaleik eftir
Sjón og Karólínu Eiríksdóttur
og skrifar um sýninguna og
verkið í nýtt hefti Opera.
French er farin að verða nokk-
uð kunnug aðstæðum í íslensk-
um óperuheimi og er gríðarleg-
ur styrkur að eiga aðgang að
gangnrýnanda sem henni, svo
mikils álits sem hún nýtur í
enskumælandi heimi óperu-
geirans. Ættu forráðamenn í
íslensku óperulífi að nýta sér
velvild hennar og skilning á
íslensku óperulífi með skipu-
lögðum hætti.
Umsögn hennar um Skugga-
leik er skýr: hún gerir glögga
grein fyrir efni verksins og stíl
tónskálds og umbúnaði öllum
sem hún er ánægð með. Hún
fer fögrum orðum um hlut
söngvara og spáir verkinu góðu
gengi á erlendri grund. Umsögn
hennar er álitsauki fyrir verkið
og sviðsetningu Messíönu Tóm-
asdóttur og gæti dugað Skugga-
leik til frekari frama á erlendri
grund fáist efni til að hleypa
heimdraganum.
Skuggaleik
hampað
Sú bitra bólusótt
Launþegum er ráðlagt að
bóka sumarfríið snemma
þetta árið því strax í vor
verður þvílíkt hlaðborð af
menningarviðburðum víða
um land að fá þekkjast
þessi dæmi.
Dagskrá Listahátíðar 2007 var
kynnt í gær og þar eru ófáar
skrautfjaðrir en raunar mætti
kenna komandi mánuði við eitt
allsherjar „menningarbuffet“ því
nú síðar í mánuðinum hefst Vetr-
arhátíð í Reykjavík og franska
menningarkynningin Pourqoui
Pas? sem endast mun alveg fram
að Listahátíð. Engum ætti því að
leiðast agnarögn og um að gera að
byrja að merkja í dagatalið.
Listahátíð verður sett óvenju
snemma þetta árið eða 10. maí og
stendur til 26. maí en hátíðin verð-
ur sú stærsta og dýrasta til þessa.
Upphafsdagar hátíðarinnar marka
lok franska vorsins með glæsileg-
um götuatriðum hópsins Royal de
Luxe, sem sýnir útiatriði af stærð-
argráðu sem Íslendingar hafa vart
kynnst áður. Reykvísk skólabörn
munu einnig veita liðsinni sitt og
fjölmenna í miðbæinn þennan dag
svo þá verður án efa mikið um
dýrðir – svo ekki sé minnst á bless-
aðar kosningarnar og Eurovision-
æðið sem mögulega verður runnið
á landsmenn þessa helgi. Mark-
mið aðstandenda Listahátíðar
verður þó að toppa hvoru tveggja
og af orðspori franska götuleik-
hússins að dæma verður það næsta
sjálfsagt mál.
Margir óvenjulega stórir og glæsi-
legir viðburðir einkenna hátíðina í
ár þar sem sérstök áhersla verður
lögð á sviðslistir. Meðal þess sem
hæst ber á hátíðinni er heimsókn
San Francisco ballettsins og
söngvaranna heimsþekktu Bryn
Terfel og Dmitri Hvorostovskí en
miðasala á þá viðburði er farin af
stað fyrir nokkru og fá sæti eftir.
Aukinheldur frumflytja Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og einsöngvar-
ar óperu Hafliða Hallgrímssonar
„Die Wält der Zwischenfälle“ hér
á landi en verkið var sýnt í Þýska-
landi í fyrra.
Síðan verður leikið víða um
land, á götum úti, í heimahúsum,
um borð í varðskipi og á sviði
Þjóðleikhússins en þangað mætir
enski leikflokkurinn Cheek by
Jowl og frumflytur Cymbeline
eftir Shakespeare. Þrjú ný íslensk
leikverk verða einnig flutt á hátíð-
inni auk þess sem boðið verður
upp á sérstakar sýningar fyrir
yngstu áhorfendurna.
Af tónlistarviðburðum má nefna
flutning kvartetts Kammersveitar
Reykjavíkur á strengjakvartettum
Jóns Leifs, tónleikadagskrá Áshild-
ar Haraldsdóttur flautuleikara
helgaða verkum Atla Heimis
Sveinssonar í Þjóðleikhúsinu og
tónleika Hljóðkompanísins og
íslenskra og erlendra tónlistar-
manna í Hallgrímskirkju. Þá má
ekki gleyma tónleikaröð ungra
tónlistarmanna í Ými, þeirra Tinnu
Þorsteinsdóttur, Ara Vilhjálms-
sonar, Elfu Rúnar Kristinsdóttur
og fleiri. Þess má geta að Elfa Rún
fékk í síðustu viku Íslensku tón-
listarverðlaunin sem bjartasta von
landsmanna á tónlistarsviðinu.
Fjörutíu tónlistarmenn frá
Balkanskaga, undir forystu hins
heimsþekkta tónlistarmanns og
tónskálds Gorans Bregovic, flytja
fjöruga tónlist „fyrir brúðkaup og
jarðarfarir“ í Laugardalshöllinni í
samstarfi við tónlistarhátíðina
Vorblót sem tileiknuð er heimstón-
list. Dagskrá þessa fyrrum dáð-
ustu rokkstjörnu Júgóslavíu hefur
hvarvetna fengið feykigóða dóma
og munu Bregovic og félagar án
efa ná að koma Laugardalshöll á
ið með spilamennsku sinni og
sprelli.
Auk flutnings Sinfóníunnar á
óperu Hafliða leikur hljómsveitin
með hinum heimsþekkta unga
píanóleikara Hélène Grimaud
undir stjórn Davids Björkman.
Frá svörtustu Kongó kemur
afar sérstök hljómsveit, Konono
N°1, sem í sumar hlaut BBC-verð-
launin fyrir heimstónlist. Þessi
hljómsveit leikur á hefðbundin
afrísk hljóðfæri og notar úr sér
gengna hljóðnema frá Evrópu.
Félagar úr þessari óvenjulegu
sveit munu spila með Björk á
plötu sem hún vinnur að um þess-
ar mundir en Konono n°1 hefur
verið þekkt víða um heim frá
2005, sérstaklega í Bandaríkjun-
um og Evrópu þar sem hljóm-
sveitin hefur ferðast um og komið
fram. Hún er engu að síður orðin
rúmlega 25 ára gömul.
Djassáhugamenn geta fagnað
komu sænska tríósins E.S.T. en
þeir margverðlaunuðu meistarar
leika á Nasa í lok hátíðarinnar.
Tríóið skipa frumlegir sænskir
tónlistarmenn sem flytja afar
skemmtilegan og fremur framúr-
stefnulegan djass. Tónlist þeirra
er líkt við blöndu af djassi, drum’n’
bass, rafrænni tónlist, fönki,
poppi, rokki og evrópskri klassík.
Myndlistarverkefni ársins eru fá
þetta árið en til mótvægis stór og
glæsileg. Opnunarsýningin í
Listasafni Íslands verður fyrsta
stóra sýningin á verkum Cobra-
listamannanna hér á landi, daginn
eftir opnar stór sýning á verkum
Roni Horn í Listasafni Reykjavík-
ur og sýning á nýjum verkum hins
umtalaða Spencers Tunick í Gall-
erí i8. Verkin sem Spencer sýnir í
eru flest ný og hafa fæst þeirra
verið sýnd opinberlega áður.
Listamaðurinn vann þessi verk að
hluta til þegar hann var staddur á
Íslandi síðastliðið sumar í tilefni
sýningar sinnar í Listasafni Akur-
eyrar.
Umfangsmikil íslensk hönnun-
arsýning, Kvika, verður á haldin
Kjarvalsstöðum, en það er í fyrsta
sinn sem Listahátíð kemur að
slíkri sýningu. Kvika er ein viða-
mesta sýning á íslenskri samtíma-
hönnun sem sett hefur verið upp
og spannar svið hennar ótal svið
listgreinarinnar, svo sem hús-
gögn, fatnað, ljós, skartgripi,
byggingarlist, vefnað, tækninýj-
ungar og matargerð.
Eins og undanfarin ár teygir
Listahátíð sig víðar um landið og
að þessu sinni verður Tyrkja-
ránsins minnst með glæsilegri
sýningu og tónleikum í Vest-
mannaeyjum og Vatnasafn Roni
Horn verður opnað í Stykkis-
hólmi. Listahátíð verður einnig í
Laugaborg í Eyjafirði, þar sem
íslensk tónverk verða flutt á
þrennum tónleikum.
Miðasala á viðburðina hófst í
gær og fer hún fram á slóðinni
www.listahatid.is, en þar má jafn-
framt finna nákvæma dagskrá og
frekari upplýsingar um viðburði.
Miða má einnig panta í síma 552
8588 milli kl. 10-16 á virkum
dögum. Miðasala á tónleika Gor-
ans Bregovic í Laugardalshöll fer
einnig fram á www.midi.is.