Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 52

Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 52
 16. MARS 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið kópavogur Leikfélag Kópavogs stendur fyrir sýn- ingum á verkinu Allt & ekkert sem verð- ur að teljast afar óhefðbundið leikverk. Segja má að nafn verksins, Allt & ekkert, segi mikið til um innihald þess. Að sögn Fannars Víðis Haraldssonar, gjaldkera Leik- félags Kópavogs, hafði verkið í fyrstu vinnu- heitið „Ekkert“, enda hafði leikhópurinn bókstaflega ekkert í höndunum – ekki svo mikið sem drög að handriti. „Sýningin er í raun spuni frá upphafi til enda. Við köllum þetta ekki beint leiksýningu heldur miklu frekar kaffiboð þar sem við leikararnir segj- um sögur. Áhorfendur sitja síðan með okkur á sviðinu og er frjálst að deila sínum sögum með okkur. Allt þarna á milli er síðan spunn- ið,“ segir Fannar og bætir við að útkoman hafi verið stórskemmtileg, en sjálfur er hann í hlutverki gestgjafa kaffiboðsins. Verkið var á dagskrá þrívegis um síðustu helgi í Félagsheimili Kópavogs. „Þetta tókst vel upp, við fengum fullt af fólki til að taka þátt í þessu með okkur og úr varð mjög skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Fannar en næstu sýningar verða 16., 18., 24. og 25. mars og byrja allar sýningarnar klukkan 20.00. Þann 5. janúar síðastliðinn fagnaði Leik- félag Kópavogs því að 50 ár væru liðin frá stofnun þess. Af því tilefni var efnt til afmælisdagskrár í Félagsheimili Kópavogs þar sem brugðið var upp ýmsum atriðum úr sögu leikfélagsins, ásamt ýmsum öðrum uppákomum. Leikfélagið var stofnað 5. jan- úar 1957 þegar 46 áhugamenn komu saman í barnaskólanum, Kópavogsskóla, gagngert til þess að stofna leikfélag. Ekkert húsnæði var til undir slíka starfsemi og var því aðstaða til leiksýninga mjög erfið. Leikfé- lagið fékk þó inni hjá barnaskólanum í bænum og starfaði þar við mjög bágbornar aðstæður. Eftir árið 1959 hefur starfsemi Leikfélags Kópavogs verið í Félagsheimili Kópavogs eða í hjáleigunni, Höfuðbóli, sem var innréttað sem bíó við hlið félagsheimil- isins, en hýsir nú starfsemi Leikfélags Kópavogs. Á 50 ára afmælinu ætlar leikfélagið að standa fyrir ýmsum listrænum viðburðum og afmælisdagskráin mun ná hámarki í maí þegar haldið verður veglega upp á 50 ára afmælið með heljarstórri afmælishátíð sem standa mun yfir í nokkra daga. Að auki verð- ur gefið út veglegt afmælisrit í tilefni af afmælinu. Næsta fyrirhugaða verkefni leikfélags- ins er uppfærsla á leikritinu Bingó, en um er að ræða samstarfsverkefni með leikhópnum Hugleik. Bingó er samið af Hrefnu Friðriks- dóttur og er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur, en áætlað er að frumsýna verkið um miðjan apríl. Að sögn Fannars eru æfingar komnar vel á veg. „Þetta lofar mjög góðu og ég held að ég geti lofað að útkoman verður mjög skemmtileg.“ Í leikritinu sameinast fimm manneskjur við þá þekktu dægradvöl að spila bingó með afar áhugaverðum eftir- málum – svo ekki sé meira sagt. Leikfélag Kópavogs býður í kaffi Sérstök stemning myndaðist í Félagsheimili Kópavogs þegar Leikfélag Kópavogs sýndi þar sitt nýjasta verk um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.