Fréttablaðið - 16.03.2007, Page 4

Fréttablaðið - 16.03.2007, Page 4
Hans Alfreð Kristjáns- son, 46 ára karlmaður, hefur verið ákærður fyrir tilraun til mann- dráps, stórfellda líkamsárás og brot gegn líkama og lífi, fyrir það meðal annars að stinga fyrrver- andi unnustu sína og karlmann með hnífi á heimili karlmannsins á Ketilsbraut 15 á Húsavík í nóv- ember í fyrra. Einnig er Hans Alfreð ákærð- ur fyrir að hafa reynt að kveikja í þáverandi unnustu sinni á heim- ili sínu á bænum Sandvík skammt frá Kópaskeri en „horfið frá þeirri ætlan sinni þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki not- hæf eldfæri“, eins og orðrétt segir í ákæru. Hans Alfreð stakk og kveikti í fyrrverandi unnustu sinni, þeirri sömu og hann reyndi að kveikja í í júní, í nóvember sama ár. Hann er meðal annars ákærður fyrir að kasta logandi efni, „púða, hand- klæði eða dúk“ með þeim afleið- ingum að konan hlaut fyrsta til þriðja stigs brunasár á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herð- um og hægri upphandlegg. Hans Alfreð er enn frem- ur ákærður fyrir að hafa ógnað tveimur lögreglumönnum á Húsa- vík með hnífi þegar þeir komu á vettvang eftir að hann stakk kon- una og karlmann, eiganda húss- ins. Hann hlaut djúpt stungusár á vinstri síðu. Seinni hluti aðalmeðferðar málsins vegna ákærunnar á hend- ur Hans Alfreð fer fram 26. mars en fyrri hlutinn fór fram í byrjun mánaðarins. Lögreglan á Húsavík fór með rannsókn málsins. Hellti bensíni yfir unnustu sína og ætlaði að kveikja í Hans Alfreð Kristjánsson hefur verið ákærður fyrir manndrápstilraun, stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hans Alfreð reyndi meðal annars að kveikja í unnustu sinni á heimili sínu í júní í fyrra. Páli Magnússyni var í gær veitt lausn frá embætti út- varpsstjóra Ríkisútvarpsins, og menntamála- ráðherra setti Bjarna Guð- mundsson, framkvæmda- stjóra Sjón- varps, tíma- bundið í emb- ættið. Páll var hins vegar ráðinn í starf útvarps- stjóra og fram- kvæmdastjóra Ríkisútvarps- ins ohf., og hefur þegar tekið til starfa. Ástæðan fyrir þessum hrókeringum er sú að hið nýstofn- aða opinbera hlutafélag tekur ekki við starfsemi Ríkisútvarps- ins fyrr en 1. apríl og er því verið að brúa bilið þangað til. Bjarni Guð- mundsson út- varpsstjóri Læknar hafa ráðlagt Magnúsi Stefánssyni félags- málaráðherra að taka sér veik- indaleyfi fram í næstu viku. Langvarandi álag og inflú- ensa þjakar ráðherrann að sögn upplýs- ingafulltrúa í félagsmála- ráðuneytinu. Herdís Á. Sæmundar- dóttir varaþingmaður leysir Magnús af í fjarveru hans. Líðan Magnúsar er að öðru leyti sögð góð. Þjakaður af flensu og álagi Rússnesk njósnastarf- semi í Bretlandi er jafn mikil í dag og hún var þegar kalda stríð- ið var í hámarki að því er hátt- settur embættismaður hjá bresk- um stjórnvöldum greindi frétta- vef BBC frá. Paul Lever lávarður, fyrrver- andi meðlimur opinberrar nefnd- ar um upplýsingamál, segir að vitað sé um meira en 30 út- sendara rússneskra stjórnvalda sem eru að reyna að komast yfir leynilegar upplýsingar á borð við hernaðarleg skotmörk, vísinda- lega þekkingu og tækni ásamt upplýsingum úr stjórnmálalífi. Rússar njósna enn jafn mikið „Ég hafði auðvitað gert mér vonir um að samkomulag næðist enda fyrsti flutningsmað- ur frumvarpsins,“ segir Geir H. Haarde forsætisráð- herra. Geir segir stjórnarandstöðuna hafa brugðist en hún hafi lýst yfir vilja til að greiða fyrir málinu. „Fyrir því var ekki innistæða og í ljósi þess vildum við ekki knýja málið áfram með meirihlutaafli enda ekki í samræmi við venju um breytingar á stjórnar- skránni.“ Fjöldi sérfræðinga kom fyrir sérnefndina og sögðu álit sitt á frumvarpinu. Geir segir þau álit ekki hafa öll verið á einn veg, ástæða sé til að skoða þau betur og það verði gert í stjórnarskrárnefndinni. „Það er greinilegt að málið þarf að þroskast betur og það gerir það í nefndinni því það virðist vera samstaða um að svona ákvæði eigi rétt á sér.“ Geir fullyrðir að sjálfstæðismenn hafi unnið að mál- inu af einurð. „En það er ljóst að þegar stjórnarand- staðan efndi til síns fræga blaðamannafundar og bauð Framsóknarflokknum upp í dans, eins og það var kall- að, þá var það ekki endilega stjórnarskráin og málið sjálft sem vakti fyrir þeim heldur að koma illindum til leiðar milli stjórnarflokkanna. Það mistókst.“ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 3 0 5 Nauðsynlegur!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.