Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 4
Hans Alfreð Kristjáns-
son, 46 ára karlmaður, hefur verið
ákærður fyrir tilraun til mann-
dráps, stórfellda líkamsárás og
brot gegn líkama og lífi, fyrir það
meðal annars að stinga fyrrver-
andi unnustu sína og karlmann
með hnífi á heimili karlmannsins
á Ketilsbraut 15 á Húsavík í nóv-
ember í fyrra.
Einnig er Hans Alfreð ákærð-
ur fyrir að hafa reynt að kveikja
í þáverandi unnustu sinni á heim-
ili sínu á bænum Sandvík skammt
frá Kópaskeri en „horfið frá
þeirri ætlan sinni þegar honum
varð ljóst að hann hafði ekki not-
hæf eldfæri“, eins og orðrétt segir
í ákæru.
Hans Alfreð stakk og kveikti í
fyrrverandi unnustu sinni, þeirri
sömu og hann reyndi að kveikja í
í júní, í nóvember sama ár. Hann
er meðal annars ákærður fyrir að
kasta logandi efni, „púða, hand-
klæði eða dúk“ með þeim afleið-
ingum að konan hlaut fyrsta til
þriðja stigs brunasár á báðum
öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herð-
um og hægri upphandlegg.
Hans Alfreð er enn frem-
ur ákærður fyrir að hafa ógnað
tveimur lögreglumönnum á Húsa-
vík með hnífi þegar þeir komu á
vettvang eftir að hann stakk kon-
una og karlmann, eiganda húss-
ins. Hann hlaut djúpt stungusár á
vinstri síðu.
Seinni hluti aðalmeðferðar
málsins vegna ákærunnar á hend-
ur Hans Alfreð fer fram 26. mars
en fyrri hlutinn fór fram í byrjun
mánaðarins.
Lögreglan á Húsavík fór með
rannsókn málsins.
Hellti bensíni yfir unnustu
sína og ætlaði að kveikja í
Hans Alfreð Kristjánsson hefur verið ákærður fyrir manndrápstilraun, stórfellda líkamsárás og brot gegn
valdstjórninni. Hans Alfreð reyndi meðal annars að kveikja í unnustu sinni á heimili sínu í júní í fyrra.
Páli Magnússyni var
í gær veitt lausn frá embætti út-
varpsstjóra Ríkisútvarpsins, og
menntamála-
ráðherra setti
Bjarna Guð-
mundsson,
framkvæmda-
stjóra Sjón-
varps, tíma-
bundið í emb-
ættið.
Páll var hins
vegar ráðinn í
starf útvarps-
stjóra og fram-
kvæmdastjóra Ríkisútvarps-
ins ohf., og hefur þegar tekið til
starfa. Ástæðan fyrir þessum
hrókeringum er sú að hið nýstofn-
aða opinbera hlutafélag tekur
ekki við starfsemi Ríkisútvarps-
ins fyrr en 1. apríl og er því verið
að brúa bilið þangað til.
Bjarni Guð-
mundsson út-
varpsstjóri
Læknar hafa ráðlagt
Magnúsi Stefánssyni félags-
málaráðherra að taka sér veik-
indaleyfi fram
í næstu viku.
Langvarandi
álag og inflú-
ensa þjakar
ráðherrann að
sögn upplýs-
ingafulltrúa
í félagsmála-
ráðuneytinu.
Herdís Á.
Sæmundar-
dóttir varaþingmaður leysir
Magnús af í fjarveru hans. Líðan
Magnúsar er að öðru leyti sögð
góð.
Þjakaður af
flensu og álagi
Rússnesk njósnastarf-
semi í Bretlandi er jafn mikil í
dag og hún var þegar kalda stríð-
ið var í hámarki að því er hátt-
settur embættismaður hjá bresk-
um stjórnvöldum greindi frétta-
vef BBC frá.
Paul Lever lávarður, fyrrver-
andi meðlimur opinberrar nefnd-
ar um upplýsingamál, segir
að vitað sé um meira en 30 út-
sendara rússneskra stjórnvalda
sem eru að reyna að komast yfir
leynilegar upplýsingar á borð við
hernaðarleg skotmörk, vísinda-
lega þekkingu og tækni ásamt
upplýsingum úr stjórnmálalífi.
Rússar njósna
enn jafn mikið
„Ég hafði auðvitað gert mér vonir um
að samkomulag næðist enda fyrsti flutningsmað-
ur frumvarpsins,“ segir Geir H. Haarde forsætisráð-
herra.
Geir segir stjórnarandstöðuna hafa brugðist en
hún hafi lýst yfir vilja til að greiða fyrir málinu.
„Fyrir því var ekki innistæða og í ljósi þess vildum
við ekki knýja málið áfram með meirihlutaafli enda
ekki í samræmi við venju um breytingar á stjórnar-
skránni.“
Fjöldi sérfræðinga kom fyrir sérnefndina og sögðu
álit sitt á frumvarpinu. Geir segir þau álit ekki hafa
öll verið á einn veg, ástæða sé til að skoða þau betur
og það verði gert í stjórnarskrárnefndinni. „Það er
greinilegt að málið þarf að þroskast betur og það gerir
það í nefndinni því það virðist vera samstaða um að
svona ákvæði eigi rétt á sér.“
Geir fullyrðir að sjálfstæðismenn hafi unnið að mál-
inu af einurð. „En það er ljóst að þegar stjórnarand-
staðan efndi til síns fræga blaðamannafundar og bauð
Framsóknarflokknum upp í dans, eins og það var kall-
að, þá var það ekki endilega stjórnarskráin og málið
sjálft sem vakti fyrir þeim heldur að koma illindum til
leiðar milli stjórnarflokkanna. Það mistókst.“
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
8
3
0
5
Nauðsynlegur!