Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 28

Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 28
Stjórnvöld í Frakklandi og í fursta- dæminu Abu Dhabi gerðu sam- komulag í byrjun síðustu viku sem felur í sér að útibú hins heims- fræga Louvre-safns í París verð- ur opnað á Saadiyat-eyju í Abu Dhabi. Í samningnum felst meðal ann- ars að Louvre-safnið í París send- ir listmuni til safnsins í Abu Dhabi og verða þeir þar til sýnis í tvö ár að hámarki. Gjörningur- inn hefur sætt harðri gagnrýni í menningar- og listakreðsu Frakk- lands og segja menn að verið sé að senda frönsk menningarverð- mæti úr landi. Franska blaðið Le Figaro bendir hins vegar á að hefðu Frakkar látið tækifærið sér úr greipum renna hefðu stjórn- endur listasafna í Madríd, Vínar- borg og jafnvel í Rússlandi grip- ið það. Renaud Donnedieu de Vabres, menningarmálaráðherra Frakk- lands, er hins vegar hæstánægð- ur með samninginn enda munu mun fleiri listunnendur geta virt fyrir sér franska list, sem aftur getur skilað sér í auknum áhuga á Frakklandi. Getur svo farið að ferðamönnum til landsins fjölgi vegna þessa. Stjórnvöld í Abu Dhabi greiða 700 milljónir evra, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna, fyrir afnot af vörumerki menningar- og listasafnsins, sem er eitt hið fræg- asta í Evrópu. Gert er ráð fyrir að bygging safnsins muni kosta um 83 milljónir evra, jafnvirði 7,4 millj- arða íslenskra króna. Fjármunirn- ir verða meðal annars notaðir til endurbóta og viðhalds á geymsl- um hinna ýmsu safna í París. Hönnuður Louvre-útibúsins er franski arkitektinn Jean Nou- vel en gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum ljúki eftir fimm ár. Samningur sem þessi er fjarri því að vera nýlunda. Ráðamenn í Abu Dhabi horfa nefnilega til þess að Saadiyat-eyja, sem á íslensku getur þýtt Eyja hamingjunnar, verði miðstöð lista og menning- arlífs á heimsmælikvarða. Með þetta fyrir augum hafa þeir meðal annars reist þar útibú Guggen- heim-safnsins í New York í Banda- ríkjunum en það mun fá listmuni til sýnis frá móðursafninu vestan- hafs. Louvre-safnið opnar útibú Saadiyat-eyja í Abu Dhabi á von á reglulegum send- ingum listmuna frá Louvre-safninu í París. Skrifað hefur verið undir samkomulag um opnun útibús Louvre þar. Hagvöxtur mældist 1,3 prósent á fjórða ársfjórðungi í Japan í fyrra. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en í fjórðungnum á undan, samkvæmt útreikningum jap- önsku hagstofunnar. Hagvöxt- urinn mældist 5,5 prósent á árs- grundvelli í Japan í fyrra og hefur hann ekki verið meiri í þrjú ár. Þetta er nokkuð umfram það sem greinendur höfðu spáð fyrir um. Stjórnmálamenn í Japan hafa þrýst á seðlabankann að halda að sér höndum og hækka ekki vexti í bráð því það geti dregið úr neyslu almennings og fyrirtækja. Stýrivextir í Japan standa nú í 0,5 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í áratug. Hagvöxtur umfram spár Patrica Dunn, fyrrverandi stjórn- arformaður bandaríska tölvu- risans Hewlett-Packard (HP), var sýknuð af öllum ákærum um þjófnað og svik á miðvikudag. Dunn lét njósna um nokkra stjórn- armenn og starfsmenn fyrirtækis- ins með það fyrir augum að upp- ræta leka af stjórnarfundum fyr- irtækisins til fjölmiðla. Hún sagði af sér stjórnarformennsku þegar málið komst í hámæli í septemb- er í fyrra. Dunn, sem berst við krabba- mein í legi, var ákærð vegna málsins ásamt þremur öðrum síðastliðið haust en stjórnin réð einkaspæjara til að komast yfir persónuupplýs- ingar nokkurra lykilmanna hjá fyrirtækinu. Þess- ar vafasömu aðferðir leiddu í ljós að upptök lekans voru hjá einum af stjórnarmönnum HP. Hann neitaði hins vegar að láta af störf- um en fær ekki að sitja í stjórninni á nýjan leik. Samfara því að Dunn var sýknuð af öllum ákærum hlutu fyrrverandi lögmaður HP og tveir einkaspæjarar sem stóðu að rannsókninni dóm fyrir minni háttar brot. Þeir verða að greiða skaðabætur til þeirra sem urðu fyrir barðinu á rannsókninni og verða auk þess að inna af hendi samfélagsþjónustu í 96 klukku- stundir. Dunn hreinsuð af öllum ákærum Forsvarsmenn breska farsímaris- ans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjar- skiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjar- skiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. Í samningnum er kveðið á um að félagið muni skipta um nafn og muni eftirleiðis heita Voda- fone Essar og verða vörur og öll þjónusta félagsins auglýstar undir merki Vodafone. Ravi Ruia, varastjórnarformað- ur Essar, sem fer með 33 prósenta hlut í félaginu, verður eini fulltrúi Essar í stjórn fjarskipafélagsins en hann verður stjórnarformaður Vodafone Essar. Þetta er þvert á væntingar Essar sem upphaflega fór fram á jafna skiptingu í stjórn Vodafone Essar. Vodafone mun sömuleiðis hafa forkaupsrétt að öllum bréfum fé- lagsins ákveði Essar að losa sig við þau. Fátt bendir hins vegar til þess að Vodafone kaupi Essar út úr félaginu en indversk hlutafé- lagalög meina erlendum aðilum að eiga meira en 74 prósent í innlend- um fjarskiptafélögum. Breska ríkisútvarpið segir Voda- fone stefna að mikilli uppbyggingu á Indlandi og hafi eyrnamerkt tvo milljarða punda, jafnvirði tæpra 262 milljarða íslenskra króna, sér- staklega vegna þessa. Vodafone skrifar undir á IndlandiDeutsche Bank mæl- ir með Next og M&S Hjá Deutsche Bank eru menn bjartsýnir á gengi bresku versl- anakeðjanna Next og Marks & Spencer og mæla með kaupum á hlutabréfum hvors félags. Verðmatsgengi á Next hljóðar upp á 2.450 pens á hlut en mark- aðsgengi félagsins stóð í 2.044. Bankinn setur verðmiðann 815 pens á Marks & Spencer, stærsta smásala á fatnaði í Bret- landi, á sama tíma og hluturinn stóð í 680 pensum í Kauphöllinni í Lundúnum. Egils Gull Poolmót Players Dagana 18. mars, 1., 15. og 29. apríl VERÐLAUN VERÐA VEITT FYRIR ÞRJÚ EFSTU SÆTIN 1. verðlaun 40.000 kr. + Gull-varningur og þátttökuréttur í lokakeppni 2. verðlaun 30.000 kr. + Gull-varningur og þátttökuréttur í lokakeppni 3. verðlaun 20.000 kr. + Gull-varningur og þátttökuréttur í lokakeppni 4. Þátttökuréttur í lokakeppninni Fjórir efstu spilarar á hverju móti (16 alls) vinna sér inn þátttökurétt í lokakeppninni þar sem verðlaunin eru Spánarferð. Sú keppni verður haldin sunnudaginn 6. maí. LEIKFYRIRKOMULAGIÐ Um er að ræða útsláttarkeppni þar sem hver keppandi má tapa einum leik í hverju móti. Keppt verður með forgjöf þannig að allir geta tekið þátt. Skráning fer fram í síma 544 5514, á players@players.is eða hjá Players, Bæjarlind 4 – fyrir kl. 12 á miðnætti daginn fyrir keppnisdag. Þátttökugjald er 3.000 kr. fyrir hvert mót. Hámark 64 keppendur á hverju móti. Missið ekki af þessu stærsta og skemmtilegasta Pool-móti ársins. GULL-TILBOÐ ALLA MÓTSDAGANA! LÉTTÖL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.