Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur
Breyta þarf löggjöf um
nálgunarbann. Kerfið sem
nú er notað er of þungt í
vöfum til að það nýtist til
að veita þolendum ofbeld-
is nægilega vernd og er
seinvirkt hjálpartæki fyrir
lögreglu. Þetta kom meðal
annars fram í máli Ásu
Ólafsdóttur, lögfræðings og
réttargæslumanns, en hún
flutti erindi á morgunverð-
arfundi kvennahreyfing-
anna á Íslandi í gær. Um-
ræðuefnið var kynbundið
ofbeldi og aðgerðir gegn
því.
Nálgunarbann er aðallega notað í
málum sem varða heimilisofbeldi
og er aðeins heimilt að fara fram
á það ef rökstudd ástæða þykir
fyrir því að þolanda stafi hætta af
annarri manneskju.
Ása Ólafsdóttir, lögfræðingur
og réttargæslumaður, segir að til
þess að þetta úrræði virki sé nauð-
synlegt að skýrar reglur séu um
nálgunarbann. Í fyrsta lagi sé
óviðunandi að það sé algerlega
háð mati lögreglu hvort farið sé
fram á nálgunarbann. Þá taki
málsmeðferðin oft of langan tíma.
Auk þess hefur brotaþoli ekki
nokkra aðild að málinu og viti í
mörgum tilfellum ekki um afdrif
beiðnarinnar, það eigi sérstaklega
við um konur af erlendum upp-
runa.
Ása bendir einnig á að henni
þyki lögreglan of sjaldan fara
fram á nálgunarbann, jafnvel þótt
aðstæður séu alvarlegar og raun-
hæf ástæða sé til þess að óttast
um líf og heilsu brotaþola.
Sigurbjörn Víðir Eggertsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn lög-
regluembættis höfuðborgarsvæð-
isins, tekur undir orð Ásu um að
nauðsynlegt sé að breyta lögum
um nálgunarbann. „Að mínu mati
þarf að breyta fyrirkomulaginu.
Kerfið er seinvirkt þegar kemur
að þessum málum,“ segir Sigur-
björn. Honum þykir réttara að
beiðnir um nálgunarbann yrðu
færðar til ákæruvalds lögreglu-
stjóra og það gæti í beinu fram-
haldi tekið ákvörðun um hvort af
því yrði. Málið yrði svo fært fyrir
dómara sem gæti þá úrskurðað
um hvort rétt væri að halda því
eða aflétta.
Eins og staðan er nú þarf þol-
andi ofbeldis að leggja fram kröfu
um nálgunarbann við lögreglu.
Lögregla metur hvort rétt sé að
krefjast þess fyrir dómi að ein-
staklingur skuli sæta nálgunar-
banni. Sá einstaklingur hefur svo
frest í tvo sólarhringa til að and-
mæla. Það fyrirkomulag segja
Sigurbjörn og Ása bæði of sein-
legt.
Heimilisofbeldi eru talin ein
algengustu afbrot sem framin eru
hér á landi. Andrés Ólafsson, sál-
fræðingur í verkefni mennta-
málaráðuneytisins Karlar til
ábyrgðar, hefur sagt að talið sé að
um 1.100 konur verði árlega fyrir
líkamlegu heimilisofbeldi hér á
landi. Málin eru þó þung í vöfum í
kerfinu og eru erfiðleikar við að
fá fram nálgunarbann á þolanda
talið eitt þeirra atriða sem gera
þau enn erfiðari viðfangs. Eins og
staðan er nú er þolandi ofbeldis-
ins venjulega sá sem þarf að fara
af heimilinu. Það þykir Sigþrúði
Guðmundsdóttur, framkvæmda-
stýru Kvennaathvarfsins, öfug-
snúið og verða til þess að þoland-
inn, sem nánast alltaf er konan í
sambandinu, verður fyrir enn
frekara álagi við að flýja af heim-
ili sínu fyrir utan það sem hún
hefur þegar hlotið af ofbeldinu.
Ef börn séu í sambandinu fylgi
þau venjulega mæðrum sínum og
skapi flutningarnir oft mikið rask
fyrir þau. Á meðan geti gerandinn
verið um kyrrt á heimilinu.
Sigþrúður telur að virkari notkun
á nálgunarbanni myndi skila
miklu. Úrræði skorti til að koma í
veg fyrir að karlmenn ónáði og
hóti konum sem þeir hafa lagt
hendur á.
Fréttablaðið greindi frá því í
fyrra að árið 2005 komu tæplega
300 heimilisofbeldismál á borð
lögreglunnar. Hafa verður í huga
að ekki eru öll tilkynnt tilvik skráð
í málaskrá þar sem þessum málum
er oft lokið sem dagbókarfærslu.
Aðeins var eitt prósent þeirra
mála tekið til ákærumeðferðar.
Á árinu 2006 voru 445 heimilis-
ofbeldismál skráð en of snemmt
er að segja til um hvar þau mál
eru nú stödd í kerfinu.
Dökkur litur undirstrikar alvarleikann
Mikilvægt að
stýra áhorfi
Nálgunarbann of þungt í vöfum
Gleðilegar ræstingar
– og farsælan vinnudag!
R
V
62
26
Rekstrarvörur
1982–200725ára
TASKI Swingo 450
Einstakleg lipur vél sem
hentar vel þar sem er þröngt.
Raunhæf afköst 450m2/klst
TASKI Swingo 1250 B
Hentar meðalstórum
fyrirtækjum og stofnunum.
Raunhæf afköst 1250m2/klst
Nánari upplýsingar veita
sölumenn og ráðgjafar hjá RV