Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 12
 Himinháar hagnaðartölur breskra banka hafa verið hitamál í breskum fjölmiðl- um nú í vikunni. Neytendasamtök í Bretlandi beina spjótum sínum einkum að gífurlega háum þjónustu- gjöldum sem bankarnir taka af viðskiptavinum sínum. Samkvæmt dagblaðinu Guardian inn- heimta bankarnir 5.000 krónur fyrir hvern innistæðulausan tékka og rúmlega 3.600 krón- ur á dag fyrir yfirdrátt í heimildarleysi. Tilefni umræðunnar í Bretlandi var að Barc- leys-bankinn sendi frá sér tilkynningu um að gróðinn á síðasta ári hefði slegið öll met og væri 23 prósentum meiri en árið áður. Bankinn sagði hagnað sinn eftir skatta hafa numið 4,7 milljörðum punda, en það samsvarar um 611 milljörðum íslenskra króna. Dagblaðið Daily Mirror leikur sér aðeins með þessar gróðatöl- ur og kemst að því að Barcleys hafi grætt 226 pund á hverri sekúndu síðastliðið ár, og það „þrátt fyrir mikla aukningu óæskilegra skulda og minnkandi gróða af kreditkortum“. Guardian hvetur lesendur sína til þess að krefja bankana um endurgreiðslu þjónustu- gjalda. Blaðið segir að fjölmargir viðskiptavin- ir banka hafi haft þar erindi sem erfiði og feng- ið hundruð eða jafnvel þúsundir punda til baka. Á næstunni er von á úrskurði frá samkeppn- iseftirlitinu í Bretlandi um þjónustugjöld banka og er fastlega reiknað með því að bönk- unum verði gert skylt að hafa hemil á sér í inn- heimtu þjónustugjalda. Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar gert kreditkortafyrirtækjum að lækka hámarksgjöld niður í 12 pund. Bankar sagðir okra á þjónustugjöldum Fyrsta flugið í fjölþjóðlegu rannsóknarverk- efni sem miðar að bættum veðurspám fór frá Keflavíkurflugvelli í gær. Hópur vísindamanna flaug að suðurodda Grænlands til að mæla ofsaveður við strendur landsins. Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingur við háskól- ann í Austur-Anglíu í Bretlandi, var eini Íslendingur- inn sem flaug í gær en auk hennar taka Jón Egill Kristjánsson, prófessor í veðurfræði við háskólann í Ósló, og Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands, þátt í verkefninu. Verkefnið er unnið í samstarfi við breska, kanadíska og norska vísindamenn. Haraldur segir flugið ekki hafa verið neina skemmtiferð, enda þurfi að fljúga í gegnum ofsaveðr- ið til þess að geta mælt það. Vélin sé sérútbúin mælum og mælitækjum auk þess sem hún sé fjögurra hreyfla öryggisins vegna. Hún lenti aftur á Keflavíkurflugvelli um klukkan fjögur í gær. „Hugmyndin er að niðurstöður þessa verkefnis verði til þess að bæta veðurspár, bæði til styttri og lengri tíma,“ segir hann. „Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni af þessu tagi sem farið hefur fram hér á landi.“ Vísindamennirnir leggja aftur í hann í dag, en þá verður flogið um strendur Íslands til þess að mæla vindstrengi. Borgarstjórn harmar að Reykjavíkurborg verði vettvangur ráðstefnu framleið- enda klámefnis í næsta mánuði. Yfirlýst stefna borgarinnar sé að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Það sé því í mikilli óþökk borgaryfirvalda verði ráðstefnan haldin. Í ályktun borgarstjórnar frá því á þriðjudag er einnig ítrekuð ósk borgarstjóra um að lögreglu- embættið rannsaki hvort þátttakendur í hópi ráðstefnu- gesta kunni að vera framleiðend- ur barnakláms eða annars ólögmæts klámefnis. Haldin í óþökk borgaryfirvalda Breskir njósnarar eru óttalegir klaufabárðar, ef marka má nýja skýrslu um hleranastarf- semi leyniþjónustustofnana í Bretlandi. Það er Swinton Thomas, fráfarandi umsjónarmaður með hleranastarfinu, sem tók saman skýrsluna og hefur afhent hana breska þinginu. Þar kemur meðal annars fram að meira en 4.000 mistök hafi verið gerð við hleranir síðustu 15 mánuði. Meðal annars hafi rangir símar verið hleraðir og fylgst með pósti, sem berst á heimilisfang grunaðra manna, jafnvel eftir að þeir eru fluttir. Breska sjónvarpsstöðin Sky skýrði frá þessu, og segir greini- legt að beskir njósnarar líkist miklu frekar Jacques Clouseau heldur en James Bond. Líkari Clouseau en James Bond Passat 100% lán VW Passat 1,6 Basicline Beinsk. árg. 04 ek. 72.000 Verð áður 1.350.000 kr. Verð 1.190.000 kr. Afborgun pr. mán.: 16.678 kr. Í 84 mán. VW Passat 2,0 Trendline Sjálfsk. árg. 03 ek. 62.000 Verð áður 1.490.000 kr. Verð 1.320.000 kr. Afborgun pr. mán. 21.164 kr. Í 72 mán. VW Passat 1,6 Basicline Beinsk. árg. 00 ek. 92.000 Verð áður 950.000 kr. Verð 840.000 kr. Afborgun pr. mán. 19.365 kr. Í 48 mán. VW Passat 2,0 Trendline Sjálfsk. árg. 03 ek. 70.000 Verð áður 1.390.000 kr. Verð 1.220.000 kr. Afborgun pr. mán.: 19.565 kr. Í 72 mán. Klettháls Klettháls KletthálsKlettháls VW Passat 4x4 2,0 Trendline Beinsk. árg. 04 ek. 20.000 Verð áður 2.190.000 kr. Verð 1.890.000 kr. Afborgun pr. mán.: 26.454 kr. Í 84 mán. VW Passat 2,0 Trendline Beinsk. árg. 03 ek. 61.000 Verð áður 1.390.000 kr. Verð 1.220.000 kr. Afborgun pr. mán.: 19.565 kr. Í 72 mán. VW Passat 2,0 Trendline Sjálfsk. árg. 04 ek. 25.000 Verð áður 1.990.000 kr. Verð 1.750.000 kr. Afborgun pr. mán.: 28.036 kr. Í 84 mán. VW Passat 2,0 Comfortline Sjálfsk. árg. 01 ek. 102.000 Verð áður 1.090.000 kr. Verð 890.000 kr. Afborgun pr. mán.: 16.819 kr. Í 60 mán. KletthálsKlettháls Klettháls Klettháls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.