Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 47
Ég á mér draum um að Samfylk-ingin leiði næstu ríkisstjórn. Í
þeim draumi er kona forsætisráð-
herra í fyrsta skipti í sögu lýðveld-
isins og áherslurnar í þjóðarbú-
skapnum taka mið af sjónarmiðum
beggja kynja. Ekki er lengur leikið
einungis eftir leikreglum strák-
anna.
Ég vil vakna upp af þeirri mar-
tröð að stjórnmálaflokkur með
pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnar-
áskrift af 30 ára gömlum vana og
mér finnst nóg komið af einkavina-
væðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég
vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn
Jafnaðarmanna.
Leiðtogi Sam-
fylkingarinnar,
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, verður
nú fyrir árásum úr
ýmsum áttum. Ég
get skilið það af
hverju andstæð-
ingunum er svona
mikið í mun að
gera hana ótrúverðuga. Það er auð-
vitað af því að þeir eru hræddir við
hana. Hún ógnar núverandi vald-
höfum vegna þess að hún er greind
og klár, stefnuföst og rökföst og er
lang sterkasti leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar, nógu sterk til að geta
leitt nýja ríkisstjórn með glæsileg-
um hætti. Hún náði borginni af
íhaldinu á sínum tíma og þeir gera
allt til að koma í veg fyrir að henni
takist það sama í landsmálapólitík-
inni. Þetta er taktík sem er í raun
mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka
hana úr umferð.
Á hinn bóginn er ekki eins skilj-
anlegt af hverju margir fyrrum
stuðningsmenn og ekki síst fylgis-
konur Samfylkingarinnar hafa hætt
stuðningi sínum við flokkinn og
ætla að gefa öðrum flokkum
atkvæði sitt í kosningunum í vor.
Skýringarnar sem ég heyri eru
ótrúlegar og ein skýring er ansi líf-
seig. Margir hafa enn ekki „fyrir-
gefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún
skyldi hætta sem borgarstjóri og
fara í framboð til Alþingis. Við
þetta fólk segi ég: „Get over it!“
Hvað ætlar fólk að velta sér lengi
upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók
áskorun og áhættu af því að það var
lagt hart að henni að gera það. Frá-
farandi bæjarstjóri á Akureyri
gerði það sama og ég get ekki betur
séð en að allir séu búnir að fyrir-
gefa honum það. Ef Ingibjörg hefði
nú eitthvað verulega krassandi á
samviskunni myndi ég hugsanlega
skilja þessa bræði. Ég myndi alveg
skilja það að fólk væri fúlt ef Ingi-
björg Sólrún hefði gefið ríkisbank-
ana á tombóluverði, komið í gegn
eftirlaunafrumvarpi til að tryggja
afkomu sína, ef hún hefði nú t.d.
stutt Íraksstríðið, klúðrað varnar-
málunum eða stigið stór skref í að
einkavæða RÚV. Ég myndi líka
skilja það að öryrkjar eða eldri
borgarar væru argir út í Ingibjörgu
Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör
þeirra ef hún hefði setið í ríkis-
stjórn undanfarin þrjú kjörtímabil.
En málið er að hún hefur ekki setið
í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að
taka til hendinni í ríkisbúskapnum.
Við ættum að einbeita okkur að
því sem Ingibjörg Sólrún hefur
gert og fyrir hvað hún stendur
fremur en að velta okkur upp úr
því að við misstum góðan borgar-
stjóra fyrir nokkrum árum. Það er
búið og gert og var ekkert stórmál í
samanburði við allt svínaríið sem
viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkun-
um sem sæta engri ábyrgð hvað
varðar mýmörg alvarleg mistök.
Við ættum einnig að einbeita okkur
að því sem Ingibjörg Sólrún getur
gert og mun gera nái Samfylkingin
að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verð-
ur gaman að lifa.
Höfundur er sölustjóri og félagi
í Samfylkingunni.
Nokkur orð um árásirnar á Ingibjörgu
Það fer vænt-anlega ekki
framhjá neinum
sem ekur um
borgina á góð-
viðrisdögum, að
loftið er mengað
svifryki frá bíla-
umferðinni. Ryk þetta er að mestu
ættað úr kverkum götu- og gang-
stéttakanta, en þar safnast fyrir
malbikssalli af götunum. Nagla-
dekkin fræsa niður göturnar og á
hverju ári þarf að malbika þar
sem umferðin er hvað mest.
Þrátt fyrir viðleitni borgarinn-
ar við að benda á að ekki sé nauð-
synlegt að vera með nagla í dekkj-
um ef einungis er ekið innanbæjar
og þrátt fyrir að bifreiðum á nagla-
dekkjum hafi fækkað, þá dugir
það ekki til.
Og hvað er þá til ráða? Eigum
við bara að bíða eftir að veðráttan
skoli hroðanum burtu eða eigum
við að leyfa honum að liggja þar til
malbikað verður næst?
Reykjavíkurborg á sópara og
eflaust hafa vegfarendur séð til
þeirra að sumarlagi. Spurningin
er hins vega hvort ekki megi sópa
göturnar og hreinsa árið um
kring? Í dag, í miðjum febrúar-
mánuði, eru allar kverkar fullar af
malbikssalla. Og þó svo rigni
skolast hann ekki nema að litlu
leyti burtu, heldur situr þar áfram
og bíður þess að honum verði þyrl-
að upp af bílaumferðinni, næsta
þurrviðrisdag.
Er ekki ráð að borgin fari að
sópa? Þessir sóparar hljóta að geta
gengið þótt kalt sé í veðri? Borgin
á þetta ráð að þrífa göturnar og af
hverju þá ekki bara að gera það?
Höfundur er fulltrúi Frjálslynda
flokksins í framkvæmdaráði
Reykjavíkurborgar.
Hvar eru sóp-
ararnir í Reykj-
víkurborg?