Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 1
Fann árshátíðarkjólinn á uppboðssíðu á netinu Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Þú getur pantaðsmáau lý Hrafnhildur Viðarsdóttir keypti sér undurfagran kjól í gegnum uppboðssíðu á netinu.„Ég var bara að fletta í gegnum eBay og ákvað að slá inn leit- arorðið „gala-dress“. Upp kom fjöldinn allur af undurfögrum kjólum á mjög góðu verði miðað við það sem maður borgar fyrir svona flíkur hérna heima. Ég sá þennan hvíta, klassíska kjól og heillaðist strax. Sló til og keypti hann á tæpar tíu þús- und krónur með sendingarkostnaði og öllu. Sambærilegt verð myndi maður aldrei borga fyrir svona flík út úr búð á Íslandi,“ segir Hrafnhildur ánægð með fenginn. Hrafnhildur hefur tvívegis notað kjólinn á árshátíð og segir hann varla ganga við önnur tilefni. „Ég myndi til dæmis aldrei gera neinni brúði það að mæta í honum í brúðkaup,“ segir hún og skellir upp úr. Hrafnhildur, sem hefur starfað hjá Símanum í fimm ár, ætlar ekki að fara á árshátíðina núna enda segist hún hafa farið á hverju ári og mun hafa í nægu að snúast daginn sem árshátíðin fer fram. Venjulega vinnur hún í Snyrtihorninu í Hafnarfirði á laugardögum, en laugar- daginn sem árshátíð Símans rennur upp verður hún með Skildi Eyfjörð í öðruvísi gleðskap.„Við Skjöldur höfum verið að punta stelpurnar fyrir árs- hátíðir. Ég sé um förðun og hann um hár. Við gerum þetta ýmist heima hjá mér eða honum, bjóðum upp á kampavín, vínber og osta, hlustum á tónlist og höfum það rosa gaman á meðan. Þetta er í sjálfu sér næg skemmtun fyrir mig,“ segir hún en Hrafnhildur hefur meðal annars gerst svo fræg að farða Dilönu og félaga úr Rockstar Supernova. FREESTYLEKEPPNI 2007 - TÓ NABÆJAR Föstudaginn 23. febrúar í Loftkasta lanum Miðasala hefst kl. 17 (keppni 18 - 22) Íslendingur á klámráðstefnunni BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Opið til 21 í kvöld MENNING / PÓLITÍK / VIÐSKIPTI / FÓLK 15.02 0́7 KRONIKAN.IS Neytendur kvarta undan ósamþykktum rukkunum í heimabanka. NEYTENDAÚTTEKT Sonur Jóns Páls Sigmars- sonar heitins fær einkaleyfi á „Ekkert mál fyrir Jón Pál!“ RÚSÍNAN 22.02.07 KRONIKAN.IS 02# Krónikan VERÐ 650 kr.- 9 771670 721403 HEIMILIN Í HÖNDUM SPÁKAUPMANNA ÓMAR RAGNARSSON Segist vera réttu megin í stríðinu um Ísland. 2. TÖLUBLAÐ ER KOMIÐ ÚT KRONIKAN.IS Af konum sem komu til dvalar í Kvennaathvarf- ið í fyrra voru fjörutíu prósent þeirra frá öðrum löndum en Íslandi. „Maður verður stundum var við að fólki finnst minni vandi fel- ast í því að útlenskar konur séu beittar ofbeldi,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stýra Kvennaathvarfsins, og minnir á að konur sem verða fyrir ofbeldi séu ekki vandi, það séu ofbeldismennirnir. Tölfræðin sýni fram á að þeir séu í langflestum tilvikum íslenskir karlmenn. Sigþrúður segir athvarfið þurfa meira fjármagn til að sinna þessum konum. Erlendar konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu þarfnist oft meiri stuðnings og leiðbeininga vegna tungumála- örðugleika, takmarkaðrar þekk- ingar á réttarstöðu sinni og íslenska kerfinu. Ekki séu efni til að kaupa túlkaþjónustu nema í alvarlegustu tilvikum og því skorti mikið á að starfsmenn geti veitt þá hjálp sem þeir vildu með viðtölum. Hún bendir einnig á að hátt hlutfall erlendra kvenna miðað við fjölda útlendinga í land- inu skýrist af því að erlendar konur eigi ekki í önnur hús að venda en Kvennaathvarfið þegar þær flýja heimili sitt vegna ofbeldis. Íslenskar konur geti líka leitað annað. Fleiri erlendar konur leita í Kvennaathvarf Um fjörutíu prósent þeirra kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins eru af erlend- um uppruna. Framkvæmdastýra athvarfsins segir fé skorta til að sinna þeim. Ekki séu efni til að kaupa túlkaþjónustu nema í brýnustu tilvikum. Tryggvi Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, sagði í réttarsal í gær að hann hefði fengið þau skilaboð frá lögreglu við upphaf rannsóknar á málinu að ef hann hjálpaði til við að „ná“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, myndi staða hans vegna rannsóknarinn- ar breytast. Tryggvi sagði þetta hafa komið fram í samtali Arnars Jenssonar, fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglu- þjóns hjá ríkislögreglustjóra, og lögmanns síns á þeim tíma, Andra Árnasonar hrl. Arnar hafnar þessum ásökun- um alfarið og segir slíkt úr lausu lofti gripið. Af og frá sé að Tryggva, eða nokkrum öðrum í þessu máli, hafi verið boðið nokkurs konar samkomulag við yfirheyrslu hjá lögreglu. Ásökunum um samning hafnað Matar- og skemmtihátíðin Food and Fun var sett á Nord- ica-hóteli í gær, og stendur hún fram á sunnudag. Þetta er í sjötta skipti sem hátíðin er haldin í Reykjavík. Meðan á henni stendur munu tólf heimskunnir matreiðslumeistar- ar setja saman sérstaka matseðla á tólf veitingastöðum. Robert Gadsby, yfirkokkur á Noé Restaurant & Bar í Los Angeles og Houston í Bandaríkj- unum, er einn þeirra og mun hann reiða fram rétti á veitinga- húsi Sigga Hall. Hann notaði tækifærið og smakkaði íslenskt skyr við setningu hátíðarinnar. „Hátíðin leggst vel í okkur veitingamenn þetta árið,“ sagði Siggi Hall í gærkvöldi. „Ég er viss um að þessir góðu kokkar sem eru komnir til landsins eiga eftir að lífga upp á borgarlífið á meðan hátíðin stendur yfir.“ Kokkar sýna kúnstir sínar Tæplega þriðjungur af herafla Bretlands í Írak verður kallaður heim á næstu vikum. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, greindi frá þessu á breska þinginu í gær. Kvöldið áður skýrði Blair George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, frá þessum áformum og tók hann vel í þau. Bush sagði þetta vera til marks um hvað Bret- ar hefðu náð góðum árangri á sínum svæðum í Írak. Blair setti þann fyrirvara á brottflutning breskra hermanna að tryggt væri að Írakar gætu tekið að sér yfir- stjórn öryggismála á viðkomandi svæðum. Breskur herafli hefur einkum verið í fjórum héruðum í suðausturhluta landsins og fjarri átökunum í Bagdad. Þegar mest var voru 40.000 breskir hermenn í Írak. Fyrir tveimur árum var fjöldinn kominn niður í níu þúsund og í dag eru rúmlega sjö þúsund breskir her- menn í Írak. Á svipuðum tíma og Blair ræddi þessi áform í breska þinginu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, frá því að allur herafli Danmerkur í Írak verði kallaður heim fyrir haustið. Í staðinn verða sendar út fjórar þyrlur sem verða þar út árið. Breskt og danskt herlið heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.