Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 49
Nú nýverið birtist hér í blaðinu frétt um aukna þjónustu ferðaþjónustu fatlaðra. Tilefnið var samþykkt borgarráðs um að veita þeim 400 hjólastólanotend- um sem nýta sér ferðaþjónustuna heimild frá og með 1. maí til að panta ferðaþjónustubíl með að lágmarki þriggja tíma fyrirvara. Alls nota u.þ.b. 1200 fatlaðir einstaklingar, sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur, ferða- þjónustu fatlaðra. Fram að þessu hafa þeir þurft að panta bíl með sólarhrings fyrirvara ef þeim skyldi „detta í hug“ að fara í bíó, á kaffihús eða í boð. Þetta fyrir- komulag hefur margoft verið gagnrýnt. Því tók Borgarráð Reykjavíkur þá ákvörðun í nóv- ember 2005 að fyrirvarinn stytt- ist og færi niður í allt að þrjár klst. þegar pantaður væri bíll. Til að nægur tími gæfist til undir- búnings var ákveðið að breyting- in kæmi til framkvæmda 13 mán- uðum síðar eða frá og með 1. jan 2007. Í nóvember sl. boðaði síðan velferðarsvið Reykjavíkurborgar til fundar með fulltrúum hags- munasamtaka fatlaðra þar sem til umræðu var að fresta fram- kvæmd þessa ákvæðis þar sem menn voru ekki tilbúnir með nýtt fyrirkomulag (þrátt fyrir 13 mán- aða undirbúningstíma.) Þeirri hugmynd var harðlega mótmælt. Þrátt fyrir það var í desember 2006 lögð fram tillaga í borgar- ráði um að taka til baka fyrri ákvörðun um bætta þjónustu ferðaþjónustunnar. Þeirri tillögu var þá aftur mótmælt m.a. af Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands og á fundi borgarráðs var ákveðið að vinna málið betur. Á síðasta fundi borgarráðs var síðan ofangreind tillaga samþykkt. Sú niðurstaða er að mati okkar klárt brot á fyrra samkomulagi og ljóst að borgar- yfirvöld eru að svíkja þá 800 not- endur sem fá í engu bætta þjón- ustu. Auk þess þarf það fólk, sem gefst kostur á að panta ferðaþjón- ustu með minna en sólarhrings fyrirvara, að greiða aukalega 500 kr. fyrir hverja ferð (1000 kr. fram og til baka aukalega). Bíó- ferðin verður því býsna dýr fyrir þennan hóp Íslendinga sem seint verður talinn með þeim efna- meiri. Upprunalega samkomulaginu sem verið er að svíkja núna var ætlað að auka möguleika fatlaðs fólks til þátttöku í eðlilegu lífi, njóta tómstunda og félagslífs með öðru fólki. Við sem ófötluð erum tökum ekki ákvarðanir um að skreppa í bíó, hitta vini okkar eða skreppa á kaffihús með sólar- hrings fyrirvara. Því skyldi fatl- að fólk eiga að gera það? Felst mikið jafnræði og jafnrétti í slíku? Ákvörðun borgarráðs núna er brot á þess eigin jafnréttisstefnu þar sem segir m.a. „Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Unnið skal markvisst að því að gera fötluðum kleift að taka virk- an þátt í borgarsamfélaginu“ og „Fatlaðir eigi jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir“. Einnig felst í henni brot á markmiðsgrein laga um málefni fatlaðra þar sem segir að fatlaðir skuli eiga þess kost að lifa eðli- legu lífi. Þá vinnur hún gegn hug- myndafræði sáttmála Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi og virðingu fatlaðs fólks sem nýlega var samþykktur. Það er lítill sómi að því fyrir Reykjavíkurborg að taka til baka fyrri ákvörðun frá 2005 og ennþá minni sómi er að því að láta líta svo út að um stórkostlegar réttar- bætur sé um að ræða. Það virðist sem borgarráð hafi skort vilja til að standa við fyrri samþykktir. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ennþá tækifæri til að sýna að vilji sé til staðar til að bæta þjónustu við allt fatlað fólk í borginni í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar með því að breyta samþykkt borgarráðs og taka upp raunverulega samvinnu við hags- munaaðila um framkvæmd þess- arar þjónustu. Annað er ekki forsvaranlegt á Evrópuári jafnra tækifæra. Gerður er formaður Landssam- takanna þroskahjálpar og Friðrik er framkvæmdastjóri. Ferðaþjónusta fatlaðra á Evrópuári jafnra tækifæra Ákvörðun borgarráðs núna er brot á þess eigin jafnréttis- stefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.