Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf] Heildartekjur Icelandair Group jukust um 23 prósent milli áranna 2005 og 2006 og námu 56,1 millj- arði króna í fyrra samkvæmt árs- uppgjöri félagsins. EBITDA, það er að hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam rúmum sex millj- örðum og hefur ekki verið meiri í 70 ára sögu félagsins. Eftir skatta nam hagnaður Ice- landair Group 2.615 milljónum króna. Í lok síðasta árs námu eign- ir félagsins 76,6 milljörðum króna. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, er himinlifandi yfir góðu gengi félagsins í fyrra. „Við erum mjög ánægð með þetta. Bæði er að EBITDA er sú besta sem félagið hefur haft og líka að þetta gerist á sama tíma og félagið er meira og minna búið að vera í sölu- ferli allt árið.“ Hann segir ekki sjálfgefið að ekki sjái á rekstrin- um á slíkum tímum, enda geti mikl- um breytingum fylgt ákveðið umrót og óvissa meðal starfs- manna. „Starfsmenn eiga heiður skilinn fyrir að hafa áfram lagt áherslu á að reka bara fyrirtækið áfram. Okkur tókst að segja fólki að þetta yrði bara allt í lagi,“ segir Jón Karl og telur einnig horfur á góðu ári í ár. „Við reiknum með viðbót á árinu. Bæði erum við bæta við áfangstöðum og auka tíðni í ferðum. Svo eru líka spennandi verkefni framundan í leiguflugi og víðar.“ Í rekstri Icelandair Group eru árstíðabundnar sveiflur og var því 555 milljóna króna tap á fjórða árs- fjórðungi 2006. Tapið er þó heldur undir meðalspá greiningardeilda Landsbankans og Kaupþings sem hljóðaði upp á 627 milljarða. Báðir bankar voru þá fjarri niðurstöðu fjórðungsins, Landsbankinn spáði 188 milljóna króna tapi og Kaup- þing ríflega eins milljarðs króna tapi. Tekjur jukust um 23 prósent Hagnaður Icelandair Group nam 2,6 milljörðum króna eftir skatt í fyrra. Standard & Poor‘s seg- ir bankana standa frammi fyrir sinni fyrstu þolraun eftir breytingar síðustu ára. Langtímahorfur eru sagðar góðar, en til skamms tíma hægi um hér heima og fjármögnun þeirra á erlendum mörkuðum verði erfiðari. Langtímahorfur íslensku bank- anna eru góðar þótt á þá reyni til skemmri tíma litið, segir í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Standard & Poor‘s. Fyrirtækið segir að á næstunni séu horfur á að hægi á hagkerfinu hér heima og aðgengi bankanna að lánsfjár- magni í útlöndum kunni að þrengj- ast. Þessar aðstæður séu í raun fyrsta þolraunin sem bankarnir þurfi að ganga í gegn um eftir skipulagsbreytingar og vöxt síð- ustu þriggja ára. Bent er á að Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn ráði yfir um 90 prósentum bankamarkaðar hér á landi á sama tíma og umsvif þeirra aukist mikið í Skandinavíu og Bretlandi. Þannig séu eignir bank- anna í útlöndum nú orðnar meiri en á Íslandi. Minni eftirspurn og samdráttur í fjárfestingum á heimamarkaði um leið og dragi úr vexti bankanna í útlöndum er sagt munu leiða til lakara starfsumhverfis þeirra. Versni ekki horfur til muna í efna- hagslífinu hér segir Standard & Poor‘s ekki hægt að ætla annað en bankarnir þrír getir tekist á við tímabundnar raunir. Þar skiptir miklu hversu víðtæk starfsemi þeirra sé orðin og hve staða þeirra sé sterk á innanlandsmarkaði. „Mesta hættan í annars bjartri framtíðarmynd, er vegna áhættu sem bankarnir deila með nokkrum af stærstu útrásarfyrirtækjum Íslands,“ segir í skýrslu Standard & Poor‘s. Verði þessi fyrirtæki fyrir skakkaföllum geti það haft áhrif á afkomu bankanna, bæði vegna náinna tengsla þeirra við fyrirtækin og vegna þess að fjár- festar kunni að verða tregari til að lána þeim fjármagn gefi á bátinn. Hagnaður SPRON á síðasta ári nam níu milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri. Jókst hann um 120 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár nemur 58,7 prósentum sem er langt yfir arð- semismarkmiðum sparisjóðsins upp á fimmtán prósent. Eigið fé jókst á árinu um 167 prósent og nemur nú 34,8 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall (CAD) hefur hækkað úr 13,6 prósentum árið 2005 í 20,2 prósent nú. Hreinar rekstrartekjur ársins 2006 námu 15,2 milljörðum króna sem er 82 prósenta aukning frá árinu á undan. Hreinar vaxtatekj- ur námu 2,4 milljörðum og jukust um níu prósent. Þá jukust hreinar þóknunartekjur um 67 prósent og námu 975 milljónum króna á árinu. Í fréttatilkynningu frá SPRON kemur fram að veigamesti þáttur- inn í tekjumyndun ársins haf verið hagnaður af fjárfestingum spari- sjóðsins. Vegur þar þyngst hlutabréfa- eign í Exista. Stjórn SPRON mun leggja fram tillögu fyrir aðalfund um að greiddur verði 46 prósenta arður til stofnfjáreigenda. Níu milljarða hagnaður SPRON Peningaskápurinn …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.