Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 29
Ég man þá tíð þegar ég var að vinna í St. Germain des Près hverfinu í París. Þá gerðum við grín að japönsku stúlkunum sem fóru um í hópum milli tískuhúsanna, uppstrílaðar, á hælum og jafnvel opnum sandölum – í sokkum. Sokkarnir voru í ýmsum litum og áttu því vel við sérstakan stíl þeirra. Nú hlær ekki nokkur maður lengur að Jap- önunum því skyndilega varð það aðalmálið í vetur í tískuheiminum að vera í sokkum og hælaskóm, helst með opinni tá. Svo mikil varð breytingin að undirfata- og sokkaframleiðandinn Dim hefur marg- faldað sölutölur á alls kyns sokkum undanfarin misseri. Í stóru versl- unarhúsunum hér í borg eru sokkarnir nýjungin sem hvað best hefur selst í vetur. Það eru góðar fréttir af sumartískunni fyrir íslenskar konur því sokkarnir halda velli sumarið 2007. Það þarf því engin að vera fót- köld þetta árið í hráslagalegu íslensku sumri, jafnvel þó að rigni. Þessi tíska á sér auðvitað sínar skýringar. Það er engin frétt að tískan hefur mikið leitað til sjöunda og áttunda áratugarins undanfarin misseri þar sem finna mátti allar útgáfur af sokkum og sokkabuxum. Líklegt er að með mínítískunni hafi konum verið dálítið kalt og þannig hafi sokkabuxur úr blúndu, hekli og netefni komist í notkun. Sama skýring gæti átt við að þessu sinni en það er Karl Lagerfeld sem tekur aftur upp blúndusokkabuxurnar fyrir sumarið 2007 í tísku- línu sinni sem hann hannar undir eigin nafni og eru þær í svörtu og hvítu. Reyndar var sagt í hálfkæringi um tískulínu Karls fyrir Chanel fyrir sumarið 2007 að svo stutt væri síddin að í raun væru engir neðripartar! Sokkabuxurnar minna hvorki á brúður, hjúkrunarkonur né ekkjur heldur klæða fótinn fallega. Hjá Castelbajac eru sokkabuxurnar með hjörtum og stjörnum en einnig einlitar í skærum litum. Ekki er hægt að mæla með þeim fyrir þær sem eru þéttar á velli. Stefano Pilati hjá Yves Saint Laurent veðj- ar á netsokkabuxur en nú eru þær ekki lengur eins óþægilegar og áður var þar sem örþráðum er blandað í efnið. Gaultier er meira í leggings-stílnum í anda Madonnu og „Confessions on a Dancefloor“ og litirnir eru ekki til að láta lítið á sér bera. Christian Lacroix fer alla leið og býður upp á samfellu með skálmum algjörlega úr blúndu- efni, dömum skal þó bent á að kannski er rétt að skella yfir sig pilsi og bol áður en farið er að heiman. Í sumar geta forfallin tískufórnarlömb verið vel búin til fótanna og þegar vorhreingerningarnar hefjast er óþarfi að setja sokkana upp á geymsluloft með vetrarfötunum. Sokkarnir og sokkabuxurnar verða í notkun í allt sumar. Breska fyrirsætan Kate Moss hefur gert 647.400.000 milljóna króna samning við snyrtivörufyrirtækið Coty um framleiðslu á eigin ilm- vatni. Í viðtali við tímaritið Hello Mag- azine segist Moss vera ánægð með að hafa gert samninginn við Coty, sem hún hefur átt í farsælu sam- starfi við um árabil. Um þessar mundir er hún einmitt andlit kynn- ingarherferðar á snyrtivörulínu fyrirtækisins, Rimmel, í London. Sala á nýja Moss-ilmvatninu hefst í haust í Evrópu, Ástralíu og Miðausturlöndum áður en það fer í dreifingu á Bandaríkjamarkaði. Ekki er vitað hvað ilmvatnið kemur til með að heita. Sumum þykir nafn- ið „Cocaine“ vel við hæfi, en sú nafngift kallast á við „Opium“ ilm- vatnið frá Yves Saint Laurent. Kate Moss kynnir nýtt ilmvatn Gerir hundraða milljóna króna samning við Coty. Vesturlandsvegur Reykjavík Mosfellsbær Húsasmiðj an Nóatún Toppskórinn Margt Smátt Vínlandsleið Sport Outlet Vínlandsleið 2–4, efri hæð Grafarholt Opnunartímar: Virkir dagar kl. 12 – 18 Laugardagar kl. 12 – 16 Hanskar fyrir dömurog herra - 500 kr.Rétt verð: 2.500 kr. COMB &CARE Fæst í apótekum um land allt. Sjampó og næring til varnar flóka • Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins. • Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur (Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem fælir lúsina frá. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.