Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 56
16. MARS 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið kópavogur
Slysavarnafélagið Landsbjörg og
Kópavogsbær hafa gert með sér
samstarfssamning sem kveður á
um öryggisheimsóknir til eldri
borgara í bænum. Um er að ræða
heimsóknir sem öllum borgurum
eldri en 75 ára verður boðið upp á,
en alls telur sá hópur um 1.600 ein-
staklinga.
Þeir sem þiggja munu þjónust-
una fá heimsókn frá fulltrúa
Landsbjargar og mun hann hafa
meðferðis reykskynjara, eldvarn-
artæki, rafhlöður, handföng t.d.
við baðker og inn í sturtur, stamar
mottur í baðbotna, gúmmídúka
undir mottur og fleira sem við-
komandi heimili gæti haft not
fyrir. Fulltrúinn mun síðan fara
yfir öll þessi öryggisatriði.
Auk þess munu allir þeir sem
þiggja þjónustuna fá afhenta
möppu frá Kópavogsbæ þar sem
þjónusta bæjarins og annarra
aðila sem vinna með öldruðum er
kynnt.
Farið yfir öryggisatriði
með eldri borgurum
Félagar frá Landsbjörg munu heimsækja
eldri borgara og kynna fyrir þeim örygg-
isatriði á heimilinu.
Tónleikahald í Salnum er afar fjöl-
breytt, allt frá einleikstónleikum
til kórtónleika með innlendum og
erlendum tónlistarmönnum. Þar
er ávallt mikið um að vera og
engin undantekning er á því í
mars.
Þriðjudaginn
20. mars mun
Valgerður Andr-
ésdóttir halda
píanótónleika í
Salnum. Á efnis-
skrá er að finna
verk höfunda á
borð við Vasks
frá Lettlandi og
Takemitsu frá Japan auk sónötu
eftir Franz Mixa sem á árunum
eftir 1930 starfaði mjög að tónlist-
armálum á Íslandi og markaði
spor í tónlistarsögu okkar.
Valgerður Andrésdóttir lauk
einleikaraprófi í píanóleik frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík árið
1985. Hún stundaði framhaldsnám
við Listaháskólann og lauk burt-
fararprófi árið 1992. Hún bjó um
tíma í Kaupmannahöfn þar sem
hún starfaði sem undirleikari og
píanókennari. Valgerður hefur
haldið fjölmarga tónleika innan-
lands og erlendis, unnið með söng-
vurum og í kammermúsík. Hún
starfar nú við tónlistarskólann í
Hafnarfirði.
Fimmtudag-
inn 22. mars
verða haldnir
styrktartónleik-
ar fyrir Krabba-
meinsfélag
Íslands. Lions-
klúbburinn
Engey heldur
tónleikana til styrktar kaupum á
brjóstaómtæki fyrir röntgendeild
Krabbameinsfélagsins.
Efnisskráin verður fjölbreytt,
tónlist úr óperum, söngleikjum,
dægurtónlist og jass. Fjölmargir
listamenn munu koma fram og
leggja þessu verðuga verkefni lið.
Ágúst Ólafsson barítón, Anna Sig-
ríður Helgadóttir messósópran,
Áslaug Hálfdánardóttir sópran,
Davíð Ólafsson bassi, Guðrún og
Soffía Karlsdætur, Jóhann Frið-
geir Valdimarsson tenór, Oddný
Sigurðardóttir messósópran, Sig-
rún Hjálmtýsdóttir / Diddú, sópr-
an, Sólveig Samúelsdóttir messó-
sópran, Stefán Stefánsson tenór,
Stórsveit Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar, stjórnandi Stefán Ómar
Jakobsson, Hljómsveitin Strack-
ovsky Horo, Píanóleikarar: John
Gear og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Tónleikar í
Salnum
Valgerður
Andrésdóttir
píanóleikari.
Sigrún Hjálmtýs-
dóttir söngkona