Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 61
Stórleikarinn Robert DeNiro fer
aftur fyrir myndavélina og sest í
leikstjórastól í hinni stjörnum
prýddu kvikmynd The Good Shep-
erd sem frumsýnd verður hér á
landi á annað kvöld.
Myndin byggir á raunveruleg-
um atburðum og fjallar um upp-
haf og stofnun bandarísku leyni-
þjónustunnar. Atburðarásinni er
lýst frá sjónarhóli Edward Wilson,
miklum föðurlandsvini sem er
hneigður til leyndar og ráðinn til
starfa hjá forvera leyniþjónust-
unnar í síðari heimsstyrjöld. Starf
hans á ekki aðeins eftir að hafa
mikil áhrif á hans einkahagi held-
ur móta þá tíma sem í hönd eru,
þegar kalda stríðið er að hefjast.
Wilson tekur þátt í að stofna öflug-
ustu leyniþjónustu í heimi þrátt
fyrir mikinn fórnarkostnað, þar
sem hjónaband hans og fjölskyldu-
líf eru í hættu.
Valinn maður er í hverju rúmi;
Matt Damon leikur aðalhlutverkið
og er studdur leikurum á borð við
Angelinu Jolie, Alec Baldwin,
Billy Crudup, Michael Gambon,
William Hurt og Joe Turturro.
Upphafsár CIA
Spennutryllirinn The Number 23
með Jim Carrey í aðalhlutverki
verður frumsýnd í kvikmyndahús-
um hér á landi annað kvöld, á sama
tíma og í Bandaríkjunum.
Myndin fjallar um fjölskyldu-
föðurinn Walter Sparrow sem lífið
virðist leika við. Dag einn gefur
eiginkona hans honum reyfara
sem Sparrow verður heltekinn af.
Bókin fjallar um spæjarann Fin-
gerling og þótt um morðgátu sé að
ræða endurspeglar hún vissa
þætti í lífi Sparrows sem er sann-
færður um að sagan fjalli í raun
og veru um hann. Bókin lifnar við
í huga Sparrows og rétt eins og
Fingerling verður hann heltekinn
af tölunni 23 og viss um að hún sé
kynngimögnuð. Brátt fer bókin að
stjórna lífi Sparrows sem sér töl-
una 23 í hverju horni og fer að
trúa að rétt eins og spæjarinn í
sögunni eigi hann eftir að fremja
morð. Hann sér fyrir sér dauða
eiginkonu sinnar og sonar og
ákveður að taka málin í eigin hend-
ur áður en það verður um seinan.
Jim Carrey byggði feril sinn
lengst framan af á gamanmyndum
en hefur í seinni tíð einnig leikið í
dramatískari myndum á borð við
The Truman Show og Man on the
Moon. The Number 23 er hins
vegar fyrsta spennumyndin sem
hann leikur í. Virgina Madsen leik-
ur eiginkonu hans, en hún var til-
nefnd til Óskarsverðlauna fyrir
frammistöðu sína í Sideways um
árið, en leikstjóri er hinn þraut-
reyndi Joel Schumacher.
Dulmögnuð tala
ónustuveri í síma 440 4000 eða á www.glitnir.is.
E I G ? U A F G A N G I N N
2.010 KR. 2.100 KR. 90 KR.
EÐA GEFÐU HANN TIL GÓÐGERÐAMÁLA
Spennandi og viðburðarík
Safnanótt
í boði SPRON
Safnanótt, einn af hápunktum Vetrarhátíðar í Reykjavík,
er á morgun. Tuttugu og fjögur söfn í Reykjavík verða með
fjölbreytta dagskrá frá kl. 19 til miðnættis og aðgangur
er ókeypis.
Dagskrána í heild
og lista yfir söfn er að finna á vetrarhatid.is
SPRON Skólavörðustíg er opinn á
Safnanótt – skúlptúrsýning og æðislegur
flamenco-dans.
Taktu þátt í safn
anæturleik og þ
ú getur
unnið ferð fyrir
tvo til Parísar ása
mt aðgöngu-
miðum að hinu
glæsilega listasa
fni Louvre og
100.000 kr. í fer
ðagjaldeyri frá S
PRON.
Þú gætir séð Mó
nu Lísu!Safnastrætó ekur gestum frítt
á milli safnanna á 20 mínútna
fresti. Fyrsti vagn fer frá Þjóðminja-
safni kl. 19:00.