Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 2
Baldur, geta rafvirkjanemarn- ir ekki lagað andrúmsloftið? Starfsmaður fyrirtækis- ins Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, hringdi í fyrrverandi starfsmann álversins og bauð honum launaða vinnu hjá Alcan við að hringja í Hafnfirðinga til að biðja þá um að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík. Fyrrverandi starfsmaðurinn vill ekki koma fram undir nafni. Þegar maðurinn, sem er íbúi í Hafnarfirði og fór á eftirlaun fyrir tveimur árum, neitaði boði Alcan á þeim forsendum að hann væri á móti stækkun álversins var hann beðinn um að gera Alcan þann greiða að skila auðu í kosn- ingunum. Hafnfirðingar munu kjósa um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík 31. mars næstkom- andi. Ef þeir samþykkja stækk- unina mun framleiðslugeta álversins aukast úr 180 þúsund tonnum á ári í 460 þúsund. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan, segir að for- ráðamenn Alcan hvetji starfs- menn til að greiða atkvæði með stækkuninni. Hann segir einnig að Alcan hafi hvatt starfsmenn sína til að fá Hafnfirðinga til að greiða atkvæði með stækkuninni. Aðspurður staðfestir hann að stofnað hafi verið kosningateymi skipað starfsmönnum Alcan sem miðli upplýsingum um stækkun- ina. Hrannar neitar því að fyrrver- andi starfsmönnum hafi verið boðin vinna við að hvetja Hafn- firðinga til að samþykkja stækk- un. „Alcan hvetur starfsmenn fyrirtækisins til að leggja sínum vinnustað lið, hvernig svo sem þeir gera það. Starfsmönnum fyr- irtækisins er svo frjálst að hringja í þá sem þeir vilja. Við munum hvetja hvern þann sem tekur þátt í kosningunum að greiða atkvæði Alcan í hag,“ segir Hrannar. Hann líkir aðferð fyrirtækisins við kosningabaráttu stjórnmála- flokka og segir hana ekki óeðli- lega. Tryggvi Skjaldarson, starfs- maður álversins og meðlimur í kosningateymi Alcan, segir að vinna teymisins gangi út á að fá fólk til að greiða atkvæði með stækkun. Tryggvi fær greidd laun fram að kosningunum fyrir vinnu sína í teyminu. Hann er sann- færður um að kosningateymið muni reyna að fá alla Hafnfirð- inga og fyrrverandi starfsmenn álversins til að kjósa með stækk- uninni en að það hafi enn ekki verið gert. „Þetta er kosninga- slagur og við ætlum að taka hann,“ segir Tryggvi. Hvattir til að sam- þykkja stækkunina Fyrrverandi starfsmanni Alcan boðin vinna við að hvetja Hafnfirðinga til að greiða atkvæði með stækkun álversins í Straumsvík. Alcan hefur stofnað kosn- ingateymi starfsmanna sem á að fá Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun. Foreldrar unglings kölluðu í lögreglu í vikunni þegar unglingurinn sætti sig ekki við að nettenging hans hafði verið tekin úr sambandi. Þetta er í þriðja skiptið á nokkrum vikum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli af þessum toga. Í tilkynningu frá lögreglu segir að foreldrar drengsins hafi brugðið á það ráð að taka beini (router) úr sambandi til að takmarka tölvunotkun hans. Hann tók því mjög illa og kom til stimpinga. Ekki hlutust neinir áverkar eða skemmdir af átökunum. Táningur tryllist vegna netbanns Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS TOYOTA COROLLA WAGON Nýskr. 06.03 - Sjálfskiptur - Ekinn 59 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.480 .000. - Romano Prodi, forsætis- ráðherra Ítalíu, sagði af sér á sjöunda tímanum í gærkvöld eftir að stjórn hans hafði tapað atkvæða- greiðslu í þinginu í gær. Áætlunin snerist um utanríkisstefnu landsins og fól meðal annars í sér hernaðarað- gerðir í Afganistan. Alls 158 þingmenn greiddu atkvæði með utanríkis- stefnu Prodis en 160 atkvæði þurfti til að ná meirihluta. Atkvæðagreiðslan var ekki bindandi en utanríkisráðherra Ítalíu, Massimo D´Alema, hafði sagt að ríkisstjórnin ætti að segja af sér ef hún tapaði atkvæða- greiðslunni. Eftir að úrslitin voru kunn kallaði stjórnarandstaðan strax eftir afsögn stjórnarinnar. Romano Prodi hefur sagt af sér Ungur karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti gegn stúlkubarni í Héraðsdómi Vestur- lands í gær. Manninum var gefið að sök að hafa brotið gegn fimm ára gamalli stúlku sumarið 2003, þegar hann var sjálfur fjórtán ára, með því að stinga getnaðarlim sínum í munn hennar. Stúlkan greindi frá atburðinum í fyrra og gekkst maðurinn við verknaðinum fyrir dómi. Hann hafði hins vegar ekki náð sakhæf- isaldri þegar brotið átti sér stað og því var maðurinn sýknaður. Honum var hins vegar gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Ósakhæfur vegna aldurs Sjálfstæðismenn í sveitarstjórn Skagafjarðar segja meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks nýta heima- síðu sveitarfélagsins sem áróðursvettvang. Tvö nýleg dæmi um þetta séu fréttir um skólamál og byggingu leikskóla þar sem hvergi sé getið afstöðu minnihlut- ans. Fulltrúi vinstri grænna segir meðferð meirihlutans á heima- síðu sveitarfélagsins vera forkastanlega. Fulltrúar meiri- hlutans segja á móti að jákvæðar fréttir virðist fara fyrir brjóstið á fulltrúum minnihlutans en að meirihlutinn ætli ekki að liggja á slíkum fréttum. Sögð misnota heimasíðu Alcan hvetur starfs- menn fyrirtækisins til að leggja sínum vinnustað lið, hvernig svo sem þeir gera það. Margrét Frímannsdótt- ir var harðorð í garð stjórnvalda á Alþingi í gær og gerði meint úrræðaleysi stjórnvalda í málefnum langt leiddra fíkla að umtalsefni. Spurði hún hvort ekki væri vilji til að efla starfsemi fagaðila eins og SÁÁ, fremur en að styrkja stofnanir sem ekki veita viðurkennda meðferð. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagðist ætla að beita sér fyrir eflingu SÁÁ og benti á að aðgengi að áfengismeðferð sé óvíða betra en hér á landi. Margrét sagði þá Siv fara með þvaður. Byrgið hafi til dæmis verið stofnað af því að fíklarnir hafi verið á götunni. Úrræðaleysi í málefnum fíkla Gagnrýni á samein- ingu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands (FÍ) er byggð á misskilningi að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara FÍ. Hann segir ótta kennara Iðnskól- ans um réttindamissi og að vissar iðngreinar komi til með að líða fyrir breytingarnar ástæðulausan þar sem réttindi kennara séu vel tryggð og námsframboð verði aukið. „Við erum að reyna að fá meira frelsi inn í skólann og atvinnulífið með okkur sem stóreykur tæki- færi nemenda,“ segir Jón og minn- ir á að öll skólastig séu nú í hraðri endurskoðun. „Ég bendi á að þegar Stýrimanna- og Vélskólanum var breytt í tækniskóla þá fjölgaði nemendum og vegna rekstrar- formsins þá var aðstaða nemenda bætt stórlega,“ segir Jón. Hann segir að kennarar Fjöltækniskól- ans séu almennt ánægðir með sameiningaráformin enda tali þeir af reynslu þar sem þeir hafi starf- að undir áþekku rekstrarformi og sameinaðir skólar muni starfa eftir. Sigurður Ingi Andrésson, trún- aðarmaður kennara í FÍ, segist halda að kennarar skólans séu spenntir fyrir sameiningu. „Við sjáum í þessu tækifæri frekar en neikvæðar breytingar. Helsta gagnrýnin sem ég hef heyrt er varðandi húsnæðismál og að kennt verði á tveimur stöðum. Það hafa vaknað spurningar um hvernig því verður blandað saman.“ Sigurður Hreinsson, trésmiður frá Húsavík, er sáttur við að Ker hf., áður Olíufélagið hf., hafi verið dæmt til að greiða honum fimmtán þúsund króna skaðabæt- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Olíufélagið tók þátt í ólögmætu verðsamráði olíufélag- anna ásamt Olís og Skeljungi á árunum 1993 til 2001, Sigurður keypti bensín af Olíufélaginu fyrir um 1,1 milljón á árunum 1995 til 2001. Með dómnum voru einstaklingi í fyrsta skipti dæmdar bætur vegna verðsamráðs olíufélaganna. Ker mun áfrýja dómnum til Hæstarétt- ar. Að sögn Sigurðar er leikurinn því aðeins hálfnaður. „Nú er búið að greiða leiðina fyrir frekari mála- ferlum einstaklinga gegn olíufélög- unum,“ segir Sigurður. Steinar Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, segir að um 150 einstakl- ingar, sem telja sig hafa beðið fjár- hagslegan skaða vegna samráðsins, bíði eftir niðurstöðunni í máli Sig- urðar. Hörður Felix Harðarson, lög- maður Skeljungs, segir langt í að Skeljungur taki ákvarðanir um hvernig brugðist verði við því ef einstaklingar höfða skaðabótamál gegn félaginu. Hann segir að Skeljungur muni bíða eftir niður- stöðu Hæstaréttar í málinu. Hörð- ur segir að ef til þess komi að ein- staklingar ætli að höfða skaðabótamál gegn Skeljungi sé ekki útilokað að slík mál yrðu útkljáð utan dómstóla en að of snemmt sé að fullyrða um það. Niðurstaðan er hálfur sigur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.