Fréttablaðið - 16.03.2007, Page 50

Fréttablaðið - 16.03.2007, Page 50
 16. MARS 2007 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● kópavogur Afreksskóli Breiðabliks var stofnaður í upphafi þessa árs. Hann hefur það að markmiði að gera efnilegasta íþrótta- fólk félagsins að afreksfólki í framtíðinni. Alls eru um 40 krakkar á aldrin- um 14-20 ára sem sækja starf Afreksskóla Breiðabliks nú í upp- hafi. Um er að ræða unga íþrótta- menn frá öllum deildum Breiða- bliks að dansinum undanskildum. Knattspyrnu-, körfubolta-, frjáls- íþrótta-, sund-, karate- og skíða- deildin eiga öll sína fulltrúa í skól- anum þrátt fyrir að afar ströng inngönguskilyrði séu fyrir hendi. „Þetta er geysilega metnaðar- fullt verkefni sem Breiðablik hefur lagt í og ég veit ekki til þess að önnur félög séu að gera eitt- hvað í líkingu við þetta,“ segir Arnar Bill Gunnarsson, annar tveggja skólastjóra, en við hlið hans situr Jón Sævar Þórðarson. Þeim til halds og trausts er svo- kallað fagráð, sem í sitja valin- kunnir einstaklingar frá mismun- andi deildum Breiðabliks. Arnar segir að áherslan í starfi skólans sé fyrst og fremst að bæta umgjörð hinna ungu íþróttamanna frekar en á líkamlegar æfingar, eins og einhverjir kynnu að halda. „Í skólanum fá krakkarnir fyr- irlestra og persónuleg viðtöl við sérfræðinga á hinum ýmsu svið- um sem við koma íþróttinni. Þau hafa sótt fyrirlestra í sálfræði og næringarfræði og þau fá persónu- lega ráðgjöf hvað varðar matar- æði. Þau fá meðferð hjá færustu sjúkraþjálfurum þar sem liðleiki er skoðaður, göngugreining fer fram og síðan gerðar tillögur að því sem betur má fara. Allt miðar þetta að því að bæta árangur íþróttamannsins,“ segir Arnar. Undirbúningur við verkefnið hefur staðið yfir frá því í haust og hefur hugmyndin blundað hjá félaginu í nokkurn tíma, að því er Arnar segir. Hann og Jón Sævar hafi síðan verið fengnir til að þróa hugmyndina. Flestir af þeim 40 íþróttamönnum sem eru í skólan- um um þessar mundir koma frá knattspyrnudeildinni, eða alls 16 – þar af 11 stelpur. „Markmið skólans er einfalt og skýrt, að taka efnilegasta fólkið í félaginu og gera það að afreks- fólki. Það er reyndar mjög erfitt að skilgreina afreksfólk og mis- munandi eftir því hvaða íþrótta- grein á í hlut. En svo knattspyrnan sé tekin sem dæmi þá sjáum við atvinnumennsku fyrir okkur sem æðsta takmarkið. En almennt vilj- um við einfaldlega skapa sem flesta afburðaíþróttamenn og að sjálfsögðu mun það koma félaginu til góða,“ sagði Gunnar að lokum. Metnaðarfullt verkefni Arnar Bill Gunnarsson er yfirþjálfari yngri flokka hjá knattspyrnudeild Breiðabliks auk þess sem hann er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Jón Sævar Þórðarson er yfirþjálfari eldri flokks hjá frjálsíþróttadeild félagsins. Saman stýra þeir Afreksskóla Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Inntökuskilyrðin í Afreksskólann REGLUR FYRIR EINSTAKLINGSÍÞRÓTTIR Miðað skal við að iðkandinn hafi unnið til verðlauna á Íslandsmóti eða öðrum sambærilegum mótum í sínum aldursflokki. REGLUR FYRIR HÓPÍÞRÓTTIR Knattspyrna: Miðað skal við að iðkandinn sé í byrjunarliði í lands- liði í sínum aldursflokki. Körfuknattleikur: Miðað skal við að iðkandinn sé í landsliðsúrtaki eða elítuhóp KKÍ í sínum aldursflokki. Iðkendahópur Afreksskóla Breiðabliks verður endurskoðaður ársfjórðungslega þar sem metin verður frammistaða iðkendanna. Þá verður kannað hvort fleiri uppfylli skilyrðin hér að ofan og við- komandi er þá boðinn þátttaka í skólanum. Starfsmenn Nammi.is í Smáralind eru í óða önn að pakka páskaeggj- um í kassa þegar Fréttablaðið ber að garði. Í Smáralindinni heldur Nammi.is úti lítilli sjoppu en á bak við hefur fyrirtækið komið sér upp lager. Stærsti hluti starf- semi nammi.is er nefnilega útflutningur á íslensku sælgæti. „Við erum að pakka hátt í tvö þúsund páskaeggjum sem fara til Íslendinga erlendis. Við þurfum að vanda pakkningarnar enda um brothætta vöru að ræða,“ segir Sófus Gústavsson, eigandi Nammi. is. Margir Íslendingar erlendis nýta sér þjónustu Nammi.is. „Við erum með um 4.000 aðila skráða á netinu hjá okkur og erum með góðan fastan kúnnahóp sem er með fastar pantanir nánast í hverj- um mánuði,“ segir Sófus og bætir við að margar ömmur og afar versli hjá sér og sendi barnabörn- unum sem eru í námi erlendis. En hvað er það sem fólk er helst sólgið í? „Það er lakkrís og harðfiskur en síðan er það árs- tíðabundin vara eins og malt og appelsín á jólum og auðvitað páskaeggin um páska,“ svarar Sófus og bætir við að brennivínið sé vinsælt um þorrann. „Sælgætið frá Nóa Siríusi er líka skuggalega vinsælt, sérstaklega konfektið og páskaeggin.“ Sófus segir miserfitt að senda matvörur milli landa. Erfiðast sé það til Bandaríkjanna þar sem þarf mörg mismunandi leyfi. „Svo eru sum lönd alveg bönnuð eins og Mexíkó og lönd í Afríku.“ Fyrir utan útflutning á sælgæti rekur Sófus verslunina Nammi.is í Smáralind. „Sælgætisverslunin hefur þróast mikið. Í upphafi seld- um við aðeins bland í poka en vin- sældir þess hafa dalað og sam- keppnin orðin meiri. Í dag er verslunin meira eins og söluturn með pylsum og lottómiðum,“ segir Sófus en fyrst í stað var ætlunin að selja eingöngu íslenskt sæl- gæti. Nýverið var þó tekið inn týpískt bandarískt nammi. „Baby Ruth, Three Musketeers og Wrigleys-tyggjóin gömlu hafa verið mjög vinsæl,“ segir Sófus og bætir við að blöðrurnar séu líka sívinsælar en um hundrað slíkar renna út í hverri viku. Lakkrís og harð- fiskur vinsælast Sófus pakkar páskaeggjum í kassa sem senda á til Íslendinga í útlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.