Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 46

Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 46
BLS. 6 | sirkus | 16. MARS 2007 Arna Sif Þórsdóttir er nítján ára. Hún hefur barist við anorexíu/búlemíu í sex ár. Sjúkdómurinn hefur farið illa með hana en það er loksins nú sem hún eygir von um að ná fullum bata. Hún hefur viðurkennt sjúkdóminn og berst við hann á hverjum degi með hjálp aðstandenda og stúlknanna hjá Forma-samtök- unum. Dagarnir eru misjafnir en faðir hennar Þór Tulinius segist sannfærður um að dóttir sín nái fullum bata. Sirkus ræddi við feðginin um þetta dauðans alvörumál – átröskun. Þ etta byrjaði þegar ég var 13 ára. Ég upplifði þetta fyrst sem leit að einhverri stjórn út af vanlíðan og óánægju með sjálfa mig. Þetta var eltingarleikur við ímyndir og staðla sem ég hélt að ég þyrfti að uppfylla. Ég byrjaði að minnka við mig matinn og fór ofsalega mikið í líkamsrækt. Þetta byrjaði bara í venjulegri megrun sem varð alltaf aggressívari og aggressívari. Það varð alltaf meira og meira stjórnleysi. Síðan komu uppköstin og þá fór ég að reyna að komast í gegnum daginn án þess að borða. Á einhverjum tímapunkti breyttist allt og ég hætti bara að borða. Þá breyttist þetta hjá mér úr lotugræðgi (búlemíu) í átrösk- un.“ Svona lýsir Arna Sif Þórsdóttir því hvernig líf hennar breyttist á örfáum mánuðum og hún fór frá því að vera heilbrigð ung stúlka í það að vera fársjúk manneskja sem var næstum búin að ganga af sjálfri sér dauðri á innan við tveimur árum. „Ég var bara sjúkdómur“ Það vildi henni sennilega til happs að hún var lögð inn til níu mánaða dvalar á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) en þangað komst hún ekki fyrr en hún var orðin helsjúk. Þá var hún orðin 39 kíló, langt undir sinni eðlilegu þyngd, og í raun bara skugginn af sjálfri sér. „Fyrstu tvö árin voru þau erfiðustu. Það er staðreynd að flestir sem deyja vegna átröskunar fremja sjálfsmorð og það er mjög algengt. Hafi ég einhvern tíma verið í slíkri hættu þá var það þá en á sama tíma fékk ég nei frá kerfinu. Ég var ekki nógu grönn, kastaði ekki nógu mikið upp eða notaði ekki nógu mikið af lyfjum. Það var ekki fyrr en ég var komin langt undir venjulega þyngd, ofboðslega mikið veik og heltekin sem ég komst inn. Ég var ekki til. Arna var ekki til. Ég var bara sjúkdómur,“ segir Arna Sif og bætir við að hún hefði örugglega ekki þolað þrjá mánuði í viðbót ef hún hefði ekki fengið hjálp. „Ég var að líða út af á hverjum degi og þarna inni þyngdist ég töluvert þótt ég hafi misst flest kílóin aftur þegar ég kom út.“ Arna Sif og faðir hennar Þór eru sammála um að vistin á geðdeildinni hafi gert henni gott þótt Þór sé þess fullviss að pottur sé brotinn í starfi þessarar ágætu deildar. Það þarf meiri pening „Mitt mat er að þegar Arna dvaldi á BUGL þá var þar fullt af fólki sem vildi vel. Bæði læknar og sálfræðing- ar sem voru allir af vilja gerðir til að hjálpa henni. Þau voru hins vegar svo útjöskuð af vinnu að þau höndluðu þetta ekki. Það getur vel verið að þau geti svarað fyrir það og sagt þetta sé eitthvert kerfi og einhver aðferð en ég held að það sé staðreynd að BUGL er of lítil og of langir biðlistar. Hún þurfti öryggi, ró og markvissa vinnu en það var svo mikið að gera þarna að þegar við komum á fjölskyldu- fundi þá var óróleiki á staðnum vegna þess að það var svo mikið að gera. Ég held að það sé nauðsynlegt að þetta komi fram því að yfirvöld þurfa að leggja í mjög markvissa vinnu við að skilgreina þennan sjúkdóm og gera sérfræðingum úr heilbrigðisstéttinni kleift að vinna vel og við góðar aðstæður til að stemma stigu við þessu sívaxandi vandamáli. Hjá öðrum þjóðum er þetta komið eitthvað áleiðis og það er hægt að læra af þeim. Þar eru sérstakar meðferðarstofnanir fyrir þetta. Það verður að leggja meiri pening í þetta.“ Fengu mig til að trúa Þór segir það þó deginum ljósara að enginn bati verði fyrr en sjúkling- urinn sjálfur viðurkenni sjúkdóminn. Eftir sex ára baráttu við lotugræðgi oglystarstol er loksins ljós í enda ganganna hjá Örnu Sif. Stúlkan sem byrjaði að minnka við sig matinn þegar hún var þrettán ára gömul og endaði síðan í níu mánaða innlögn á BUGL tveimur árum síðar, hefur viðurkennt sjúkdóminn og vinnur nú að því að endurheimta líf sitt til baka með hjálp stúlknanna Eddu Ýrar og Ölmu Geirdal hjá Forma-samtökun- um og ekki síst foreldra sinna. Arna Sif tekur einn dag fyrir í einu en faðir hennar er þess fullviss að hún nái fullum bata. „Ég var tilbúin til að gefast upp og lifa með sjúkdómnum til æviloka. Stelpurnar í Forma hafa komið mér á þann stað sem ég er í dag. Þær gáfu mér von, gáfu mér vilja og miðla mér af eigin reynslu. Ég áttaði mig á því að ég er ekki ein og áttaði mig á því að þetta væri hægt. Ég var búin að sætta mig við að lifa svona til æviloka sem sjúklingur en þær breyttu hugarfari mínu. Þær fengu mig til að trúa því að einhvern daginn gæti ég orðið heilbrigð og að einhvern daginn gæti ég eignast börn. Þær gáfu mér þetta allt og þær eiga alla viðurkenningu skilda,“ segir Arna Sif sem hóf hið nýja líf sitt og leiðina út úr vítahring átröskunar nú í janúar. „Ég byrjaði ekki fyrr en í janúar. Þetta er mikið átak og ég sé ekki endilega framtíðina. Ég reyni frekar að taka einn dag fyrir í einu. Suma daga finnst mér þetta alveg ótrúlega vonlaust. Aðra daga get ég alveg séð mig fyrir mér heilbrigða. Ég vona bara að ég eigi eftir að geta borðað allan mat án þess að þurfa að stjórna því hvaða innihald er í honum, geta eiginlega borðað hugsunarlaust. Ég vona líka að alls konar hlutir sem koma í kjölfar sjúkdómsins, til dæmis í sambandi við barneignir, beinþynn- ingu og tennur, verði í lagi. Í dag þarf ég að einbeita mér að því að þyngja mig sem er ekki auðvelt fyrir mig. Suma daga líður mér þannig að hver einasta skeið af súpu er hryllingur,“ segir Arna Sif. Upplifir tómleika Aðspurð um hvað hún sé þung í dag segist hún ekki hafa farið á vigt lengi. „Ég hef ekki áhuga á því en ég myndi halda að ég væri 45 kíló í dag. Það sem er erfiðast fyrir utan það að takast á við matinn er það að ég upplifi gríðarlegan tómleika eftir að hafa lifað og hrærst í þessum sjúkdómi undanfarin sex ár. Ég verð að vera á fullu allan daginn til að fylla upp í tómarúmið þar sem sjúkdóm- urinn minn var. Ég átti engin áhugamál fyrir utan sjúkdóminn. Ég lifði og hrærðist í sjúkdómnum.“ Hún neitar því þó ekki að þessi sex ár með sjúkdómnum hafa tekið sinn toll. „Ég er með beinþynningu og hef ekki verið á blæðingum í fjögur ár. Það gefur mér þó von að margar stelpur sem hafa verið á svipuðum stað og ég hafa getað eignast börn.“ Líf Örnu Sifjar hefur gjörbreyst eftir að hún horfðist í augu við sjúkdóminn. „Áður fyrr vaknaði ég klukkan sjö til að taka hægðalosandi lyf og fór síðan í vinnuna klukkan átta. Eftir að hafa verið með króníska losun allan daginn var farið heim eftir vinnu og borðað og ælt fram á kvöld. Svona var þetta dag eftir dag eftir dag. Þetta var bara lífsstíll. Ég var með endalausar hjartsláttartruflanir. Í dag vöknum við, ég og pabbi, klukkan níu. Suma morgna er ég í viðtölum uppi á spítala en annars eyðum við morgnunum saman. Við förum í göngutúra og spjöllum saman. Síðan borðum við hádegis- mat. Eftir hádegið fer ég og hitti Eddu í Forma og eyði með henni nokkrum tímum. Á þriðjudagskvöldum fer ég á fundi hjá ákveðnum samtökum hér í bæ þannig að þetta er í raun og veru full vinna,“ segir Arna Sif sem vinnur náið með föður sínum í þessu ferli. Meðal þess sem Þór hefur gert til að geta stutt dóttur sína betur í gegnum þessi erfiðu veikindi er að draga úr vinnu sinni í leikhúsinu. Þetta er að koma „Við erum að gera þetta saman. Ég hef auðvitað verið að lesa mér til um þetta í gegnum tíðina en á meðan hún hefur ekki verið með í leiknum að finna bataleiðina þá hefur það ekki haft neitt að segja. En um leið og hún er með þá fræðumst alveg rosalega mikið um þetta. Hún er að gefa ofboðslega mikið af sjálfri sér og er að koma til baka, það er að segja hún sjálf. Ég er alveg viss um að við erum á réttri leið og er sannfærður um það að það er hægt að komast út úr þessu. Konurnar ungu í Forma hafa sjálfar reynslu af þessu og þær geta miðlað af sinni reynslu. Þær eru kraftaverka- konur. Ég er með það á hreinu að þetta er að koma hjá henni Örnu. Það er oft sagt að það taki jafnlangan tíma að koma til baka og það tekur að þróa sjúkdóminn en ég held ekki endilega að það sé satt. Ef fólk er tilbúið til að gefast upp og sleppa þá er útgöngu- leið. Það er þannig með þennan sjúkdóm eins og aðra fíknisjúkdóma að það þarf stöðugt að vera á varðbergi, það sem eftir er ævinnar. Það að láta undan sjúkdómnum er lausn á vanlíðan sem átröskunarsjúk- lingarnir þekkja og kunna og þess vegna geta þeir alltaf dottið í þennan pytt. En með viljann að vopni erum við að fræðast um þetta og læra nýjan lífsstíl. Þetta er dauðans alvara en það er til leið út,“ segir Þór og horfir til dóttur sinnar. oskar@frettabladid.is FEÐGININ ARNA SIF ÞÓRSDÓTTIR OG ÞÓR TULINIUS STANDA ÞÉTT SAMAN Það er til leið út úr átrösk- NÁIN Feðginin Arna Sif og Þór eru saman á hverjum degi, fara í gönguferðir og spjalla saman. Þór trúir því að Arna Sif eigi eftir að vinna sigur í baráttunni gegn átröskun. SIRKUSMYND/PJETUR Þór hefur látið til sín taka á þessum vettvangi og kemur meðal annars að skipulagningu styrktartónleika Forma sem verða á NASA 1. apríl næstkom- andi. Meðal þeirra sem þar koma fram er Björk Guðmunds- dóttir. Þór sagðist hafa hringt í hana og hún hafi verið boðin og búin að leggja þessu málefni lið. „Það eru allir ofboðslega jákvæðir og vilja styðja við bakið á okkur,“ segir Þór. Auk Bjarkar munu meðal annars KK, Mugison, Magga Stína, Lay Low og Pétur Ben flytja tónlist en síðan munu Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra, Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri, Matthías Halldórs- son landlæknir og alþingiskon- urnar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Kolbrún Halldórsdóttir lesa upp úr dagbókum anorexíusjúklinga. Hringdi í Björk KLÁR Í BÁTANA Þór Tulinius segir að það hafi verið létt verk að fá Björk Guðmundsdóttur til að koma og syngja á styrktartónleikum Forma. „STELPURNAR Í FORMA HAFA KOMIÐ MÉR Á ÞANN STAÐ SEM ÉG ER Í DAG. ÞÆR GÁFU MÉR VON, GÁFU MÉR VILJA OG MIÐLA MÉR AF EIGIN REYNSLU.“ Fleiri greinar um átröskun á síðu 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.