Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 6
Persónuvernd hefur að eigin frum-
kvæði tekið vefinn http://kosningavelin.net/Alcan til
skoðunar hjá sér. Vefurinn er rekinn og standsettur
af sérstöku kosningateymi starfsmanna Alcan á Ís-
landi sem vinnur að því að fá sem flesta Hafnfirðinga
til að greiða atkvæði með stækkun álvers félagsins í
Straumsvík hinn 31. mars næstkomandi.
Að sögn Sigrúnar Jóhannesdóttur, forstjóra Per-
sónuverndar, þóttu skjámyndir sem sendar voru
til stofnunarinnar af vefnum gefa tilefni til þess að
senda fyrirspurn til Alcan á Íslandi vegna hans. Sig-
rún segir að stofnuninni hafi borist þó nokkrar ábend-
ingar vegna vefsins en ekkert erindi hafi þó verið
lagt inn til þeirra undir nafni. Fyrirspurnin verður
væntanlega send í dag.
Persónuvernd áskilur sér hins vegar rétt til að taka
upp mál að eigin frumkvæði ef grunur leikur á um að
ekki hafi verið unnið með persónuupplýsingar í sam-
ræmi við lög um persónuvernd.
Til að komast inn á umræddan vef þarf notenda-
nafn og lykilorð. Öllum starfsmönnum Alcan hefur
verið boðið að fá slík afhend. Inni á kosningavélar-
vefnum er síðan viðmót sem gerir starfsmönnunum
kleift að búa til sína eigin úthringilista. Þar er einn-
ig leitarstrengur sem hægt er að nota til að fletta upp
öllum íbúum Hafnarfjarðarbæjar. Þegar búið er að
setja einstakling á úthringilista er síðan mögulegt að
bæta við upplýsingum um hvernig starfsmaðurinn
telur að viðkomandi ætli að kjósa og á hverju hann
telji viðkomandi byggja ákvörðun sína.
Vefsvæðið hefur verið kynnt á innri vef Alcan og
starfsmönnum fyrirtækisins boðin kennsla í notkun
þess.
Tryggvi Skjaldarson, starfsmaður álversins og
meðlimur í kosningateymi Alcan, segist ekki sjá neitt
athugavert við vefinn. „Þetta er ekkert annað en til-
raun til að halda utan um í hverja menn hringja þegar
þeir eru að tala fyrir stærra álveri. Þetta er nákvæm-
lega það sama og menn eru að gera í prófkjörum og
kosningum almennt.“
Hann segir alla þá starfsmenn sem vilja fá aðgang
að vefsvæðinu fá hann og þeir sem séu síðan tilbún-
ir að taka þátt í kosningaslagnum hringi sjálfir í fólk-
ið á sínum listum. „Þetta er bara venjulegur kosn-
ingaslagur þó að hann sé vissulega að taka á sig hinar
ýmsu myndir.“
Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan,
segir að lögfræðingar hefðu skoðað lagalega hlið
þessa máls áður en vefurinn var búinn til. Álit þeirra
væri að þetta bryti ekki í bága við lög. Upplýsingar
væru heldur ekki persónugreinanlegar eftir skrán-
ingu. Einungis væri hægt að sjá heildartölur yfir af-
stöðu fólks.
Persónuvernd skoðar
kosningavef Alcan
Persónuvernd hefur að eigin frumkvæði tekið kosningavef á vegum Alcan til
athugunar. Vefurinn geymir upplýsingar um afstöðu íbúa Hafnarfjarðar. Það
sama og er gert í öllum kosningum segir meðlimur í kosningateymi Alcan.
„Húsleitin var gerð í
framhaldi af rannsókn Samkeppn-
iseftirlitsins á kortafélögunum
VISA og Kreditkortum, sem hófst
í fyrra,“ segir Páll Gunnar Páls-
son, forstjóri Samkeppniseftirlits-
ins, um húsleit sem var gerð hjá
Fjölgreiðslumiðlun hf. á miðviku-
dag. „Hún er rökstudd með því að
grunur leiki á misnotkun á mark-
aðsráðandi stöðu og samráði. Ég
vil að öðru leyti ekki tjá mig um
málið, en það er til skoðunar hjá
okkur.“
Samkeppniseftirlitið gerði hús-
leit hjá VISA og Kreditkortum hf.,
umboðsaðila Mastercard á Íslandi,
hinn 13. júni í fyrra. Tilefni þeirr-
ar leitar var rökstuddur grunur
um brot á ákvæðum samkeppnis-
laga, einkum misnotkun á mark-
aðsráðandi stöðu á markaði fyrir
færsluhirðingu, sem er innlausn
færsluávísana til kaupmanna.
Fjölgreiðslumiðlun hf. er í eigu
fjölmargra íslenskra fjármálafyr-
irtækja, en hluthafar í fyrirtæk-
inu eru Greiðslumiðlun, Lands-
banki Íslands, Glitnir, Samband
íslenskra sparisjóða, Kaupþing
banki, Kreditkort og Seðlabanki
Íslands.
Fyrirtækið sér meðal annars
um rekstur hins svokallaða Posa-
kerfis fyrir greiðslukortavið-
skipti. Það varðveitir og hefur um-
sjón með öllum reglum, fyrirmæl-
um og samningum um einstaka
greiðslumiðla sem þróaðir hafa
verið í samvinnu banka, spari-
sjóða og annarra aðila.
Beinist gegn kortafélögunum
Ung börn koma í
auknum mæli til tannlækna með
skemmd í hverri tönn.
Inga B. Árnadóttir, dósent við
Háskóla Íslands, sagði á Morg-
unvaktinni í gær að margir for-
eldrar telji sig ekki hafa efni á
því að senda börnin sín reglulega
til tannlæknis því þeir fái svo
lítið brot af kostnaðinum endur-
greiddan.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra viðurkennir að end-
urgreiðslur Tryggingastofnun-
ar hafi ekki fylgt verðlagsþróun.
Hún segist vilja tryggja ókeypis
forvarnir fyrir ákveðna aldurs-
hópa.
Reglulegar for-
varnir of dýrar
Fylgist þú með eldhúsdagsum-
ræðum?
Heldur þú úti bloggsíðu?
Karlmaður hefur verið dæmdur í Hér-
aðsdómi Vesturlands fyrir kynferðisbrot gegn sjö
stúlkubörnum. Yngsta stúlkan var sex ára þegar
maðurinn braut gegn henni. Hann var dæmdur í
12 mánaða fangelsi, skilorðsbundið að hluta, og til
greiðslu miskabóta.
Brotin gegn stúlkunum áttu sér stað síðastliðið
sumar og haust. Í júlí var maðurinn í heitum potti
með þremur stúlkubarnanna, sem öll voru átta ára.
Hann var ákærður fyrir að hafa ítrekað strokið
kynfæri þeirra utan klæða.
Þá var honum einnig gefið að sök að hafa brot-
ið gegn þremur stúlkum til viðbótar í umræddum
potti. Þær voru allar níu ára. Hann hafði uppi sama
athæfi gegn þeim og hinum þremur fyrrnefndu. Í
haust veittist hann svo að sex ára telpu og nuddaði
kynfæri hennar. Það átti sér stað á þáverandi heim-
ili mannsins á Akranesi, þar sem barnið var gest-
komandi.
Hann játaði greiðlega sök sína fyrir dómi. Þar
kom fram að hann hefði leitað sér aðstoðar hjá sál-
fræðingi og á geðdeild Landspítala.
Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar
af eru níu mánuðir skilorðsbundnir. Þá var honum
gert að greiða börnunum samtals 1,5 milljónir króna
í miskabætur, svo og málskostnað.
Braut á sjö stúlkubörnum