Fréttablaðið - 22.02.2007, Page 27
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir keypti sér undurfagran kjól í
gegnum uppboðssíðu á netinu.
„Ég var bara að fletta í gegnum eBay og ákvað að slá inn leit-
arorðið „gala-dress“. Upp kom fjöldinn allur af undurfögrum
kjólum á mjög góðu verði miðað við það sem maður borgar
fyrir svona flíkur hérna heima. Ég sá þennan hvíta, klassíska
kjól og heillaðist strax. Sló til og keypti hann á tæpar tíu þús-
und krónur með sendingarkostnaði og öllu. Sambærilegt
verð myndi maður aldrei borga fyrir svona flík út úr búð á
Íslandi,“ segir Hrafnhildur ánægð með fenginn.
Hrafnhildur hefur tvívegis notað kjólinn á árshátíð og
segir hann varla ganga við önnur tilefni. „Ég myndi til dæmis
aldrei gera neinni brúði það að mæta í honum í brúðkaup,“
segir hún og skellir upp úr. Hrafnhildur, sem hefur starfað
hjá Símanum í fimm ár, ætlar ekki að fara á árshátíðina núna
enda segist hún hafa farið á hverju ári og mun hafa í nægu að
snúast daginn sem árshátíðin fer fram. Venjulega vinnur
hún í Snyrtihorninu í Hafnarfirði á laugardögum, en laugar-
daginn sem árshátíð Símans rennur upp verður hún með
Skildi Eyfjörð í öðruvísi gleðskap.
„Við Skjöldur höfum verið að punta stelpurnar fyrir árs-
hátíðir. Ég sé um förðun og hann um hár. Við gerum þetta
ýmist heima hjá mér eða honum, bjóðum upp á kampavín,
vínber og osta, hlustum á tónlist og höfum það rosa gaman á
meðan. Þetta er í sjálfu sér næg skemmtun fyrir mig,“ segir
hún en Hrafnhildur hefur meðal annars gerst svo fræg að
farða Dilönu og félaga úr Rockstar Supernova.
Árshátíðarkjól-
inn af eBay
FREESTY
LEKEPPN
I 2007 - T
ÓNABÆJ
AR
Föstudag
inn 23. fe
brúar í Lof
tkastalan
um
Miðasala
hefst kl.
17 (keppni 1
8 - 22)
Miðaverð
700 kr.
www.ton
abaer.is