Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 16
INNBLÁSTUR FYRIR
SKÖPUNARGLEÐINA
Ókeypis Panduro Hobby
föndurlisti á íslensku!
Einnig fáanlegur í Skólavörubúðinni.
Borgartúni 29 Höfðabakka 3Glerárgötu 34
„Lögðum okkar síðasta blóðdropa í samtökin“
Samfélagsverðlaun Frétta-
blaðsins verða afhent síð-
degis í dag. Þetta er í annað
sinn sem verðlaunin eru
afhent en hlutverk þeirra
er að draga fram jákvæða
hluti í samfélaginu, að sögn
Steinunnar Stefánsdóttur,
aðstoðarritstjóra blaðsins
og formanns dómnefndar.
Samfélagsverðlaun Frétta-
blaðsins voru fyrst afhent í fyrra,
en verða nú afhent í annað sinn í
dag. Mikill fjöldi tilnefninga barst
frá almenningi og dómnefnd
útnefndi þrjá til fimm í hverjum
hinna fimm flokka, en auk þeirra
eru veitt ein heiðursverðlaun. „Það
var að sjálfsögðu úr mjög vöndu
að ráða fyrir dómnefndina,“ segir
Steinunn. „Allar ábendingar sem
koma frá almenningi eru verðugar
og allar eiga í raun skilið að verða
útnefndar til verðlauna.“ Dóm-
nefndina skipuðu að þessu sinni
Alma Geirdal, fulltrúi Forma, sam-
taka átröskunarsjúklinga, en þau
samtök hlutu Samfélagsverðlaun-
in í fyrra, Gísli Marteinn Baldurs-
son borgarfulltrúi, Hildur Peter-
sen, stjórnarformaður Sparisjóðs
Reykjavíkur, Svanfríður Jónas-
dóttir, bæjarstjóri á Dalvík, og
Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðar-
ritstjóri Fréttablaðsins. „Mark-
miðið með þessum verðlaunum
sem nú eru veitt í annað sinn er að
draga fram í dagsljósið örlítið brot
af öllu því góða sem gert er í sam-
félaginu,“ útskýrir Steinunn. „ Það
er alltaf freistandi fyrir fjölmiðil
að ná í góðar sögur, það er þeirra
hlutverk. En það er algengt að fjöl-
miðlar séu ásakaðir um að vilja
aðeins segja neikvæðar fréttir.
Þetta er okkar viðleitni í þá átt að
draga fram eitthvað jákvætt,
skemmtilegt og gott í dagsljósið. Á
bak við góðverk liggja iðulega
góðar, fallegar og oft skemmtileg-
ar sögur.“ Steinunn segir að með
verðlaununum sé líka verið að
benda á allan þennan fjölda fólks
sem lætur gott af sér leiða öðrum
til eftirbreytni, og breiða út ákveð-
inn boðskap. „Við fengum gífur-
lega jákvæðar viðtökur í fyrra og
það er eins í ár. Fólk verður svo
innilega glatt þegar það fær sím-
talið um að það hafi verið tilnefnt
til samfélagsverðlaunanna. Það
eru allir sammála um það að það
sé jafnmikilvægt að vera tilnefnd-
ur til þeirra eins og að vinna verð-
launin. Mjög margir þeirra sem
eru útnefndir eru almenningi lítt
kunnir og taka aldeilis ekki við
viðurkenningum á hverjum degi.“
Sjálf Samfélagsverðlaunin eru ein
milljón króna en verðlaunin í
hinum flokkunum eru gjafabréf
sem Iceland Express hefur látið í
té og tölvuverðlaun. „Við erum
afskaplega þakklát Iceland
Express fyrir örlæti þeirra í þessu
góða málefni, ferðavinningana
þrjá sem þeir lögðu til í ár,“ bætir
Steinunn við. Verðlaunaafhending-
in fer fram kl. 17 á Hótel Nordica,
í sal H/ I á 2. hæð.
Samfélagsverðlaunin – Forma,
samtök átröskunarsjúklinga á
Íslandi, fyrir að vekja þarfa
athygli á viðkvæmu máli í
samfélaginu.
Til atlögu gegn fordómum –
Toshiki Toma, prestur inn-
flytjenda á Íslandi fyrir óeig-
ingjarnt starf til að bæta
íslenskt samfélag með því að
benda á fordóma og beina
umræðu um innflytjendamál
og trúmál inn á nýjar brautir.
Hvunndagshetjan – Guðbjörn
Magnússon er sá Íslendingur
sem hefur gefið mest blóð, en
hann hafði gefið blóð 150 sinn-
um á síðasta ári.
Ung hetja - Gylfi Bragi Guð-
laugsson blaðberi sem upp-
götvaði eld í íbúðarhúsi,
hringdi í Neyðarlínu og vakti
íbúa.
Uppfræðari ársins – Hjónin
Þráinn Hafsteinsson og Þór-
dís Lilja Gísladóttir fyrir
framúrskarandi frjálsíþrótta-
starf meðal barna og ungl-
inga.
Framlag til æskulýðsmála –
Forvarnarverkefnið Blátt
áfram fyrir vinnu gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi á börnum.