Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 58
!
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
Miðasala á Nasa
frá kl. 13-16
Einnig á www.nasa.is
og www.midi.is
Gamanleikritið
Leikstjóri:
Gunnar I. Gunnsteinsson Steinn Ármann Magnússon
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
Aðalhlutverk: –eftir Jim Cartwright
Frumsýning:
fös. 23. feb. kl. 20
2. sýn. sun. 25. feb.
3 sýn. fös. 2. mars
4. sýn. sun. 4. mars.
UPPSELT
Nú rennur upp Vetrarhátíð
í höfuðborginni en viðburð-
ur sá hefur fest sig í sessi
sem kærkomin tilbreyting
í skammdeginu. Þetta er í
sjötta sinn sem hátíðin er
haldin en að þessu sinni er
á henni meginlandsslag-
síða því í kvöld hefst einnig
franska menningarkynning-
in Pourqoui pas? Það verður
því heimsborgarbragur á
dagskránni í ár.
Setningar hátíðanna tveggja verð-
ur á Austurvelli kl. 19.45 í kvöld
en á slaginu átta mun franski
gjörninga- og tónlistarmaðurinn
Michel Moglia leika exótískt for-
spil hátíðarinnar með tilheyrandi
eldglæringum og sjónarspili.
Honum til fulltingis verða slag-
verkspiltarnir í Steintryggi og
plötusnúðurinn Gísli Galdur. Síðan
tekur við fjölbreytt dagskrá, Vetr-
arhátíð stendur fram á sunnudag
en franska menningarkynningin
fram á vorið svo sýnt er að engum
þarf að láta sér leiðast á næst-
unni.
Höfuðborgarstofa skipuleggur
Vetrarhátíðina en á í samstarfi við
fjölmarga aðila og menningar-
stofnanir. Til dæmis er morgun-
dagurinn kenndur við Safnanótt
þar sem söfn og stofnanir opna
dyr sínar fyrir áhugasömum gest-
um.
Markmið hátíðarinnar er að
höfða til sem flestra og því ættu
gestir á öllum aldri að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Þannig verð-
ur sérstök menningarhátíð eldri
borgara í Breiðholti og Heimsdegi
barna verður fagnað í Gerðubergi
á laugardaginn. Leikskólar í
Reykjavík taka virkan þátt í hátíð-
inni og láta í sér heyra á morgun
og í Hinu húsinu verður vegleg
dagskrá þar sem listræn ung-
menni og upprennandi listamenn
láta ljós sitt skína í kvöld.
Allar listgreinar munu eiga sinn
hlut í dagskrá Vetrarhátíðar. Af
dansviðburðum má nefna komu
hinna mögnuðu belgísku meyja í
La Guardia Flamenca sem bland-
ar saman ástríðu flamengódans-
ins og heraga majorettanna en
hópurinn kemur fram í Hafnar-
húsinu í kvöld. Í næsta nágrenni
verður sannkölluð dansveisla á
skemmtistaðnum Nasa þar sem
nemendur og kennarar Kramhúss-
ins sýna takta ásamt frumlegum
gestum. Á laugardag heldur Dans-
leikhús með ekka upp á tíu ára
afmæli sitt í Kartöflugeymslun-
um í Ártúnsbrekku en þar munu
líka fleiri listgreinar skjóta rótum
um helgina.
Brúðumeistarinn Bernd Ogrod-
nik bregður á leik með persónur
sínar og flytur Pétur og úlfinn í
Þjóðleikhúsinu á laugardaginn en
sýning sú er einkum ætluð nýbúa-
börnum.
Af vettvangi myndlistarinnar er
vert að geta þess að ófáar sýning-
ar verða opnaðar nú um helgina. Í
Ráðhúsinu verður í kvöld opnuð
fjölþætt sýning helguð íslensku
myrkri og annað kvöld endurtek-
ur myndlistarmaðurinn Andrew
Burgess umbreytingu sína á
alþingishúsinu og gæðir það nýju
lífi með ljósum og myndvörpun.
Þá opnar ljósmyndasýning franska
listamannsins Etienne de France í
Listasafni ASÍ á föstudagskvöldið
en samlandar hans sýna einnig
ljósmyndir í Grófarhúsinu. Í Hafn-
arhúsi Listasafns Reykjavíkur
sýnir hinn heimsþekkti Pierre
Huyghe verk sín en öll þessi söfn
verða aukinheldur með fjölbreytta
dagskrá alla helgina.
Tónlistin skipar stóran sess en
meðal hátinda hennar verða tón-
leikar Hlaupanótunnar í Hafnar-
húsinu á föstudagskvöld þar sem
boðið verður upp á bræðing af því
nýjasta í íslensku tónlistarlífi.
Organistar leika undir frönskum
áhrifum í Dómkirkjunni í kvöld
sem og Tríó Björns Thoroddsen á
Kjarvalsstöðum á morgun. Í kvöld
syngur líka Bjargræðiskvartett-
inn í Fríkirkjunni og hörpuleikar-
inn Marion Herrera kynnir fransk-
ar perlur í Iðnó. Þá verða
skammdegistónleikar í Söngskól-
anum í Reykjavík á laugardag og
vegleg dagskrá í Ráðhúsinu sem
eldri borgarar standa fyrir. Vetr-
arhátíð lýkur síðan með tónleikum
frönsku hljómsveitarinnar Dion-
ysos sem leiðir hlustandann í und-
ursamlegt ferðalag með frumlegri
blöndu af poppi og þjóðlagarokki.
Tónleikar þeirra verða í Hafnar-
húsinu kl. 22 á laugardagskvöld.
Dagskrá Vetrarhátíðar má
nálgast á heimasíðunni www.vetr-
arhatid.is en síðan er um að gera
að vera sem mest á ferli þessa
fjóra daga því það er aldrei að vita
á hvað eða hvern má rekast næstu
daga.
Kl. 22.00
Hljómsveitin Hundur í óskilum
heldur tónleika á Domo við Þing-
holtsstræti. Hljómsveitin er skipuð
Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi
Hjartarsyni. Hljómsveitin hefur
starfað óslitið síðan á síðustu öld og
spannar tónlist hennar allar nótur
tónstigans. Hljómsveitin hefur víða
komið við á ferli sínum og hvarvetna
vakið lukku.