Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 16.03.2007, Qupperneq 60
 16. MARS 2007 FÖSTUDAGUR12 fréttablaðið kópavogur Varla hefur farið fram hjá nokkrum manni sem keyrir Reykjanesbrautina til eða frá höfuðborginni að nú standa yfir miklar framkvæmdir við Smára- torg í Kópavogi. Þar rís brátt hæsta hús landsins. „Verkið er nokkurn veginn á áætlun. Það hafa orðið nokkrir plúsar og mínusar við framkvæmdirnar en upphaflegt markmið stendur enn, það er að segja að afhenda húsið fullbúið að utan, tilbúið til leigutaka, þann 1. október næstkomandi,“ segir Ólafur Hermannsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu VSÓ, en hann hefur yfirumsjón með fram- kvæmdunum við Smáratorg. Um 120 manns vinna nú baki brotnu á hverjum degi við framkvæmdirnar og segir Ólafur að þeim eigi líklega eftir að fjölga eftir því sem nær dregur áætluðum verklokum. „Hver hæð tekur þrettán daga í vinnslu og nú er verið að leggja lokahönd á 7. hæð. Það eru því 13 hæðir ennþá eftir,“ segir Ólafur. Þess má geta að um 85 pró- sent mannaflans eru af erlendu bergi brot- in og segir Ólafur þann fjölda líklega eins- dæmi í jafnumfangsmiklu verki. Háhýsið rís á ógnarhraða NOKKRAR STAÐREYNDIR UM HÁHÝSIÐ VIÐ SMÁRATORG • Húsið verður alls 20 hæðir og verður 77,6 metra hæða hátt. Það gerir húsið að hæstu byggingu landsins, um fjórum metrum hærra en Hallgrímskirkjuturn. • Undir húsinu verður 10 þúsund fer- metra stór bílageymsla. • Útveggir hússins verða allir úr gleri, náttúruleg loftræsting verður um opn- anlega glugga sem stýrast af veðurstöð á þaki hússins. • Fjórar háhraða lyftur verða í húsinu og verður ein þeirra sérhönnuð fyrir slökkvilið. • Á jarðhæð og 1. hæð byggingarinnar verða verslanir, skrifstofur á 2. - 19. hæð og á efstu hæðinni verður veitinga- staður. • Aðaleigendur byggingarinnar eru hjónin Erika Lómstein Jacobsen og Jákup á Dul Jacobsen, oft kennd við Rúmfatalagerinn. • Háhýsið verður alls 20 þúsund fer- metrar. Verslunarrýmin á jarðhæð og 1. hæð verða um 6 þúsund fermetrar en turninn samtals 14 þúsund fermetrar að stærð • Aðalhönnuðir byggingarinnar eru þeir Aðalsteinn Snorrason, Björn Guðbrandsson Egill Guðmundsson og Gísli Gíslason. Allir eru þeir arkitektar hjá Arkís. • Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, tók fyrstu skóflustunguna að háhýsinu þann 24. febrúar á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að húsið verði klárt að utan og tilbúið til innréttingar þann 1. október á þessu ári. Heildartími framkvæmda er því áætlaður um 19 mánuðir. Háhýsið við Smáratorg verður alls 20 hæðir og 77,6 metra hátt. Áætluð verklok eru 1. október á þessu ári. Þrettán daga tekur að fullklára eina hæð í háhýsinu. Nú er verið að leggja lokahönd á þá sjöundu og á því eftir að byggja þrettán hæðir til viðbótar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.