Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 22.02.2007, Qupperneq 60
Aldrei séð lengra æluatriði Kvikmyndin Last King of Scot- land verður frumsýnd í kvik- myndahúsum hérlendis á föstu- dag. Myndin er byggð á samnefndri bók Giles Foden þar sem raunverulegum atburðum og skáldskap er blandað saman. Myndin fjallar um skoska lækninn Nicholas Garrison sem heldur á vit ævintýranna í Úganda árið 1971, rétt eftir að hershöfðinginn Idi Amin kemst til valda. Amin ræður Garrison í sína þjónustu og gerir hann að sínum nánasta ráðgjafa í stjórn landsins. Í fyrstu líkar læknin- um vel í vistinni hjá hinum lit- ríka Amin og sjarmerandi á sinn sérstaka hátt. Brátt sýnir harð- stjórinn þó sitt rétta andlit og Garrison kemst að því að hann er í raun fangi hershöfðingjans og er alls ekki öruggur um að sleppa lifandi burt. Forest Whitaker þykir sýna stórleik í hlutverki Amin, hefur þegar unnið til fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína og er til- nefndur til Óskarsverðlauna, sem verða afhent á sunnudag. Með hlutverki Garrison fer James McAvoy en leikstjórn er í höndum Kevins McDonald, sem vakti athygli fyrir hina leiknu heimildarmynd Touching the Void. Nærmynd af harðstjóra Hinn endurreisti kvik- myndaklúbbur Fjalakött- urinn hefur sýningar í Tjarnarbíói á sunnudag. Alls verða 30 myndir, nýjar og gamlar, á dagskrá fram á vor og að sögn Hrannar Marinósdóttur verður fjöl- breytnin í fyrirrúmi. Hinn endurreisti kvikmyndaklúbb- ur Fjalakötturinn hefur sýningar í Tjarnarbíói á sunnudag. Alls verða 30 myndir, nýjar og gamlar, á dag- skrá fram á vor og að sögn Hrannar Marinósdóttur verður fjölbreytnin í fyrirrúmi. „Við ætlum að bjóða upp á allt annan vinkil en íslenskir bíógestir hafa átt að venjast í lang- an tíma, og kynna til leiks ólíka strauma og stefnur,“ segir Hrönn um Fjalaköttinn. Á dagskrá klúbbs- ins kennir líka sannarlega ýmissa grasa þar sem lykillinn er sam- bland af gömlu og nýju. „Við sýnum til dæmis kínversku myndina Still Life, sem fjallar um stíflugerð á Yangtze-fljóti, en hún hefur farið sigurför um heiminn og vann meðal annars aðalverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Feynejum í fyrra. Þá sýnum við myndirnar þrjár sem James Dean lék í áður en hann lést langt fyrir aldur fram, auk nýrrar heimildarmyndar um hann,“ segir Hrönn. Þýskri kvikmyndagerð, sem er í mikilli uppsveiflu um þessar mund- ir, verður gerð skil, sem og rúss- neskri, til dæmis verður Trönurnar fljúga eftir Andrei Tarkovsky sýnd. Í samstarfi við frönsku menningar- hátíðina Pourquoi Pas? verða sýnd- ar nokkrar myndir eftir franska heimildargerðarmanninn Raym- ond Depardon, sem margir telja fremstan á sínu sviði í Frakklandi í dag. Síðast en ekki síst verður boðið upp á nokkrar ljósbláar, japanskar myndir frá áttunda áratugnum. „Sagan á bakvið þær er forvitnileg því á þessi skeiði í japanskri kvik- myndagerð fengu þær myndir helst styrk sem voru kryddaðar með erótísku ívafi og við ætlum að sýna þrjár bestu myndir leikstjóra að nafni Tatsumi Kumashiro.“ Hrönn segir að markmið Fjala- kattarins sé að endurreisa þá kvik- myndaklúbbamenningu sem eitt sinn var svo frjó hér á landi og er vongóð á að það takist. „Ég held að margir hafi beðið eftir að einhver svona starfsemi myndi hefjast aftur. Ég held að ástæðan fyrir því að kvikmyndaklúbbarnir lögðust af á sínum tíma hafi verið sú að kvik- myndamenning varð svo markaðs- tengd. Þetta eru ekki þungar mynd- ir eða tormeltar, heldur gaman- og spennumyndir og dramatík. Eini munurinn er sá að þessar myndir eru ekki frá draumaverksmiðjunni Hollywood.“ Nánari upplýsingar um dagskrá Fjalakattarins má finna á heimasíð- unni filmfest.is. Kláraðu málið hjá ráðgjöfum í næsta útibúi, í Þjó NÚNA GETUR ÞÚ GEFIÐ AFGANGINN TIL GÓÐGERÐAMÁLA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.