Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 8
 Á næstu vikum fara 1.600 breskir hermenn heim frá Írak og fyrir árslok fara síðan 500 í viðbót. Þá verða um 5.000 her- menn eftir og verða þeir svo lengi sem þörf krefur. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, skýrði frá því á þingi í gær að nærri þriðjungur breska herliðsins verði kallaður heim frá Írak á næstu vikum, eða um leið og heimamenn hafa tekið við stjórn öryggismála í þremur af þeim fjórum héruðum sem Bretar hafa haft umsjón með. Þó fari her- mennirnir ekki nema tryggt sé að Írakar geti tekið að sér yfirstjórn öryggismála á þeim svæðum í Írak þar sem Bretar hafa verið. Á þriðjudaginn ræddi Blair við George W. Bush Bandaríkjafor- seta og skýrði honum frá þessum áformum. Bush tók vel í þessi tíð- indi og sagði þau sýna hve góður árangur hefði náðst á þeim svæð- um þar sem Bretar hafa verið. Bush hefur lagt mikla áherslu á að bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað og vill að 21.500 hermenn bætist í hóp þeirra 130.000 Bandaríkjamanna sem þar eru fyrir. Þetta segir hann nauð- synlegt til þess að ráða við ástand- ið í höfuðborginni Bagdad. Breski herinn hefur hins vegar einkum verið í fjórum héruðum suðausturhluta landsins og því verið fjarri átökunum í Bagdad. Á breska svæðinu hefur ástandið verið verst í hafnarborginni Basra, en stefnt er að því að Írak- ar taki við stjórninni þar. „Allt þetta þýðir ekki að ástand- ið í Basra sé nú eins og við viljum hafa það, en þetta þýðir að Írakar geta skrifað næsta kaflann í sögu Basra,“ sagði Blair í gær. Alls hafa 132 breskir hermenn fallið í Írak frá því stríðið hófst í mars árið 2003. Dönsk stjórnvöld skýrðu í gær frá því að allir danskir hermenn verði kallaðir heim frá Írak nú í sumar. John Howard, forsætisráð- herra Ástralíu, sagðist hins vegar í gær ekki sjá neina ástæðu til að kalla ástralska hermenn heim frá Írak. Í það minnsta ekki strax. „Þeir verða áfram með 5.000 menn og við með 550,“ sagði Howard. Þriðjungur breska herliðsins fer heim Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að fækka verulega í breska herlið- inu í Írak strax á þessu ári. George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnar þessu. Forskot Íhalds- flokksins breska á Verkamanna- flokkinn mælist nú nægilega stórt til að flokkurinn gæti unnið hrein- an meirihluta á þingi, færu fram kosningar nú. Í könnun fyrir dagblaðið The Guardian sögðust 42 prósent svarenda frekar myndu kjósa Íhaldsflokkinn undir forystu Dav- ids Cameron en Verkamanna- flokkinn undir forystu Gordons Brown, sennilegs eftirmanns Tony Blair. Sautján prósent sögð- ust styðja Frjálslynda demó- krata. Fylgi Íhaldsflokksins hefur ekki mælst meira síðan skömmu eftir síðustu þingkosningar sem flokkurinn vann, en það var vorið 1992. Íhaldsmenn hafa mælst með meira fylgi en Verkamannaflokk- urinn í nær öllum könnunum síðan í ársbyrjun í fyrra. Niðurstöðurnar þykja til þess fallnar að ýta undir efasemdir í Verkamannaflokknum um að Brown sé rétti maðurinn til að leiða flokkinn í næstu kosningum, sem væntanlega verða haldnar árið 2009. Blair hefur sagst munu hætta fyrir haustið. Íhaldsflokkur eykur forskotið Félag heyrnarlausra skorar á alþingismenn að viðurkenna táknmál sem móður- mál heyrnarlausra og finna varanlega lausn á túlkaþjónustu. Einnig skorar félagið á að textun innlends sjónvarpsefnis verði lögbundin skylda. Slík textun veiti heyrnarlausum aðgengi að upplýsingum og sé það mikið jafnréttismál. Ofangreindar breytingar á aðstöðu heyrnarlausra þurfa ekki að kosta mikið en gætu breytt miklu fyrir líf fólks sem alla sína ævi hefur búið við einangrun í allsnægtasamfélaginu, segir í áskoruninni. Táknmál verði móðurmálið Allir danskir hermenn í Írak, sem nú eru 460 talsins, verða farnir burt fyrir haustið. Í staðinn verða fjórar danskar þyrlur sendar til Íraks og verða þar út árið. Einnig ætla Danir að senda 200 hermenn til Afganistans til viðbótar þeim 400 dönsku hermönn- um sem þar eru fyrir. Yfirstjórn NATO hefur ein- dregið hvatt aðildarríkin til þess að senda fleiri her- menn þangað sem fyrst, þar sem búast má við harðari átökum í Afganistan nú með vorinu og fram á sumar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og Per Stig Møller utanríkisráðherra skýrðu frá þessu á blaðamannafundi í hádeginu í gær, um svipað leyti og Tony Blair skýrði breska þinginu frá fækkun breskra hermanna í Írak. Dönsk stjórnvöld segjast hafa tekið þessa ákvörð- un í samráði við bæði Blair og George W. Bush Bandaríkjaforseta, auk þess sem hann hafi ráðgast við Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Írans. „Maliki forsætisráðherra lýsti ánægju sinni með að ástandið í suðrinu hafi þróast þannig að þeir geti sjálfir tekið á sig meiri ábyrgð,“ sagði Fogh Rasm- ussen. Sex danskir hermenn hafa fallið í Írak frá stríðs- byrjun. Danski herinn yfirgefur Írak Hver er skólameistari Iðn- skólans í Reykjavík? Hvað heitir japanska hval- veiðiskipið sem kviknaði í við Suðurskautið á dögunum? Hvaða Íslendingur var nýlega ráðinn í breska þjóðleik- húsið? Fáið það óþvegið! Fræðsluganga á safnanótt föstudaginn 23. febrúar Gengið frá Hlemmi að Þvottalaugunum í Laugardal og þaðan inn í Grasagarð Reykjavíkur. Fræðst um líf og störf þvottakvenna ásamt öðru því sem fyrir augu ber. Lagt af stað frá Hlemmi kl. 20:00 Lúðrasveit blæs til göngu Boðið upp á heitt kakó í göngulok Garðskáli Grasagarðsins opinn frá 19-24 ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 3 63 36 0 2/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.