Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 62
Fjölskylda og vinir popp- prinsessunnar Britney Spears sjá fram á bjarta og betri tíð hjá söngkonunni eftir að hún innritaði sig á meðferðarheimili í Malibu á þriðjudagskvöldið. Hegðun Britney Spears hefur vakið heimsathygli undanfarið enda er hún ein frægasta tónlistar- kona sinnar kynslóðar. Söngkonan hefur verið í slúðurblöðunum upp á dag hvern fyrir drykkjuvenjur sínar og vandræðalega hegðan á opinberum stöðum. Steininn tók væntanlega úr þegar Spears mætti á hárgreiðslustofu í miðborg Los Angeles, rakaði af sér allt hárið og bætti síðan um betur á húðflúrun- arstofu skammt frá með því að láta skreyta á sér hnakkann og úln- liðinn. Samkvæmt vefsíðunni TMZ.com og glanstímaritinu People fór Spears sjálfviljug í meðferð en ekki er liðin vika síðan hún reyndi fyrst að hætta ólifnaðinum. Aðrir vefmiðlar greina frá því að fyrr- verandi kærasti Britney, Justin Timberlake, hafi keyrt til Engla- borgarinnar og reynt að tala um fyrir henni. „Ef ein- hver getur komið fyrir hana vit- inu þá er það Justin,“ var haft eftir einum heimildarmanni tímaritsins More. Vandræði Spears hófust fyrir alvöru í nóvember á síðasta ári þegar hún sótti um skilnað frá eig- inmanni sínum, Kevin Federline. Aðdáendur söngkonunnar gerðu sér vonir um að skilnaðurinn myndi hleypa nýju lífi í feril Spears enda hefur þeim ætíð verið í nöp við dansarann. Britn- ey hóf að stunda skemmt- analífið heldur ótæpi- lega með partíljónum á borð við Paris Hilton og Lindsay Lohan. Þetta var langur vegur frá hegðun þeirrar ljóshærðu hnátu sem söng sig inn í hug og hjörtu heims- byggðarinnar með laginu Baby One More Time 1998. Spears féll síðan kylliflöt fyrir Justin Timberlake en samband þeirra varð ekki langlíft og kvaddi söngvarinn spúsu sína með harm- rænum tónum lagsins Cry Me a River þar sem hann sakaði Britney um framhjáhald. Söngkonan hefur margoft komið sér á forsíður slúðurblað- anna og þá ekki bara fyrir nokkra drykki á skemmtistöðum. Á MTV- hátíðinni 2003 kyssti hún Madonnu heldur innilegum kossi í opnunar- atriðinu þannig að siðprúðar hús- mæður í Bandaríkjunum supu hveljur. Árið 2004 kom Spears heimsbyggðinni aftur í opna skjöldu þegar hún giftist æskuvini sínum Jason Alexander í Las Vegas en hjónabandið stóð einungis yfir í 55 klukkustundir. „Ég vildi bara sjá hvernig það væri að vera gift,“ var útskýring Spears. Ári síðar var hún trúlofuð Kevin Federline en þau höfðu einungis verið saman í þrjá mánuði. Söngkonan á með honum tvö börn en fjölmiðlar hafa lengi vel efast um hæfni Spears sem móður og þá ekki síst eftir að hún sást keyra með soninn Sean Preston í kjöltu sinni. Talið er að Spears afsali forræði sínu yfir strákunum tveimur til móður sinn- ar á meðan hún nær aftur fótfestu. Þetta gerir hún til að tapa ekki for- ræðisdeilu sinni og K-Fed sem nú stendur yfir. Sex börn tónlistarmannsins James Brown, sem eru öll komin á full- orðinsár, hafa komist að sam- komulagi við ekkju hans, Tomi Raye Hynie, um hvar eigi að jarða hann. Jarðarförin mun líklega fara fram á næstu dögum. Ekki verður greint opinberlega frá staðsetn- ingunni að ósk barna Browns. Soul-goðsögnin lést á jóladag, 73 ára að aldri. Deilur hafa staðið yfir á milli Hynie og barnanna um erfðaskrá Browns og hvar eigi að jarða hann. Jarðarför samþykkt Bubbi Morthens, rokkkóngur Íslands, var í gær staddur niðri í Hæstarétti þar sem var verið að flytja mál hans á hendur tímarit- inu Hér og nú, ritstjóra þess, Garðari Erni Úlfarssyni, og útgefandanum, 365 prentmiðl- um. Bubbi fer fram á 20 milljónir vegna fyrirsagnar á forsíðu tímaritsins þar sem sagði „Bubbi fallinn“, myndar sem birtist á forsíðunni þar sem gat að líta Bubba í bíl sínum á götu í Reykja- vík og myndaraðar inni í tímaritinu. Þar sat Bubbi í bílnum og var með sígarettu í munni. Í héraði voru Bubba dæmdar 700 þúsund krónur miskabætur vegna þess skaða sem hann telur sig hafa orðið fyrir auk máls- kostnaðar en málinu var áfrýj- að. Í Hæstarétti í gær var troð- fullur salur áhorfenda. Fór þar mest fyrir laganemum en málið var prófmál bæði lögmanns Bubba, Sigríðar Rutar Júlíus- dóttur, sem og verjanda í málinu, Gísla Hall. Þegar málflutningi var lokið og dómararnir fimm horfnir að tjaldabaki þrammaði niður á mitt gólf Jónas dómvörð- ur Marteinsson og ávarpaði áhorfendur. Þakkaði hann laga- nemum fyrir hversu prúð og háttvís þau hefðu verið í sal – skóla sínum til sóma. Hann lagði þá til að viðstaddir myndu klappa duglega fyrir lögmönnum sem þarna voru að flytja prófmál bæði tvö. Mest mega líða fjórar vikur þar til dómar eru kveðnir upp frá því að mál eru munnlega flutt. Þeir eru einungis kveðnir upp á fimmtudögum og þá klukk- an fjögur. Bubbi trekkir í Hæstarétti STÓRDANSLEIKUR ÁKI PAIN HITAR UPP SÁLI HÚSIÐ OPNAR KL. 24.00FORSALA MIÐA Á NASA FÖSTUD. 23.FEB. FRÁ KL. 13-17 MIÐAVERÐ 1900 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA Gamanleikritið –eftir Jim Cartwright
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.