Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf]
Heildartekjur Icelandair Group
jukust um 23 prósent milli áranna
2005 og 2006 og námu 56,1 millj-
arði króna í fyrra samkvæmt árs-
uppgjöri félagsins. EBITDA, það
er að hagnaður fyrir fjármagnsliði
og afskriftir nam rúmum sex millj-
örðum og hefur ekki verið meiri í
70 ára sögu félagsins.
Eftir skatta nam hagnaður Ice-
landair Group 2.615 milljónum
króna. Í lok síðasta árs námu eign-
ir félagsins 76,6 milljörðum króna.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair Group, er himinlifandi yfir
góðu gengi félagsins í fyrra. „Við
erum mjög ánægð með þetta. Bæði
er að EBITDA er sú besta sem
félagið hefur haft og líka að þetta
gerist á sama tíma og félagið er
meira og minna búið að vera í sölu-
ferli allt árið.“ Hann segir ekki
sjálfgefið að ekki sjái á rekstrin-
um á slíkum tímum, enda geti mikl-
um breytingum fylgt ákveðið
umrót og óvissa meðal starfs-
manna. „Starfsmenn eiga heiður
skilinn fyrir að hafa áfram lagt
áherslu á að reka bara fyrirtækið
áfram. Okkur tókst að segja fólki
að þetta yrði bara allt í lagi,“ segir
Jón Karl og telur einnig horfur á
góðu ári í ár. „Við reiknum með
viðbót á árinu. Bæði erum við bæta
við áfangstöðum og auka tíðni í
ferðum. Svo eru líka spennandi
verkefni framundan í leiguflugi og
víðar.“
Í rekstri Icelandair Group eru
árstíðabundnar sveiflur og var því
555 milljóna króna tap á fjórða árs-
fjórðungi 2006. Tapið er þó heldur
undir meðalspá greiningardeilda
Landsbankans og Kaupþings sem
hljóðaði upp á 627 milljarða. Báðir
bankar voru þá fjarri niðurstöðu
fjórðungsins, Landsbankinn spáði
188 milljóna króna tapi og Kaup-
þing ríflega eins milljarðs króna
tapi.
Tekjur jukust um 23 prósent
Hagnaður Icelandair Group nam 2,6 milljörðum króna eftir skatt í fyrra.
Standard & Poor‘s seg-
ir bankana standa
frammi fyrir sinni
fyrstu þolraun eftir
breytingar síðustu
ára. Langtímahorfur
eru sagðar góðar,
en til skamms tíma
hægi um hér heima
og fjármögnun
þeirra á erlendum
mörkuðum verði
erfiðari.
Langtímahorfur íslensku bank-
anna eru góðar þótt á þá reyni til
skemmri tíma litið, segir í nýrri
skýrslu greiningarfyrirtækisins
Standard & Poor‘s. Fyrirtækið
segir að á næstunni séu horfur á
að hægi á hagkerfinu hér heima og
aðgengi bankanna að lánsfjár-
magni í útlöndum kunni að þrengj-
ast. Þessar aðstæður séu í raun
fyrsta þolraunin sem bankarnir
þurfi að ganga í gegn um eftir
skipulagsbreytingar og vöxt síð-
ustu þriggja ára.
Bent er á að Glitnir, Kaupþing
og Landsbankinn ráði yfir um 90
prósentum bankamarkaðar hér á
landi á sama tíma og umsvif þeirra
aukist mikið í Skandinavíu og
Bretlandi. Þannig séu eignir bank-
anna í útlöndum nú orðnar meiri
en á Íslandi.
Minni eftirspurn og samdráttur
í fjárfestingum á heimamarkaði
um leið og dragi úr vexti bankanna
í útlöndum er sagt munu leiða til
lakara starfsumhverfis þeirra.
Versni ekki horfur til muna í efna-
hagslífinu hér segir Standard &
Poor‘s ekki hægt að ætla annað en
bankarnir þrír getir tekist á við
tímabundnar raunir. Þar skiptir
miklu hversu víðtæk starfsemi
þeirra sé orðin og hve staða þeirra
sé sterk á innanlandsmarkaði.
„Mesta hættan í annars bjartri
framtíðarmynd, er vegna áhættu
sem bankarnir deila með nokkrum
af stærstu útrásarfyrirtækjum
Íslands,“ segir í skýrslu Standard
& Poor‘s. Verði þessi fyrirtæki
fyrir skakkaföllum geti það haft
áhrif á afkomu bankanna, bæði
vegna náinna tengsla þeirra við
fyrirtækin og vegna þess að fjár-
festar kunni að verða tregari til að
lána þeim fjármagn gefi á bátinn.
Hagnaður SPRON á síðasta ári
nam níu milljörðum króna og
hefur aldrei verið meiri. Jókst
hann um 120 prósent á milli ára.
Arðsemi eigin fjár nemur 58,7
prósentum sem er langt yfir arð-
semismarkmiðum sparisjóðsins
upp á fimmtán prósent. Eigið fé
jókst á árinu um 167 prósent og
nemur nú 34,8 milljörðum króna.
Eiginfjárhlutfall (CAD) hefur
hækkað úr 13,6 prósentum árið
2005 í 20,2 prósent nú.
Hreinar rekstrartekjur ársins
2006 námu 15,2 milljörðum króna
sem er 82 prósenta aukning frá
árinu á undan. Hreinar vaxtatekj-
ur námu 2,4 milljörðum og jukust
um níu prósent. Þá jukust hreinar
þóknunartekjur um 67 prósent og
námu 975 milljónum króna á
árinu.
Í fréttatilkynningu frá SPRON
kemur fram að veigamesti þáttur-
inn í tekjumyndun ársins haf verið
hagnaður af fjárfestingum spari-
sjóðsins.
Vegur þar þyngst hlutabréfa-
eign í Exista.
Stjórn SPRON mun leggja fram
tillögu fyrir aðalfund um að
greiddur verði 46 prósenta arður
til stofnfjáreigenda.
Níu milljarða hagnaður SPRON
Peningaskápurinn …