Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 79
Nýlega voru tvær sýningar opnað-
ar í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, á verk-
um Drafnar Friðfinnsdóttur og
málverkum Hrafnhildar Ingu Sig-
urðardóttur.
Dröfn lét mikið að sér kveða í
íslensku listalífi og haslaði hún sér
völl í einum erfiðasta geira grafík-
listarinnar, tréristunni. Á stuttum
en afkastamiklum ferli vann hún
fjölmargar tréristur sem marka
henni mikla sérstöðu í sögu
íslenskrar grafíklistar. Dröfn hélt
tíu einkasýningar og tók þátt í
fjölda samsýninga. Verk hennar
þóttu óvenju heilsteypt og gagn-
rýnendur sögðu fyrstu sýningar
hennar metnaðarfullar og furðu-
lega lausar við allan byrjendabrag.
Verkin á sýningunni í Hafnarborg
bera sterk höfundareinkenni Drafn-
ar. Þar er áberandi sérstakt sam-
band milli náttúruefnis og andlegs
lífs, eins konar samruni náttúru og
ímyndunarafls sem minnir dálítið á
ljóðaheim þulunnar.
Dröfn féll frá langt fyrir aldur
fram en hafði þá þegar tekist að
setja mark sitt á íslenska listasögu
tuttugustu aldar.
Vegleg bók um listferil Drafnar
er gefin út í tilefni sýningarinnar
en hún ferðast til Hafnarfjarðar
frá Akureyri þar sem hún var til
sýnis í Listasafni Akureyrar.
Á sýningu Hrafnhildar í öðrum
og þriðja sal eru tæplega 40 mál-
verk, máluð á þessu ári og því síð-
asta og eru öll verkin olíumálverk.
Hrafnhildur útskrifaðist úr Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands árið
1984. Hún rak eigin auglýsinga-
stofu um 15 ára skeið en söðlaði um
fyrir 9 árum og helgar sig nú ein-
göngu myndlistinni. Málverk
Hrafnhildar Ingu eru gjarnan úr
íslenskri náttúru. Fossar, lækir og
lænur, álar og vötn og aurar eru
einkennandi fyrir þessa sýningu
sem ber heitið Landbrot. Þar er
vísað til breytinga í íslenskri nátt-
úru, bæði af manna og náttúrunnar
völdum. Þetta er sjötta einkasýning
listakonunnar en að auki hefur hún
tekið þátt í nokkrum samsýning-
um.
Sýningarnar verða báðar opnar
til 4. mars, alla daga nema þriðju-
daga frá kl. 11-17 og fimmtudaga til
kl. 21. Athygli skal vakin að nú er
frítt í hafnfirsk söfn í boði Glitnis.
Landbrot og tréristur
Miðasala á Blúshátíð í Reykjavík
hefst á vefsvæðinu midi.is í dag.
Hátíðin stendur yfir 3.-6. apríl
næstkomandi og er von á fjölda
góðra gesta.
Þar á meðal er ungstirnið Ronn-
ie Baker Brooks sem kemur hing-
að með eigin hljómsveit. Brooks
syngur og leikur á gítar af slíku
listfengi að gagnrýnendur halda
vart vatni af aðdáun. Honum kipp-
ir í kynið því faðir hans var blús-
gítarleikarinn Lonnie Brooks og
stigu þeir feðgar fyrst á svið
saman þegar sonurinn var níu ára
gamall.
Þá snýr Chicago-dívan Zora
Young aftur til landsins og syngur
með Blue Ice bandinu, en hún var
ein af stjörnum hátíðarinnar í
fyrra. Ronnie Baker Brooks og
Zora Young eru bæði tilnefnd til
alþjóðlegu Blues Foundation verð-
launanna í ár. Norska blúsdúóið
Jolly Jumper & Big Moe sækir nú
Blúshátíð í Reykjavík í fyrsta
sinn. Þeir félagar sækja sinn stíl í
gamlar hefðir og leika á gítar og
munnhörpu.
Meðal íslenskra þátttakenda
verða Andrea Gylfadóttir og Lay
Low auk hljómsveitarinnar Ken-
tár sem fagnar 25 ára afmæli sínu.
Auk þess mun tónlistarmaðurinn
KK koma fram á gospeltónleikum
í lok hátíðarinnar . Sem fyrr verð-
ur einnig lögð áhersla á að kynna
unga og upprennandi blústónlist-
armenn.
Tónleikar verða á Nordica hót-
eli þriðjudags-, miðvikudags- og
fimmtudagskvöld kl. 20 og sálma-
tónleikar í Fríkirkjunni að kvöldi
föstudagsins langa, en öll kvöldin
verður starfræktur klúbbur Blús-
hátíðar á Domo, Þingholtsstræti,
og hefst dagskrá þar að tónleikum
loknum, eða um kl. 22.
Blúshátíð í Reykjavík
Í dag verður opnuð samsýning
þeirra Ólafs Elíassonar og Jóhann-
esar Kjarval á Gammel Strand í
Kaupmannahöfn. Það er forseti
Íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, sem opnar sýninguna.
Þetta er í fyrsta sinn sem verkum
þessara tveggja íslensku mynd-
listarmanna er skipað saman á
sýningu en þeir Ólafur og Erró
hafa báðir lýst yfir áhuga sínum á
að koma verkum Kjarvals á fram-
færi erlendis og telja hlut hans í
evrópskri myndlistarsögu van-
metinn utan íslenskra skerja.
Verkin eftir Kjarval eru ríflega
30 talsins og mörg verka Ólafs
Elíassonar á sýningunni eru ný.
Sýningin ber á dönsku heitið Lava-
land. Á undan sýningunni munu
forsetahjónin sitja hádegisverðar-
boð í dönsku konungshöllinni
Amalienborg.
Ólafur og
Jóhannes
LEIKRITBYGGTÁSÖGUSTEPHEN KING
VALDIMAR ÖRN FLYGENRINGÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR
Sýnt á NASA við Austurvöll
Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 13 - 16
í síma 511 1302 eða á NASA.is
4. sýning sunnudaginn 11. febrúar kl. 20
5. sýning sunnudaginn 18. febrúar kl. 20
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
SÖNGLEIKURINN LEG
EFTIR HUGLEIK DAGSSON OG FLÍS
FRUMSÝNING 8. MARS. FORSALA HAFIN!
FORSÝNINGAR 1. 2.
OG 3. MARS. AÐEINS
1500 KR.
FYRSTIR KOMA FYR
STIR FÁ!
HVAÐ ER AÐ GERAST? ER ALLT AÐ VERÐA VITLAUST?
SÝNINGIN SEM BEÐIÐ ER EFTIR!