Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 10
 Einn sakborninga í Baugsmálinu upplýsti við skýrslu- gjöf fyrir héraðsdómi í gær að hann hafi fengið þau skilaboð við yfirheyrslur hjá lögreglu að ef hann hjálpaði til við að „ná“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, sem einnig er ákærður, myndi afstaða lögreglu til meintra brota hans breytast. Við lok skýrslutöku af Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarfor- stjóra og síðar forstjóra Baugs, í Héraðsdómi Reykjavíkur spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, hvort Tryggva hafi verið boðinn einhvers konar samn- ingur eða samkomulag í skipt- um fyrir upplýsingar við rannsókn lögreglu. „Það kom oft fram fyrstu mán- uði rannsóknarinnar að þeir væru ekki á eftir mér, ég væri aukaleikari, eða fórn- arlamb, og þeir vildu gjarnan að ég segði satt og rétt frá, því þá myndi staða mín breytast. Þetta sögðu þeir í mín eyru,“ sagði Tryggvi. Hann minntist þess að í desem- ber 2002, þegar yfirheyrslu yfir honum hjá lögreglu var að ljúka, hafi Arnar Jensson, fyrrverandi starfsmaður efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra, óskað eftir því að fá að ræða í einrúmi við lög- mann Tryggva, sem á þeim tíma var Andri Árnason. Tryggvi sagði í réttarsal í gær að eftir fundinn hafi Andri borið honum þau skilaboð frá Arnari „að staða mín myndi breytast ef ég segði satt og rétt frá, og þeir gætu náð Jóni Ásgeiri“. Andri sagðist í gær kannast við að hafa rætt við Arnar, en þar hafi þeir rætt stöðu Tryggva í rann- sókninni almennt, sem oft sé gert. Rétt sé að taka fram að á engum tímapunkti hafi Tryggva verið boðið samningur um að staða hans breyttist frá því að vera sakborn- ingur í það að verða vitni. Gestur Jónsson sagði í samtali við Fréttablaðið að lögreglu og ákæruvaldi sé ekki heimilt að gera einstaklingi sem sé til rannsóknar tilboð um að litið verði framhjá mögulegu saknæmu athæfi gegn því að viðkomandi aðstoðaði við rannsókn lögreglu. Auðvitað sé ekki ólöglegt að biðja menn um að skýra satt og rétt frá, en ef það sé gert í því samhengi að þeir geti allt í einu orðið vitni en ekki sakborningar geti þeir sýnt fram á sök annars manns sé það annað mál. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksókn- ari, sagði við fjölmiðlamenn eftir ummæli Tryggva að svo virðist sem Tryggvi sé að draga þessar ályktanir, fremur en að eitthvað hafi verið gefið í skyn. „Ef menn segja satt og rétt frá verður staða þeirra miklu betri, samkvæmt almennum hegningarlögum er það refsilækkunarástæða.“ Jakob Möller, verjandi Tryggva, segir að Tryggva hafi verið gefin vísbending um að hann hafi átt þennan möguleika. „Samkvæmt því sem hann segir var honum svo gert ólögmætt tilboð um að það yrði litið framhjá sekt hans ef hann segði sannleikann um Jón Ásgeir, á þeim grundvelli að Jón Ásgeir hafi verið höfuðpaurinn en Tryggvi aukanúmer.“ Voru ekki á eftir Tryggva Einn sakborninga í Baugsmálinu segir að sér hafi verið gert tilboð um breytta afstöðu lögreglu til meintra brota ef hann hjálpaði til við að upplýsa þátt Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í lögbrotum. Arnar Jensson, fyrrver- andi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra, hafnar því algerlega að hann hafi boðið Tryggva Jóns- syni, einum sak- borninga í Baugsmálinu, einhvers konar samning við rannsókn málsins, eins og Tryggvi hélt fram fyrir héraðsdómi í gær. „Ég get fullyrt að þetta er gjör- samlega úr lausu lofti gripið,“ segir Arnar. „Það er algerlega af og frá að Tryggva, eða nokkrum öðrum í þessu máli, hafi verið boðið eitthvað slíkt.“ Hann staðfestir að það sé ólög- legt að bjóða einstaklingi sem sé til rannsóknar samning um refsi- lækkun eða annað í þeim dúr gegn því að viðkomandi aðstoði við rannsókn. Hann segir að sakborningar séu að sjálfsögðu áminntir um að segja satt og rétt frá við yfir- heyrslur, og sérstaklega sé þeim gert grein fyrir því í upphafi rann- sóknar að játi þeir á sig það sem þeir eru grunaðir um geti það haft áhrif á endanlega refsingu, verði þeim gerð refsing. Úr lausu lofti gripið BAUGS M Á L I Ð www.lysi.is Omega-3 F I S K I O L Í A Gjöf náttúrunnar til þín Má taka með lýsi. Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á: Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna. sjón hjarta og æðakerfi blóðþrýsting kólesteról í blóði liði rakastig húðarinnar minni andlega líðan námsárangur þroska heila og miðtaugakerfis á meðgöngu Fi to n/ S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.