Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 27
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir keypti sér undurfagran kjól í gegnum uppboðssíðu á netinu. „Ég var bara að fletta í gegnum eBay og ákvað að slá inn leit- arorðið „gala-dress“. Upp kom fjöldinn allur af undurfögrum kjólum á mjög góðu verði miðað við það sem maður borgar fyrir svona flíkur hérna heima. Ég sá þennan hvíta, klassíska kjól og heillaðist strax. Sló til og keypti hann á tæpar tíu þús- und krónur með sendingarkostnaði og öllu. Sambærilegt verð myndi maður aldrei borga fyrir svona flík út úr búð á Íslandi,“ segir Hrafnhildur ánægð með fenginn. Hrafnhildur hefur tvívegis notað kjólinn á árshátíð og segir hann varla ganga við önnur tilefni. „Ég myndi til dæmis aldrei gera neinni brúði það að mæta í honum í brúðkaup,“ segir hún og skellir upp úr. Hrafnhildur, sem hefur starfað hjá Símanum í fimm ár, ætlar ekki að fara á árshátíðina núna enda segist hún hafa farið á hverju ári og mun hafa í nægu að snúast daginn sem árshátíðin fer fram. Venjulega vinnur hún í Snyrtihorninu í Hafnarfirði á laugardögum, en laugar- daginn sem árshátíð Símans rennur upp verður hún með Skildi Eyfjörð í öðruvísi gleðskap. „Við Skjöldur höfum verið að punta stelpurnar fyrir árs- hátíðir. Ég sé um förðun og hann um hár. Við gerum þetta ýmist heima hjá mér eða honum, bjóðum upp á kampavín, vínber og osta, hlustum á tónlist og höfum það rosa gaman á meðan. Þetta er í sjálfu sér næg skemmtun fyrir mig,“ segir hún en Hrafnhildur hefur meðal annars gerst svo fræg að farða Dilönu og félaga úr Rockstar Supernova. Árshátíðarkjól- inn af eBay FREESTY LEKEPPN I 2007 - T ÓNABÆJ AR Föstudag inn 23. fe brúar í Lof tkastalan um Miðasala hefst kl. 17 (keppni 1 8 - 22) Miðaverð 700 kr. www.ton abaer.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.