Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 60
Aldrei séð lengra æluatriði
Kvikmyndin Last King of Scot-
land verður frumsýnd í kvik-
myndahúsum hérlendis á föstu-
dag. Myndin er byggð á
samnefndri bók Giles Foden þar
sem raunverulegum atburðum
og skáldskap er blandað saman.
Myndin fjallar um skoska
lækninn Nicholas Garrison sem
heldur á vit ævintýranna í
Úganda árið 1971, rétt eftir að
hershöfðinginn Idi Amin kemst
til valda. Amin ræður Garrison í
sína þjónustu og gerir hann að
sínum nánasta ráðgjafa í stjórn
landsins. Í fyrstu líkar læknin-
um vel í vistinni hjá hinum lit-
ríka Amin og sjarmerandi á sinn
sérstaka hátt. Brátt sýnir harð-
stjórinn þó sitt rétta andlit og
Garrison kemst að því að hann er
í raun fangi hershöfðingjans og
er alls ekki öruggur um að sleppa
lifandi burt.
Forest Whitaker þykir sýna
stórleik í hlutverki Amin, hefur
þegar unnið til fjölda verðlauna
fyrir frammistöðu sína og er til-
nefndur til Óskarsverðlauna,
sem verða afhent á sunnudag.
Með hlutverki Garrison fer
James McAvoy en leikstjórn er í
höndum Kevins McDonald, sem
vakti athygli fyrir hina leiknu
heimildarmynd Touching the
Void.
Nærmynd af
harðstjóra
Hinn endurreisti kvik-
myndaklúbbur Fjalakött-
urinn hefur sýningar í
Tjarnarbíói á sunnudag.
Alls verða 30 myndir, nýjar
og gamlar, á dagskrá fram
á vor og að sögn Hrannar
Marinósdóttur verður fjöl-
breytnin í fyrirrúmi.
Hinn endurreisti kvikmyndaklúbb-
ur Fjalakötturinn hefur sýningar í
Tjarnarbíói á sunnudag. Alls verða
30 myndir, nýjar og gamlar, á dag-
skrá fram á vor og að sögn Hrannar
Marinósdóttur verður fjölbreytnin
í fyrirrúmi. „Við ætlum að bjóða
upp á allt annan vinkil en íslenskir
bíógestir hafa átt að venjast í lang-
an tíma, og kynna til leiks ólíka
strauma og stefnur,“ segir Hrönn
um Fjalaköttinn. Á dagskrá klúbbs-
ins kennir líka sannarlega ýmissa
grasa þar sem lykillinn er sam-
bland af gömlu og nýju. „Við sýnum
til dæmis kínversku myndina Still
Life, sem fjallar um stíflugerð á
Yangtze-fljóti, en hún hefur farið
sigurför um heiminn og vann meðal
annars aðalverðlaunin á kvik-
myndahátíðinni í Feynejum í fyrra.
Þá sýnum við myndirnar þrjár sem
James Dean lék í áður en hann lést
langt fyrir aldur fram, auk nýrrar
heimildarmyndar um hann,“ segir
Hrönn.
Þýskri kvikmyndagerð, sem er í
mikilli uppsveiflu um þessar mund-
ir, verður gerð skil, sem og rúss-
neskri, til dæmis verður Trönurnar
fljúga eftir Andrei Tarkovsky sýnd.
Í samstarfi við frönsku menningar-
hátíðina Pourquoi Pas? verða sýnd-
ar nokkrar myndir eftir franska
heimildargerðarmanninn Raym-
ond Depardon, sem margir telja
fremstan á sínu sviði í Frakklandi í
dag. Síðast en ekki síst verður boðið
upp á nokkrar ljósbláar, japanskar
myndir frá áttunda áratugnum.
„Sagan á bakvið þær er forvitnileg
því á þessi skeiði í japanskri kvik-
myndagerð fengu þær myndir helst
styrk sem voru kryddaðar með
erótísku ívafi og við ætlum að sýna
þrjár bestu myndir leikstjóra að
nafni Tatsumi Kumashiro.“
Hrönn segir að markmið Fjala-
kattarins sé að endurreisa þá kvik-
myndaklúbbamenningu sem eitt
sinn var svo frjó hér á landi og er
vongóð á að það takist. „Ég held að
margir hafi beðið eftir að einhver
svona starfsemi myndi hefjast
aftur. Ég held að ástæðan fyrir því
að kvikmyndaklúbbarnir lögðust af
á sínum tíma hafi verið sú að kvik-
myndamenning varð svo markaðs-
tengd. Þetta eru ekki þungar mynd-
ir eða tormeltar, heldur gaman- og
spennumyndir og dramatík. Eini
munurinn er sá að þessar myndir
eru ekki frá draumaverksmiðjunni
Hollywood.“
Nánari upplýsingar um dagskrá
Fjalakattarins má finna á heimasíð-
unni filmfest.is.
Kláraðu málið hjá ráðgjöfum í næsta útibúi, í Þjó
NÚNA GETUR ÞÚ
GEFIÐ AFGANGINN
TIL GÓÐGERÐAMÁLA