Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 86
Geir Þorsteins- son verður næsti formaður Knatt- spyrnusambands Íslands sam- kvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins meðal þingfull- trúa á ársþingi KSÍ á morgun. Hefur hann talsverða yfirburði yfir meðframbjóðendur sína, Höllu Gunnarsdóttur og Jafet Ólafsson. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 81,5% ætla að kjósa Geir, 8% studdu Jafet og 2,7% Höllu. 57,5% þeirra sem tóku þátt í könnuninni tóku afstöðu til fram- bjóðenda. Stuðningurinn við Geir er yfir- gnæfandi. Hann nýtur mikils fylgis hjá félögunum í landinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæð- inu eða á landsbyggðinni. Nokkur félög voru búin að lýsa opinberum stuðningi sínum við Geir. Þeirra á meðal eru KR, ÍA, Haukar og félögin á Suðurnesjun- um. Alls 123 fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu og þar með rétt til að kjósa í formannskjörinu. Sam- kvæmt frétt sem birtist á heima- síðu sambandsins 5. febrúar síð- astliðinn hafði kjörbréfum verið skilað inn fyrir 116 fulltrúa. Einn þeirra fer sem fulltrúi félags með rétt til tveggja atkvæða. Alls tóku 112 fulltrúar þátt í könnuninni og veittu 113 svör. Svarhlutfall var því 96,6% 53 sögðust ætla að kjósa Geir, eða 46,9%. Níu fulltrúar sögðu að þeir myndu gefa Jafet sitt atkvæði og þrír það sama um Höllu. Óákveðnir voru 22 talsins, 19,5%. Tæplega fjórðungur, eða 26 talsins, vildi ekki svara spurn- ingunni. Spurt var: „Hvern hyggst þú kjósa sem næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins um næstu helgi?“ Könnunin var fram- kvæmd símleiðis dagana 7. og 8. febrúar. Rúmlega helmingur þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun- inni kemur frá landsbyggðinni. Athygli vakti við framkvæmd könnunarinnar að þar nýtur Geir meiri stuðnings en á höfuðborg- arsvæðinu af þeim sem svöruðu. Hlutfall þeirra sem vildu ekki svara eða voru enn óákveðnir var svipað á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar. Hlutfallið var þó lítil- lega hærra í Reykjavík og nágrenni. Fulltrúakerfið er þannig byggt upp að hvert knattspyrnufélag í landinu fær ákveðinn fjölda þing- fulltrúa eftir stöðu liða þeirra í deildakeppninni. Félög sem eiga lið í efstu deild kvenna eða karla fá fjóra fulltrúa. 1. deildarfélög karla fá þrjá fulltrúa, tveir koma frá 2. deildarfélögum og einn úr félögum sem eiga lið í 3. deild karla, rétt eins og þau sem eiga lið í 1. deild kvenna. Ef íþróttafélög innan ákveðins héraðssambands ÍSÍ á ekki lið í deildakeppni KSÍ fær viðkom- andi héraðssamband engu að síður einn þingfulltrúa. Eggert Magnússon, núverandi formaður KSÍ, lætur af störfum á ársþinginu á morgun sem fer fram á Hótel Loftleiðum. Geir Þorsteinsson hefur verið framkvæmdastjóri KSÍ um ára- bil og því náinn samstarfsmaður Eggerts. Jafet Ólafsson er viðskipta- fræðingur og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri VBS fjárfesting- arbanka. Halla Gunnarsdóttir er blaða- maður á Morgunblaðinu. Hún hefur leikið á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu sem og sinnt þjálf- unarstörfum. Kosið er til tveggja ára í senn til formannsembættis KSÍ. Allur bærinn er búinn að vera frábær Það verður kosinn nýr formaður KSÍ á Ársþingi KSÍ sem fer fram á Hótel Loftleiðum á laugardaginn. Í kjöri til formanns KSÍ nú eru KR-ingurinn Geir Þor- steinsson og Valsmaðurinn Jafet Ólafsson auk þess að Þróttarinn Halla Gunnarsdóttir berst við þá félaga um hylli þingfulltrúa. Þetta góða fólk hefur örugglega stuðn- ing sinna félaga en að eignast for- mann KSÍ hefur ekki boðað gott í baráttunni um Íslandsmeistaratit- ilinn í karlaflokki. Formaður KSÍ hefur nefnilega ekki afhent Íslandsmeistaratitil- inn til síns félags í 39 ár eða síðan Björgvin Schram afhenti KR- ingum Íslandsmeistarabikarinn á sínu síðasta starfsári 1968. Við bikarnum tók þá fyrirliði KR og sonur hans, Ellert B. Schram, sem seinna átti eftir að feta í fótspor hans sem formaður KSÍ. Eggert Magnússon afhenti sex félögum Íslandsmeistarabikarinn þau sautján ár sem hann starfaði sem formaður KSÍ en aldrei sínum mönnum í Val. Valsliðið komst í raun aðeins tvisvar sinnum í hóp þriggja efstu liða og það var tvö síðustu ár Eggerts sem formanns. Valsmenn urðu enn fremur tvisv- ar sinnum að sætta sig við að falla úr deildinni. Það gekk ekkert betur hjá KR-ingum í sextán ára starfstíð Ellerts B. Schram sem formanns KSÍ. KR-ingar urðu ekki meistarar og urðu eins og Vals- menn að sætta sig við að falla úr deildinni. Besti árangur KR-inga í tíð Ellerts var annað sætið sem liðið náði 1983 en árið á undan var eina skiptið til viðbótar sem KR- liðið komst inn á topp þrjá þessi formannsár hans. Þessi svokölluðu álög kristöll- uðust ekki síst í fimm ára for- mannstíð Alberts Guðmundssonar en hann var formaður frá 1968 til 1973. Valsmenn urðu meistarar bæði 1966 og 1967 en síðan ekki aftur fyrr en 1976. Hlíðarendalið- ið bætti síðan við titlum 1978 og 1980 svona þegar félagið var loks- ins laust undan álögum formanns- stólsins. Álög á félagi formanns KSÍ? Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins meðal þingfulltrúa á ársþingi KSÍ mun Geir Þorsteinsson hljóta yfirburðakosningu í kjöri á nýjum formanni KSÍ. 81,5% af þeim sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Geir. Það hefur mikið gengið á síðustu vikur í kringum formannskjör KSÍ. Frambjóðend- urnir þrír hafa látið til sín taka í kosningabaráttunni og finnst mörgum nóg um. Það var misgott hljóðið í þingfulltrúum ársþingsins þegar Fréttablaðið heyrði í þeim í tengslum við könnunina hér til hliðar. Sumum fannst nóg um ágang fulltrúa formannsefnanna og mátti heyra á þingfulltrúum að mesti ágangurinn kæmi úr herbúðum Jafets Ólafssonar. Stuðningsmenn hinna frambjóð- endanna væru einnig duglegir að hringja í þingfulltrúa. Aðrir þingfulltrúar kvörtuðu aftur á móti yfir því að heyra ekki nóg frá frambjóðendum og sumir voru óákveðnir þar sem þeir vissu ekki hvað frambjóð- endurnir stæðu fyrir. Mikil pólitík í kringum kjörið Aganefnd Knattspyrnu- sambands Íslands kvað upp einn þyngsta dóm sinn í langan tíma í gær og það yfir leikmanni í 2. flokki karla. Þá var Framarinn Guðmundur Magnússon dæmdur í fjögurra mánaða bann vegna atviks sem í leik Fram og Víkings í 2. flokki þann 4. febrúar síðastliðinn. Ekki kemur fram í dómnum hvað Guðmundur gerði nákvæm- lega af sér en það segir sig sjálft að það hefur verið ansi alvarlegt fyrst hann fékk þetta langan dóm. Guðmundur verður því ekki löglegur aftur fyrr en 6. júní í sumar. Dæmdur í 4 mánaða bann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.