Fréttablaðið - 22.02.2007, Page 1
Fann árshátíðarkjólinn
á uppboðssíðu á netinu
Smáauglýsingasími550 5000
Auglýsingasími Allt550 5880
Þú getur pantaðsmáau lý
Hrafnhildur Viðarsdóttir keypti sér undurfagran kjól í
gegnum uppboðssíðu á netinu.„Ég var bara að fletta í gegnum eBay og ákvað að slá inn leit-
arorðið „gala-dress“. Upp kom fjöldinn allur af undurfögrum
kjólum á mjög góðu verði miðað við það sem maður borgar
fyrir svona flíkur hérna heima. Ég sá þennan hvíta, klassíska
kjól og heillaðist strax. Sló til og keypti hann á tæpar tíu þús-
und krónur með sendingarkostnaði og öllu. Sambærilegt
verð myndi maður aldrei borga fyrir svona flík út úr búð á
Íslandi,“ segir Hrafnhildur ánægð með fenginn.
Hrafnhildur hefur tvívegis notað kjólinn á árshátíð og
segir hann varla ganga við önnur tilefni. „Ég myndi til dæmis
aldrei gera neinni brúði það að mæta í honum í brúðkaup,“
segir hún og skellir upp úr. Hrafnhildur, sem hefur starfað
hjá Símanum í fimm ár, ætlar ekki að fara á árshátíðina núna
enda segist hún hafa farið á hverju ári og mun hafa í nægu að
snúast daginn sem árshátíðin fer fram. Venjulega vinnur
hún í Snyrtihorninu í Hafnarfirði á laugardögum, en laugar-
daginn sem árshátíð Símans rennur upp verður hún með
Skildi Eyfjörð í öðruvísi gleðskap.„Við Skjöldur höfum verið að punta stelpurnar fyrir árs-
hátíðir. Ég sé um förðun og hann um hár. Við gerum þetta
ýmist heima hjá mér eða honum, bjóðum upp á kampavín,
vínber og osta, hlustum á tónlist og höfum það rosa gaman á
meðan. Þetta er í sjálfu sér næg skemmtun fyrir mig,“ segir
hún en Hrafnhildur hefur meðal annars gerst svo fræg að
farða Dilönu og félaga úr Rockstar Supernova.
FREESTYLEKEPPNI 2007 - TÓ
NABÆJAR
Föstudaginn 23. febrúar í Loftkasta
lanum
Miðasala hefst kl. 17 (keppni 18 - 22)
Íslendingur á
klámráðstefnunni BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
Opið til 21 í kvöld
MENNING / PÓLITÍK / VIÐSKIPTI / FÓLK
15.02 0́7
KRONIKAN.IS
Neytendur
kvarta undan
ósamþykktum
rukkunum í
heimabanka.
NEYTENDAÚTTEKT
Sonur Jóns
Páls Sigmars-
sonar heitins
fær einkaleyfi
á „Ekkert mál
fyrir Jón Pál!“
RÚSÍNAN
22.02.07
KRONIKAN.IS
02#
Krónikan VERÐ 650 kr.-
9 771670 721403
HEIMILIN Í HÖNDUM
SPÁKAUPMANNA
ÓMAR RAGNARSSON
Segist vera réttu
megin í stríðinu um
Ísland.
2. TÖLUBLAÐ
ER KOMIÐ ÚT
KRONIKAN.IS
Af konum sem
komu til dvalar í Kvennaathvarf-
ið í fyrra voru fjörutíu prósent
þeirra frá öðrum löndum en
Íslandi.
„Maður verður stundum var
við að fólki finnst minni vandi fel-
ast í því að útlenskar konur séu
beittar ofbeldi,“ segir Sigþrúður
Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stýra Kvennaathvarfsins, og
minnir á að konur sem verða fyrir
ofbeldi séu ekki vandi, það séu
ofbeldismennirnir. Tölfræðin sýni
fram á að þeir séu í langflestum
tilvikum íslenskir karlmenn.
Sigþrúður segir athvarfið
þurfa meira fjármagn til að sinna
þessum konum. Erlendar konur
sem dvelja í Kvennaathvarfinu
þarfnist oft meiri stuðnings og
leiðbeininga vegna tungumála-
örðugleika, takmarkaðrar þekk-
ingar á réttarstöðu sinni og
íslenska kerfinu. Ekki séu efni til
að kaupa túlkaþjónustu nema í
alvarlegustu tilvikum og því
skorti mikið á að starfsmenn geti
veitt þá hjálp sem þeir vildu með
viðtölum. Hún bendir einnig á að
hátt hlutfall erlendra kvenna
miðað við fjölda útlendinga í land-
inu skýrist af því að erlendar
konur eigi ekki í önnur hús að
venda en Kvennaathvarfið þegar
þær flýja heimili sitt vegna
ofbeldis. Íslenskar konur geti líka
leitað annað.
Fleiri erlendar konur
leita í Kvennaathvarf
Um fjörutíu prósent þeirra kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins eru af erlend-
um uppruna. Framkvæmdastýra athvarfsins segir fé skorta til að sinna þeim.
Ekki séu efni til að kaupa túlkaþjónustu nema í brýnustu tilvikum.
Tryggvi Jónsson, einn
sakborninga í Baugsmálinu, sagði
í réttarsal í gær að hann hefði
fengið þau skilaboð frá lögreglu
við upphaf rannsóknar á málinu
að ef hann hjálpaði til við að „ná“
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
forstjóra Baugs Group, myndi
staða hans vegna rannsóknarinn-
ar breytast.
Tryggvi sagði þetta hafa komið
fram í samtali Arnars Jenssonar,
fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns hjá ríkislögreglustjóra, og
lögmanns síns á þeim tíma, Andra
Árnasonar hrl.
Arnar hafnar þessum ásökun-
um alfarið og segir slíkt úr lausu
lofti gripið.
Af og frá sé að Tryggva, eða
nokkrum öðrum í þessu máli, hafi
verið boðið nokkurs konar
samkomulag við yfirheyrslu hjá
lögreglu.
Ásökunum um
samning hafnað
Matar- og skemmtihátíðin
Food and Fun var sett á Nord-
ica-hóteli í gær, og stendur hún
fram á sunnudag. Þetta er í
sjötta skipti sem hátíðin er
haldin í Reykjavík. Meðan á
henni stendur munu tólf
heimskunnir matreiðslumeistar-
ar setja saman sérstaka
matseðla á tólf veitingastöðum.
Robert Gadsby, yfirkokkur á
Noé Restaurant & Bar í Los
Angeles og Houston í Bandaríkj-
unum, er einn þeirra og mun
hann reiða fram rétti á veitinga-
húsi Sigga Hall. Hann notaði
tækifærið og smakkaði íslenskt
skyr við setningu hátíðarinnar.
„Hátíðin leggst vel í okkur
veitingamenn þetta árið,“ sagði
Siggi Hall í gærkvöldi. „Ég er
viss um að þessir góðu kokkar
sem eru komnir til landsins eiga
eftir að lífga upp á borgarlífið á
meðan hátíðin stendur yfir.“
Kokkar sýna
kúnstir sínar
Tæplega þriðjungur
af herafla Bretlands í Írak verður
kallaður heim á næstu vikum.
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, greindi frá þessu á breska
þinginu í gær.
Kvöldið áður skýrði Blair
George W. Bush, forseta Banda-
ríkjanna, frá þessum áformum og
tók hann vel í þau. Bush sagði
þetta vera til marks um hvað Bret-
ar hefðu náð góðum árangri á
sínum svæðum í Írak. Blair setti
þann fyrirvara á brottflutning
breskra hermanna að tryggt væri
að Írakar gætu tekið að sér yfir-
stjórn öryggismála á viðkomandi
svæðum. Breskur herafli hefur
einkum verið í fjórum héruðum í
suðausturhluta landsins og fjarri
átökunum í Bagdad.
Þegar mest var voru 40.000
breskir hermenn í Írak. Fyrir
tveimur árum var fjöldinn kominn
niður í níu þúsund og í dag eru
rúmlega sjö þúsund breskir her-
menn í Írak.
Á svipuðum tíma og Blair ræddi
þessi áform í breska þinginu
greindi Anders Fogh Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur, frá
því að allur herafli Danmerkur í
Írak verði kallaður heim fyrir
haustið. Í staðinn verða sendar út
fjórar þyrlur sem verða þar út
árið.
Breskt og danskt herlið heim