Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 16
Iftikhar Mohammed Chaudhry, yfirdómari hæstaréttar í Pakistan, neitar að taka mark á vald- boði Pervez Musharraf forseta, sem gerði sér lítið fyrir og rak Chaudry úr embætti í lok síðustu viku. Chaudry segir ekkert hæft í ásök- unum um að hann hafi misnotað embætti sitt og segist ætla að sitja sem fastast, hvað sem líður orðum forsetans. Æðstaráðs dómsmála í Pakistan sem hefur úrskurðarvald í málinu og kemur næst saman í dag. Lögfræðingar í Pakistan eru æfir vegna málsins og ásaka Musharraf um ólögmæt pólitísk afskipti af dómsvaldinu. Á mánudaginn efndu lögfræð- ingar til mótmælafunda víða um land, mættu ekki til dómsstarfa og lentu sums staðar í hörðum átök- um við lögregluna. Í gær héldu um 300 þeirra áfram mótmælaaðgerð- um í Karachi, stærstu borg lands- ins. Stjórnvöld segja brottrekstur Chaudrys fullkomlega í samræmi við stjórnarskrá landsins. Hann hafi gerst brotlegur í starfi og endanlegur úrskurður sé í höndum æðstaráðsins. Vera má að Chaudry hafi komið við kaunin á Musharraf á síðasta ári þegar hann lagði mikla áherslu á að fá upplýsingar um tugi manna, sem leyniþjónusta landsins var sökuð um að hafa í haldi. Dómarinn neitar að víkja Rannsókn fíkniefnadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tilraun til innflutnings á 14 kílóum af hassi og 200 grömmum af kókaíni hingað til lands, er á lokastigi. Málið verður sent ríkissaksóknara til ákærumeðferðar á næstunni. Efnin voru send hingað til lands með hrað- sendingu frá Danmörku. Lögreglan náði efnunum og Interpol lýsti eftir sendandanum erlendis. Fjórir einstakl- ingar sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins hér á landi en þeim hefur verið sleppt. Það var svo 21. janúar sem Íslendingur var handtekinn í Bremen með fimm kíló af hassi og um 700 grömm af örvandi efni. Reyndist þar vera kominn sá sami og sent hafði stóru hass- og kókaínsendinguna hingað til lands í haust. Söluandvirði fíkniefnanna sem Íslending- urinn var tekinn með í Bremen er talið nema um 4,5 milljónum íslenskra króna, að sögn Uwe Mikloweit, upplýsingafulltrúa lögregl- unnar þar. Maðurinn, sem enn situr í fangelsi í Bremen, er tæplega þrítugur að aldri og ís- lenskur ríkisborgari. Hann hefur verið bú- settur í Danmörku. Lögreglumenn frá Íslandi luku yfirheyrslum yfir honum í Þýskalandi í síðustu viku. Jafnframt hafa staðið yfir yfir- heyrslur hér á landi vegna málsins á undan- förnum dögum. Aðaltrúnaðar- maður á Kárahnjúkum hefur vísað grun um að þrjátíu Indón- esar hjá þýska verktakafyrirtæk- inu Va Tech fái ekki greitt sam- kvæmt virkjunarsamningum til samráðsnefndar um virkjunar- samninginn. Oddur Friðriksson aðaltrúnað- armaður segir að brotið geti verið mjög alvarlegt en það þurfi að skoða nánar áður en niðurstaða fáist og því hafi hann vísað mál- inu áfram. Þorbjörn Guðmundsson, for- maður nefndarinnar, segir að fyr- irliggjandi upplýsingar um kjör mannanna þyki ekki fullnægjandi og því hafi verið óskað eftir nán- ari upplýsingum. Búast megi við niðurstöðu innan tíðar. Indónesarnir þrjátíu eru í ráðningarsambandi við dótturfyr- irtæki Va Tech í Indónesíu í gegn- um Va Tech í Austurríki þótt þeir séu starfandi hér á landi. Mál Indónesa í samráðsnefnd Sjómenn á skipum Landhelgisgæslunnar mótmæla nýrri skiptingu björgunarlauna en samkvæmt henni lækkar hlutur þeirra um allt að 22 prósent en hlutur skip- herra hækkar um rúm 350 pró- sent. Helgi Laxdal, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, afhenti þing- forseta undirskriftir sjómanna í gær. „Ég hef aldrei fengið rök fyrir lagabreytingunum sem gerðar voru undir þinglok í fyrra. Hins vegar veit ég að skipherrar höfðu vælt yfir þessu og ég veit líka að lögunum var breytt að undirlagi dómsmálaráðherra,“ segir Helgi og krefst þess að mál verði færð til fyrra horfs. Óánægðir með nýja skiptingu björgunarlauna Ágúst Ólafur Ágústs- son, varaformaður Samfylking- arinnar, vill að bundið verði í lög að í ökuskírtein- um standi hvort fólk vilji gefa líf- færi sín, beri svo undir. Ágúst Ólafur segir mikilvægt að fjölga líffæra- gjöfum en á Ís- landi eru líffæra- gjafir fátíðari en á öðrum Norðurlöndum. Sextán ár eru síðan Íslendingar máttu gefa líffæri. Lög meinuðu það fram til 1991. Segir Ágúst Ólafur að skrán- ing þessara upplýsinga í ökuskír- teini sé heppileg þar sem oft séu það látnir ökumenn sem komi til greina sem líffæragjafar. Þetta mál verður ekki afgreitt á þessu þingi. Þinglok voru áætluð í gær og mörg mál í bið. Óskir um líf- færagjafir í ökuskírteinin Verndun við- kvæmra vistkerfa fyrir skað- legum áhrifum fiskveiða voru ofarlega á baugi á fundi fiski- málanefndar Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Auk þess var mikið rætt um aðgerðir gegn ólöglegum veiðum á fundinum sem lauk síðastliðinn föstudag. Samkomulag náðist um mótun tæknilegra viðmiðunarreglna um verndun viðkvæmra vistkerfa, en þær eru í samræmi við fiskveiði- ályktun allsherjarþings SÞ. Tíma- áætlun gerir ráð fyrir að reglurn- ar verði tilbúnar í byrjun næsta árs. Rætt um ólög- legar fiskveiðar Formenn stjórnmála- flokkanna vilja að minningu Jóns Sigurðssonar for- seta frá Hrafns- eyri verði sýndur sérstakur sómi árið 2011 þegar tvær aldir eru liðnar frá fæð- ingu hans. Hafa þeir lagt fram sameigin- lega tillögu um að skipuð verði nefnd sem leggi til hvernig minnast megi tíma- mótanna. Verði hún skipuð full- trúum allra flokka, auk fulltrúa forseta Alþingis og Hrafnseyrar- nefndar. Um leið leggja formennirnir til að söfn Jóns á Hrafnseyri og í Kaupmannahöfn verðir endur- bætt. Jóns forseta minnst 2011 Sakborningurinn Khalid Sheikh Mohammed hefur játað fyrir bandarískum herdóm- stóli að hafa skipulagt og stutt framkvæmd 31 hryðjuverkaár- ásar, þar á meðal hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Hryðjuverkin áttu sér stað frá árinu 1990 og létust þús- undir óbreyttra borgara í þeim. Mohammed játaði einnig að hafa myrt blaðamann Wall Street Journal, David Pearl, árið 2002 en aftaka hans vakti heimsathygli. Á myndbandi sem var sett á netið sést hvernig Pearl er afhöfðað- ur af grímuklæddum manni sem reyndist vera Mohammed. Mohammed greindi jafnframt frá fyrirhuguðum hryðjuverkum sem yfirvöld höfðu náð að koma í veg fyrir, svo sem áætlun um að myrða nokkra fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna. Meðal sér- stakra skotmarka sem Mohamm- ed tilgreindi voru Jóhannes Páll páfi II, Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Pervez Musharaff, forseti Pakistan. „Ég var ábyrgur fyrir aðgerð- inni 9. september frá A til Ö,“ sagði Mohammed í yfirlýsingu sem herlögmaður hans las upp við yfirheyrslur síðastliðinn laugar- dag. Varnamálaráðuneyti Banda- ríkjanna birti afrit af yfirheyrsl- unum á miðvikudagskvöld. Ekki hefur sést til Mohammed síðan myndir birtust af honum strax eftir að hann var handtekinn í mars árið 2003. Ekkert spurðist til hans í þrjú ár meðan hann var í leynilegu haldi hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Í fyrra til- kynnti George W. Bush Banda- ríkjaforseti að Mohammed hefði, ásamt þrettán öðrum grunuðum hryðjuverkamönnum, verið flutt- ur í fangelsið á Guantanamo-flóa. Yfirheyrslur yfir sakborning- unum fjórtán hófust á föstudag- inn síðastliðinn og er tilgang- ur þeirra að skera úr um hvort þeir teljist „óvinveittir bardaga- menn“. Verði mennirnir fjórtán sak- felldir er hægt að halda þeim um óákveðinn tíma og réttað verður yfir þeim af sérstökum herdóm- stólum á grundvelli laga um sér- staka herdómstóla sem Bush und- irritaði í október. Lögin þykja um- deild vegna þess að dómstólunum verður heimilt að nota vitnisburð sem fenginn er með umdeild- um yfirheyrsluaðferðum. Einnig verður heimilt að nota upplýsing- ar, sem fangarnir sjálfir fá ekki að sjá, til þess að sakfella þá. Skipulagði hryðju- verkin 11. september Khalid Sheikh Mohammed játaði á laugardag að hafa skipulagt 31 hryðjuverk frá 1990, þar á meðal árásina 11. september árið 2001 þar sem tæplega 3.000 manns létust. Einnig stóð til að myrða nokkra fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir að ráðast tvisvar sinnum á fyrrverandi sambýlis- konu sína. Í fyrra sinnið tók hann í hálsmál yfirhafnar konunn- ar, herti að og hrinti henni svo hún féll aftur á bak á stigatröpp- ur. Við það hlaut hún fleiðursár á hálsi. Í seinna skiptið sparkaði mað- urinn nokkrum sinnum í líkama hennar, sló henni utan í vegg og hrinti henni, þannig að hún hlaut áverka. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni ríflega 300 þúsund krónur. Fyrrum sam- býliskona barin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.