Fréttablaðið - 22.02.2007, Side 8

Fréttablaðið - 22.02.2007, Side 8
 Á næstu vikum fara 1.600 breskir hermenn heim frá Írak og fyrir árslok fara síðan 500 í viðbót. Þá verða um 5.000 her- menn eftir og verða þeir svo lengi sem þörf krefur. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, skýrði frá því á þingi í gær að nærri þriðjungur breska herliðsins verði kallaður heim frá Írak á næstu vikum, eða um leið og heimamenn hafa tekið við stjórn öryggismála í þremur af þeim fjórum héruðum sem Bretar hafa haft umsjón með. Þó fari her- mennirnir ekki nema tryggt sé að Írakar geti tekið að sér yfirstjórn öryggismála á þeim svæðum í Írak þar sem Bretar hafa verið. Á þriðjudaginn ræddi Blair við George W. Bush Bandaríkjafor- seta og skýrði honum frá þessum áformum. Bush tók vel í þessi tíð- indi og sagði þau sýna hve góður árangur hefði náðst á þeim svæð- um þar sem Bretar hafa verið. Bush hefur lagt mikla áherslu á að bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað og vill að 21.500 hermenn bætist í hóp þeirra 130.000 Bandaríkjamanna sem þar eru fyrir. Þetta segir hann nauð- synlegt til þess að ráða við ástand- ið í höfuðborginni Bagdad. Breski herinn hefur hins vegar einkum verið í fjórum héruðum suðausturhluta landsins og því verið fjarri átökunum í Bagdad. Á breska svæðinu hefur ástandið verið verst í hafnarborginni Basra, en stefnt er að því að Írak- ar taki við stjórninni þar. „Allt þetta þýðir ekki að ástand- ið í Basra sé nú eins og við viljum hafa það, en þetta þýðir að Írakar geta skrifað næsta kaflann í sögu Basra,“ sagði Blair í gær. Alls hafa 132 breskir hermenn fallið í Írak frá því stríðið hófst í mars árið 2003. Dönsk stjórnvöld skýrðu í gær frá því að allir danskir hermenn verði kallaðir heim frá Írak nú í sumar. John Howard, forsætisráð- herra Ástralíu, sagðist hins vegar í gær ekki sjá neina ástæðu til að kalla ástralska hermenn heim frá Írak. Í það minnsta ekki strax. „Þeir verða áfram með 5.000 menn og við með 550,“ sagði Howard. Þriðjungur breska herliðsins fer heim Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að fækka verulega í breska herlið- inu í Írak strax á þessu ári. George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnar þessu. Forskot Íhalds- flokksins breska á Verkamanna- flokkinn mælist nú nægilega stórt til að flokkurinn gæti unnið hrein- an meirihluta á þingi, færu fram kosningar nú. Í könnun fyrir dagblaðið The Guardian sögðust 42 prósent svarenda frekar myndu kjósa Íhaldsflokkinn undir forystu Dav- ids Cameron en Verkamanna- flokkinn undir forystu Gordons Brown, sennilegs eftirmanns Tony Blair. Sautján prósent sögð- ust styðja Frjálslynda demó- krata. Fylgi Íhaldsflokksins hefur ekki mælst meira síðan skömmu eftir síðustu þingkosningar sem flokkurinn vann, en það var vorið 1992. Íhaldsmenn hafa mælst með meira fylgi en Verkamannaflokk- urinn í nær öllum könnunum síðan í ársbyrjun í fyrra. Niðurstöðurnar þykja til þess fallnar að ýta undir efasemdir í Verkamannaflokknum um að Brown sé rétti maðurinn til að leiða flokkinn í næstu kosningum, sem væntanlega verða haldnar árið 2009. Blair hefur sagst munu hætta fyrir haustið. Íhaldsflokkur eykur forskotið Félag heyrnarlausra skorar á alþingismenn að viðurkenna táknmál sem móður- mál heyrnarlausra og finna varanlega lausn á túlkaþjónustu. Einnig skorar félagið á að textun innlends sjónvarpsefnis verði lögbundin skylda. Slík textun veiti heyrnarlausum aðgengi að upplýsingum og sé það mikið jafnréttismál. Ofangreindar breytingar á aðstöðu heyrnarlausra þurfa ekki að kosta mikið en gætu breytt miklu fyrir líf fólks sem alla sína ævi hefur búið við einangrun í allsnægtasamfélaginu, segir í áskoruninni. Táknmál verði móðurmálið Allir danskir hermenn í Írak, sem nú eru 460 talsins, verða farnir burt fyrir haustið. Í staðinn verða fjórar danskar þyrlur sendar til Íraks og verða þar út árið. Einnig ætla Danir að senda 200 hermenn til Afganistans til viðbótar þeim 400 dönsku hermönn- um sem þar eru fyrir. Yfirstjórn NATO hefur ein- dregið hvatt aðildarríkin til þess að senda fleiri her- menn þangað sem fyrst, þar sem búast má við harðari átökum í Afganistan nú með vorinu og fram á sumar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og Per Stig Møller utanríkisráðherra skýrðu frá þessu á blaðamannafundi í hádeginu í gær, um svipað leyti og Tony Blair skýrði breska þinginu frá fækkun breskra hermanna í Írak. Dönsk stjórnvöld segjast hafa tekið þessa ákvörð- un í samráði við bæði Blair og George W. Bush Bandaríkjaforseta, auk þess sem hann hafi ráðgast við Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Írans. „Maliki forsætisráðherra lýsti ánægju sinni með að ástandið í suðrinu hafi þróast þannig að þeir geti sjálfir tekið á sig meiri ábyrgð,“ sagði Fogh Rasm- ussen. Sex danskir hermenn hafa fallið í Írak frá stríðs- byrjun. Danski herinn yfirgefur Írak Hver er skólameistari Iðn- skólans í Reykjavík? Hvað heitir japanska hval- veiðiskipið sem kviknaði í við Suðurskautið á dögunum? Hvaða Íslendingur var nýlega ráðinn í breska þjóðleik- húsið? Fáið það óþvegið! Fræðsluganga á safnanótt föstudaginn 23. febrúar Gengið frá Hlemmi að Þvottalaugunum í Laugardal og þaðan inn í Grasagarð Reykjavíkur. Fræðst um líf og störf þvottakvenna ásamt öðru því sem fyrir augu ber. Lagt af stað frá Hlemmi kl. 20:00 Lúðrasveit blæs til göngu Boðið upp á heitt kakó í göngulok Garðskáli Grasagarðsins opinn frá 19-24 ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 3 63 36 0 2/ 07

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.